Síða 2 af 31

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 22. Feb. 2009 21:27:28
eftir Gaui
Hér er nýjasta hugmyndin hjá okkur:

Mynd

Það er að við veljum hver sína vél frá Jagdstaffel 6 (Jasta 6) í lok stríðsins. Hér fyrir ofan eru fjögur dæmi um Jasta 6 vélar. Þær eru allar Fokker E V 157/18.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 22. Feb. 2009 21:34:27
eftir Gaui
Hér eru tvö önnur dæmi. Þessar eru ekki með túlipanamynstur á vélarhlífinni -- sem er galli.

Mynd

Mynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 1. Mar. 2009 17:12:24
eftir Gaui K
Við límum rifin saman með spray-lími, og notum sama lím til að festa ljósritið ofan á.

hvar kemst maður í svona lím ?
kv,Gaui K

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 2. Mar. 2009 21:04:10
eftir Gaui
Í Pennanum! Þetta er notað til að líma pappír / ljósmyndir o.s.frv. Virkar fínt á balsann -- en má ekki vera saman of lengi, þá festist hann alveg (gettu hvernig ég veit það).

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 6. Mar. 2009 00:28:43
eftir jons
Enn er haldið áfram. Hérna sést hvernig hliðarnar tvær hafa verið settar saman. Þetta er gert með því að breiða úr teikningunni, setja langböndin í neðri hliðinni á teikninguna og negla þau föst með prjónum, klippa svo prjónana og klára að negla þá alveg niður slétt við timbur. Þannig haldast þau rígföst og hægt er að líma lóðréttu böndin á milli án nokkurrar hættu á að langböndin renni til.

Þegar fyrri hliðin er tilbúin er svo hægt að setja efri hliðina saman ofan á þeirri neðri. Krossviðurinn fremst í vélinni er festur á svipaðan hátt; hann er negldur við borðið, klippt er ofan af nöglunum og stubbarnir negldir alveg niður, slétt við krossviðinn. Þannig er hægt að negla efra stykkið ofan á hið neðra þegar efri hliðin er sett saman.

Mynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 7. Mar. 2009 15:38:09
eftir Árni H
Hérna eru nokkrar myndir af Fokkersmíðinni - þær voru reyndar teknar á undan myndunum í póstinum á undan en það gerir ekkert til.

Mynd
Nefjum stungið saman yfir smíðinni
Mynd
Byrjað á hliðinni

Mynd
Allt að smella saman! Grunnurinn að skrokknum virðist nokkuð fljótsmíðaður.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 8. Mar. 2009 23:04:42
eftir Gaui
Hérna eru fleiri myndir af Fokkernum. Það var lítið mál að losa efri hliðina af, enda var hún bara næld niður með nokkrum títuprjónum. Mummi Hendrix tók smá rispu þegar hliðin losnaði.

Mynd

Hin hliðin var negld niður með afsöguðum títuprjónum, svo það þurfti að nota sporjárn til að losa hana upp:

Mynd

Þá er komið að því að setja hliðarnar saman. Mummi byrjaði á því að setja niður nokkur þverbönd þar sem hliðarnar eru samsíða. Þegar poxið er hart fer hin hliðin ofan á.

Mynd

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 9. Mar. 2009 09:39:27
eftir jons
Svakalega er ég alvarlegur við límingarnar. Er ég alltaf svona? :)

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 9. Mar. 2009 10:46:05
eftir Sverrir
Ég hef aldrei séð þig svona ;)

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 10. Mar. 2009 12:13:02
eftir Árni H
Tja - þú límir a.m.k. betur en þú spilar á gítar... ;)