Volvó breytt í flugvél !

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Agust »

Sælir

Þega ég kom heim úr vinnunni beið mín fréttablað LMA. Ritsjóri er Steve nokkur Holland. Eins og allir vita, þá stendur LMA fyrir Large Model Association. LMA stendur m.a fyrir fjölmörgum glæsilegum flugsýningum, m.a í Cosford.

Blaðið kemur út á um tveggja mánaða fresti, og er nú 46 blaðsíður í A5 broti. Þar eru fjölmargar greinar og litmyndir af flugvélum.

Ein greinanna vakti athygli mína. Forfallinn módelmaður fínkemdi bílapartasölur þar til hann fann eldgamlan Volvó. Hvað ætlaði hann að gera við hræið, jú breyta því í flugmódel!

Í þessari myndskreyttu grein er því lýst hvernig staðið var að verki. Greinin er alllöng, þannig að ég nenni ekki að endursegja hana, enda ekki hægt í stuttu máli. Módelsmiðurinn, sem er LMA dómari, er skilst mér kallaður Gauji. Hvernig ætli það sé borið fram á ensku? Prófið! [Gádjí] ?

Jæja, í greininni kemur fram að Volvóinn, sem nú er orðinn að flugmódeli, hafi fundist á partasölu á Íslandi. Hvernig í ósköpunum má það vera? Jú, sá sem smíðaði flugmódelið úr Volvónum og skrifaði 3ja síðna myndskreytta grein í hið víðlesna tímarit LMA er enginn annar en þessi flugmódelfíkill.

Reyndar var Vólvoinn aðeins notaður í hjólastellið, en ef hugmyndaflugið er í lagi, þá leynist örugglega sitthvað nýtilegt á partasölum.

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Sverrir »

Var einmitt að klára að renna yfir fréttablaðið og hápunkturinn var óneitanlega Volvo sagan :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Árni H »

Mjög skemmtilegt! Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera viðstaddur leitina góðu að Volvo af réttri árgerð. Ógleymanlegur dagur... :D
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Sverrir »

Já hann nefndi einmitt í greininni að hann hefði platað félaga sína, þá Árna og Guðmund(ef ég man rétt) þannig að þið eruð orðnir frægari í hinum alþjóðlega módelheimi. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Heyrðu.... Volvo hvað? Hvernig væri að segja okkur hinum aðeins undan og ofan af þessu?
Hvar fæst þetta blað?
Ef einhver mundi nú hrasa og issa blaðið alveg óvart ofaná skannerinn hjá sér og reka sig í takkann, alveg óvart meina ég...þá getur hann losað sig við fælinn með því að senda mér hann ;)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Sverrir »

Þetta blað fá menn á meðan að þeir eru félagsmenn LMA. Sumir eru stundum óttalegir klaufar í kringum skannann, hver veit nema þú verðir heppinn. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Agust »

Þetta blað fær enginn nema hann sé félagi í hini virðulega LMA!

Blaðið fæst ekki einu sinni keypt. Ég geymi blaðið ofan á skannanum, en vona að ég hafi ekki gleymt að slökkva á honum áður en ég fór í vinnuna. Svo er aldrei að vita nema að Windows XP hafi skynjað einhverja hreyfingu við skannann (fiðrildi, en það er víst mikið af þeim um þessar mundir) og sett hann í gang. Ég þarf að kanna málið og hreinsa fælinn úr tölvunni, ef svo er.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Sverrir »

Úfff, stórhættulegt þetta Windows XP...
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Ingþór »

mér leiðist, á einhver góða grein fyrir mig að lesa?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Volvó breytt í flugvél !

Póstur eftir Agust »

Það var sem mig grunaði. Þegar ég kom heim sat stórt fiðrildi á skannanum. Líklega sjálf Madame Butterfly. Ætli hún hafi veriða eitthvað að bralla? Ég finn ekki neitt, en þið getið hjálpað mér að leita með því að smella hér.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara