Oslo, gleymdu því

Söfnum saman smá fróðleik hér
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Oslo, gleymdu því

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Var að koma frá Osló.
Verðlagið í Noregi er þannig að maður veltir fyrir sér að taka með sér nesti héðan.
Í Osló fann ég búð í göngufæri við miðbæinn.

Modell-Hobby
Skovveien 27
N-0257 Oslo
Phone: +47 2244 2015
http://www.hobbyland.no/

Mynd
Ágætis verslun svo sem en verðið svipað eða hærra en í ónefndri dótabúð í grænu húsi.
Auðvitað allt vaðandi í Bílablíngi. Lítið til af nýmóðins græjum fyrir okkar eðla sport. En þó hitt og þetta. Verðið á Oracover hitafilmunni sló samt öll met. Selt af stórum rúllum á 120-130 NOK meterinn!!! ( 1 NOK = 9,9 ISK)
"Deilæt robberí".

Svo rakst ég eitt kvöldið á Kyosho-sérverslun niðrí miðbæ á Kongens gate held ég hún heiti. Gegnum rimlana mátti sjá ýmis falleg flygildi. Þarf að líta þangað á verslunartíma næst þegar ég fer.
Það eru víst til fleiri RC-búðir í Osló en ég er ekki viss um að ég nenni að eltast við þær.
Ha-de'
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Oslo, gleymdu því

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Oslo, gleymdu því

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ne...heyrðu... svona getur maður leitað langt yfir skammt.
Þessi búð er nálægt miðbænum líka. Kíki þangað næst. Kíki líka betur á Kyosho búðina á Kongens gate 14. Það er bara spottakorn frá Lilletorget búðinni.
Skil þó veskið eftir heima.
Verðlag í Oslo er eins og "Guð hjálpi mér". NÆst þegar ég fer til Osló tek ég nokkur kíló af harðfiski og öðru nesti með mér.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Oslo, gleymdu því

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Vitiði hvað?
Ég var að heimsækja Small Size búðina í hjarta Osló sem Sverrir sagði frá.
Hún er vel þess virði að heimsækja. Verðið svona eins og við er að búast, stenst auðvitað ekki samanburð við ameríska póstverslun en sumt fæst jú ekki þar svo sem eins og 35MHz móttakarinn sem ég verslaði á þokkalegum prís.
Hins vegar fann ég hana ekki á netinu þegar ég leitaði langt yfir skammt því Sverrir var jú löngu búinn að "skrá" hana.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Oslo, gleymdu því

Póstur eftir Sverrir »

Það er gaman að sjá að þetta er að skila einhverju hjá okkur :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara