Big Excel Hotliner
Re: Big Excel Hotliner
Þessi er komin í hús sem forsmíðaðir hlutir í kassa.
Módelið heitir Big Excel og er frá Simprop. Vænghaf 286 cm. Flapsar á væng.
Þetta er svokallaður Hotliner sem mælst hefur á 120 mílna hraða, sem samsvarar um 190 km/klst. Sjá http://www.hobby-lobby.com/bigexcel.htm Þar má sjá videoklippu af flugi.
Ýmist er notaður AXI 4120-14 eða Simprop Magic-Drive 50-28 sem er líklega sama og Hacker B50-9L + 6,7:1 gír.
Með Magic-Drive 50-28 er vélin spræk. Klifurhraði 9 m/s og heildarklifur með 12 stk. 3300 mAh rafhlöðum 1800 m. ´Hámarksflugtími í kyrru lofti 50 mín.
Sjá http://www.simprop.de/Seiten/Modellbau/ ... Fragen.htm
Meira hér
http://www.simprop.de
Umsögn á þýsku (pdf skjal)
http://www.vth.de/archiv/texte/fmt2005_02_026.pdf
... Flugbild und Steuerverhalten sind von Harmonie
geprägt und so präsentiert
sich die Flugvorführung für den
Betrachter und den Piloten wie eine
angenehme „Sinfonie der Lüfte“.
Módelið heitir Big Excel og er frá Simprop. Vænghaf 286 cm. Flapsar á væng.
Þetta er svokallaður Hotliner sem mælst hefur á 120 mílna hraða, sem samsvarar um 190 km/klst. Sjá http://www.hobby-lobby.com/bigexcel.htm Þar má sjá videoklippu af flugi.
Ýmist er notaður AXI 4120-14 eða Simprop Magic-Drive 50-28 sem er líklega sama og Hacker B50-9L + 6,7:1 gír.
Með Magic-Drive 50-28 er vélin spræk. Klifurhraði 9 m/s og heildarklifur með 12 stk. 3300 mAh rafhlöðum 1800 m. ´Hámarksflugtími í kyrru lofti 50 mín.
Sjá http://www.simprop.de/Seiten/Modellbau/ ... Fragen.htm
Meira hér
http://www.simprop.de
Umsögn á þýsku (pdf skjal)
http://www.vth.de/archiv/texte/fmt2005_02_026.pdf
... Flugbild und Steuerverhalten sind von Harmonie
geprägt und so präsentiert
sich die Flugvorführung für den
Betrachter und den Piloten wie eine
angenehme „Sinfonie der Lüfte“.
Re: Big Excel Hotliner
Hvernig gengur smíðin / samsetningin?
Einhverjar myndir?
mbk
Tóti
Einhverjar myndir?
mbk
Tóti
Re: Big Excel Hotliner
Er komin með mótor, Hacker B50 9L + 6,7:1 gír, sem er sami mótor og Simprop Magic-Drive 50-28.
Spaði er 18,5"x12".
Túrbó spinner með loftinntaki fyrir mótor.
Hraðastýring er Jeti Advance 70 Opto Plus.
Er að bíða eftir servóum, þannig að þeta fer að koma.
Umsögn í þýsku blaði:
http://www.vth.de/archiv/texte/fmt2005_02_026.pdf
Úr upplýsingum frá Simprop í katalog:
Motor; Magic-Drive 50-28, sem er sama og Hacker B50 9L með gír
Gír; 6,7:1
Loftskrúfa; CAM-Carbon 18,5" x 12"
Spinner; Turbo Ø45 / Ø6
Rafhlaða fyrir mótor; 12 sellur NiMh 3300 mAh (LiPo er draumurinn )
Rafhlaða fyrir móttakara / servó; t.d. 4 sellur 1000 mA
Flugþungi; 2.900 g til 3.500 g eftir mótor/rafhlöðustærð.
Klifurhraði; (miðað við að mótor sé búinn að nota 33% hleðslunnar) 9,2 m/s, Straumur 47 A. (Trúi þessu 9,2 m/s rétt mátulega )
Heildargangtími mótors; 3,6 min
Heildarklifur; 1850m
Flugtími í kyrru lofti; 50 min
http://www.simprop.de/Seiten/Modellbau/ ... celARF.htm
---
P.S:
Var að klára að mála skrokkinn á Santisch Ultra-Hots eftir lagfæringar og breytingar. Var búinn að lagfæra vænginn og klæða. Upphaflega smíðað um 1990 og var fyrstu árin með Zenoah G38 en síðar með G62.
Spaði er 18,5"x12".
Túrbó spinner með loftinntaki fyrir mótor.
Hraðastýring er Jeti Advance 70 Opto Plus.
Er að bíða eftir servóum, þannig að þeta fer að koma.
Umsögn í þýsku blaði:
http://www.vth.de/archiv/texte/fmt2005_02_026.pdf
Úr upplýsingum frá Simprop í katalog:
Motor; Magic-Drive 50-28, sem er sama og Hacker B50 9L með gír
Gír; 6,7:1
Loftskrúfa; CAM-Carbon 18,5" x 12"
Spinner; Turbo Ø45 / Ø6
Rafhlaða fyrir mótor; 12 sellur NiMh 3300 mAh (LiPo er draumurinn )
Rafhlaða fyrir móttakara / servó; t.d. 4 sellur 1000 mA
Flugþungi; 2.900 g til 3.500 g eftir mótor/rafhlöðustærð.
Klifurhraði; (miðað við að mótor sé búinn að nota 33% hleðslunnar) 9,2 m/s, Straumur 47 A. (Trúi þessu 9,2 m/s rétt mátulega )
Heildargangtími mótors; 3,6 min
Heildarklifur; 1850m
Flugtími í kyrru lofti; 50 min
http://www.simprop.de/Seiten/Modellbau/ ... celARF.htm
---
P.S:
Var að klára að mála skrokkinn á Santisch Ultra-Hots eftir lagfæringar og breytingar. Var búinn að lagfæra vænginn og klæða. Upphaflega smíðað um 1990 og var fyrstu árin með Zenoah G38 en síðar með G62.
Re: Big Excel Hotliner
Hér má sjá mótorinn með gírkassanum og 18,5" x 12" spaðanum
Spaðinn er gríðarstór, eins og á stórum bensínmótor. Skýringin er gírkassinn á mótornum. Spaðinn snýst um 4000 RPM, en mótorinn 6,7 sinnum hraðar, eða yfir 26000 RPM. Þannig næst góð nýtni, bæði í loftskrúfu og mótor.
Græni hluturinn er Wattmælir sem mælir spennu, straum, wött, wattstundir, o.fl. Hann er bara notaður á jörðu niðri.
Viðtækið er auðvitað Futaba 8-rása PCM
Rafhlaðan verður LiPo 14,8V 3700mAh frá FlightPower.
Á myndina vantar líka Ultimate-BEC sem aflfæðir servóin sem eru sex og viðtækið.
Spaðinn er gríðarstór, eins og á stórum bensínmótor. Skýringin er gírkassinn á mótornum. Spaðinn snýst um 4000 RPM, en mótorinn 6,7 sinnum hraðar, eða yfir 26000 RPM. Þannig næst góð nýtni, bæði í loftskrúfu og mótor.
Græni hluturinn er Wattmælir sem mælir spennu, straum, wött, wattstundir, o.fl. Hann er bara notaður á jörðu niðri.
Viðtækið er auðvitað Futaba 8-rása PCM
Rafhlaðan verður LiPo 14,8V 3700mAh frá FlightPower.
Á myndina vantar líka Ultimate-BEC sem aflfæðir servóin sem eru sex og viðtækið.
Re: Big Excel Hotliner
Hér er útprentun úr MotoCalc með samanburði á tveim mótorum í Big Excel. Mótorarnir eru AXI 4120/14 og Hacker B50 9L + 6,7:1
Loftskrúfa á Axi er 17x10, en 18,5x12 á Hacker. Rafhlöður eru með 10 sellum.
Takið eftir hvað nýtnin er betri hjá Hacker með gírkassa. Nánast sama afl frá rafhlöðu (sami straumur) hjá báðum mótorunum, en verulegur munur á afli út.
http://www.agust.net/pdf/axi-hacker.pdf
Loftskrúfa á Axi er 17x10, en 18,5x12 á Hacker. Rafhlöður eru með 10 sellum.
Takið eftir hvað nýtnin er betri hjá Hacker með gírkassa. Nánast sama afl frá rafhlöðu (sami straumur) hjá báðum mótorunum, en verulegur munur á afli út.
http://www.agust.net/pdf/axi-hacker.pdf
Re: Big Excel Hotliner
Ég er kominn vel á veg með að setja gripinn saman. Nú er lítið annað eftir en að setja fjögur servó í vænginn og tvö í skrokkinn. Þau eru af gerðinni CS-12MG. Þessu fylgir smá rafvirkjavinna þar sem ég ætla að nota tengla milli vængrótar og skrokks. Gert er ráð fyrir sérstökum 4-pinna tenglum fyrir þessi not og grópir fyrir hendi bæði í væng og skrokk.
Það hefur komið skemmtilega á óvart hve vandað þetta módel er. Vængurinn er hrein listasmíð og líklega formaður undir hita og þrýstingi í pressu. Skrokkurinn er úr trefjagleri styrktur að innan með koltrefjum. Allir hlutir smella saman eins og flís í rass. Ekki hægt að kvarta yfir neinu enn sem komið er.
Þar sem ég keypti módelið frá Þýskalandi, þá eru allar leiðbeiningar eingöngu á þýsku, enda módelið Þýskt. Óneitanlega væri maður fljótari að lesa enska þýðingu. Þar sem módelið er t.d. selt hjá Hobby-Lobby í USA og J Perkins í UK hlýtur að vera til ensk útgáfa...
Það hefur komið skemmtilega á óvart hve vandað þetta módel er. Vængurinn er hrein listasmíð og líklega formaður undir hita og þrýstingi í pressu. Skrokkurinn er úr trefjagleri styrktur að innan með koltrefjum. Allir hlutir smella saman eins og flís í rass. Ekki hægt að kvarta yfir neinu enn sem komið er.
Þar sem ég keypti módelið frá Þýskalandi, þá eru allar leiðbeiningar eingöngu á þýsku, enda módelið Þýskt. Óneitanlega væri maður fljótari að lesa enska þýðingu. Þar sem módelið er t.d. selt hjá Hobby-Lobby í USA og J Perkins í UK hlýtur að vera til ensk útgáfa...
Re: Big Excel Hotliner
hvað má áætla að þessi pakki sé búinn að kosta hjá þér?
mbk
Tóti
mbk
Tóti
Re: Big Excel Hotliner
Þetta er alveg hræðileg spurning! Eiginlega ætti ég ekki að reyna að svara henni!
Ég hef keypt efnið smám saman. Nota dýrari gerðina af mótor (Hacker í stað Axi). Átti fyrir móttakara. Heildarverðið? Líklega ekki fjarri hundrað kílóköllum.
Ég hef keypt efnið smám saman. Nota dýrari gerðina af mótor (Hacker í stað Axi). Átti fyrir móttakara. Heildarverðið? Líklega ekki fjarri hundrað kílóköllum.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Big Excel Hotliner
Það er eins og Biggi (Ívars) segir: "Maður notar ekki nema eðalgræjur í svona fína vél..."
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken