Síða 1 af 4

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 13. Okt. 2005 11:13:58
eftir Björn G Leifsson
Þessi hér vél stendur núna á stæði Norska flughersins á Gardemoen og ég sá hana þegar ekið var til flugtaks á norður-suður braut þar.
Myndin hérna er frá umfjöllun um flugsýningu í Bergen.
Já... hvaða rella er nú þetta og hvaðan?

Mynd

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 13. Okt. 2005 12:43:48
eftir Sverrir
Douglas A-26B Invader

Og hvaðan, ertu þá að meina framleiðslulandið eða hvaða þjóð hún þjónaði eða þjónar?
Annars sýnist mér þetta vera vél sem Scandinavian Historic Flight á, Sugarland Express.

Þess má til gamans geta að eigandi þessa fyrirtækis fór í mál við Arngrím á dögunum en
það mál féll niður vegna skorts á sönnunargögnum, bæði frá sækjanda og verjanda.
http://www.visir.is/?PageID=648&NewsID=57144
http://fokus.is/?PageID=38&NewsID=28486
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fr ... id=1122272

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 15. Okt. 2005 19:33:07
eftir Björn G Leifsson
Þetta með Arngrím vissi ég ekki.
Fór að leita að þessu þegar ég hafði séð hana standa þarna á Gardemoen. Flott vél.
Varð til í lok WWWII, var svo notuð bæði í Kóreu og Víetnam. Það eru víst enn nokkrar vélar í notkun sem "vatnsbomberar" í skógareldabransanum.

Einmitt Scandinavian Historic Flight vélin.
Mynd

Mynd

Mynd

Og svo ein Water-bomber:
Mynd

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 10. Jan. 2006 08:53:09
eftir Sverrir
Mér finnst þú ekki vera að standa þig nógu vel hérna Björn ;)

Best að sparka þessu aftur í gang.

Mynd

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 10. Jan. 2006 19:57:35
eftir Björn G Leifsson
Heyrðu mig nú??? Hér er eitthvað á seyði hmmmm? Ekki er allt sellerí sem sýnist... ;)
Hvað gengur honum til að setja upp mynd af nefi sem lítur út eins og C47/Douglas Dakota/DC3.

Ætti að vera auðvelt en hann er eitthvað að bralla eða hvað?

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 10. Jan. 2006 21:20:24
eftir Þórir T
mér sýndist þetta líka, en ég hef nú bara fylgst með úr fjarlægð á þennan þráð, þannig að ég taldi að hér væri um gildru að ræða...
en svei mér þá...?

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 10. Jan. 2006 21:37:56
eftir Sverrir
Ekki er þetta Þristur en tilgátan er ekki alslæm.

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 10. Jan. 2006 22:03:03
eftir Björn G Leifsson
Það er auðvitað hálf asnalegt að koma með svona fullyrðingu á þessu stigi en ég læt samt vaða:

Ég hef séð þetta nef áður!!??!!!??!

:D

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 10. Jan. 2006 22:18:39
eftir Sverrir
Við fáum aðra mynd, eru menn einhverju nær :)

Mynd

Re: Hvaða rella- 2. útg.

Póstað: 10. Jan. 2006 22:24:18
eftir HjorturG
l2d "Showa" :D :D :D