Aerokotið hans Steve

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Aerokotið hans Steve

Póstur eftir Gaui »

Félagar

Ég rakst á þessa mynd af Aerokot vélinni hans Steve í dag. Módelið er 65% af Kotinu hans Húna og það er DA 150 mótor í henni.

Mynd
Stór!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Aerokotið hans Steve

Póstur eftir Sverrir »

Módelið lítur virkilega vel út og verður gaman að sjá það næsta sumar. Vélin er klædd með Solarfilm.
Hugmyndin að því að smíða þessa vél kviknaði sumarið 2003 þegar Steve var í heimsókn hér á landi eins og frægt er orðið.
Ef menn skyldu vera í e-m vafa um stærðina þá er hérna mynd af mælaborðinu í vélinni og smiðurinn til samanburðar.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aerokotið hans Steve

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég get ekki beðið að sjá Hún Snædal í skala 1/eitthvað.

Getur einhver hjálpað mér að finna síðurnar hans Holland.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Aerokotið hans Steve

Póstur eftir Agust »

Jæja strákar ...

Þetta er fyrsti pósturinn sem sendur er á fréttavefinn frá módelflugvellinum nærri Geysi.

Myndin af herra Holland minnir mig á það þegar undiritaður sat í hjólhýsinu hjá þessum frægasta módelflugmanni heims s.l. sumar ásamt hinum ágæta ritstjóra okkar. Undirritaður, sem er alræmdur fiktari, reyndi auðvitað við frú Holland í hjólhýsinu....

Hvernig stóð á því? Þegar ég var kornungur las ég bók sem hét aðeins "Dáleiðsla". Þá var ég enn í barnaskóla, en forvitnin lét mig ekki í friði. Þegar ég frétti að Sharon væri atvinnudávaldur gat ég ekki látið tækifæriið falla mér úr greipum og bað fagmanninn um að dáleiða mig á staðnum! Auðvitað. Ekkert múður. Ritstjórinn sór þess eið að segja ekki frá því sem fór fram að áliðnu kvöldi í hjólhýsinu, þar sem það var statt á herflugvellinum í Cosford.

Hókus pókus, kíla rókus. ......


Annað hvort var undirritaður ekki tibúinn að láta sefjast, eða að meðfædd efahyggja hafi ráðið, eða að mórtordrunur frá módelflugvellinum trufluðu hugarstraumana, eða ...., en hvað sem það var, þá var forvitni stráksins sem las bókina um dáleiðslu árið 1955 ekki svalað.

Þess máþó geta, að dávaldinum hefur þó tekist að sefja hug undirritaðs í mörg ár á annan hátt, enda er dávaldurinn http://www.sharonstiles.co.uk/ með allra bestu ljósmyndurum, og er með eigin ljósmyndavefsíðu um Ísland hér http://www.sharonstiles-photography.co. ... /index.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Aerokotið hans Steve

Póstur eftir Sverrir »

Gaman að sjá að menn eru orðnir vel tengdir.
Það er rétt að ég sór þagnareið um það sem gerðist í hjólhýsinu en það er synd og skömm þar sem sumar myndirnar eru ansi skrautlegar...
Ég get þó staðfest að það var engin nettenging í hjólhýsinu ;)

Ég veit ekki til þess að Steve sé með neina vefsíðu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aerokotið hans Steve

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote]Ég veit ekki til þess að Steve sé með neina vefsíðu.[/quote]
Það skýrir auðvitað hvers vegna ég finn hana ekki :) Gerði einhvern vegin ráð fyrir að Gaui hafi náð í myndirnar á vefsíðu meistarans... hlýtur þá að vera á LMA vef einhvers staðar.
Forvitnin er auðvitað að drepa mann.

Hvað um það. Sharon þessi virðist hinn fjölhæfasta frú. Fróðlegar síðurnar hennar um dá-meðferð.
Sharon getur með aðferðum sínum hjálpað til að vinna bug á ýmsu svo sem svefnleysi, streitu, flughræðslu og naglanagi en það sem mér finnst áhugaverðast er að hún getur hjálpað fólki að bæta Golf-sveifluna ...? Nú veit ég hvers vegna Steve er svona frábær módelflugmaður ;)
Tær snilld. Við fáum Sharon hingað næsta sumar... við þurfum allir að bæta lendingarnar og fleira. Steve getur auðvitað fylgt með til skemmtunar ;)
Einhver magnaðasta upplifun í mínu námi var þegar Jakob sálugi geðlæknir sýndi okkur dáleiðslu. Þetta var eitthvað svo sáraeinfalt hjá kallinum. Hann lét allan hópinn rétta upp hendurnar og halda þeim á lofti um stund. Þar með sá hann hverjir væru dá-gjarnir. Ég var víst ekki einn af þeim.
Svo tók hann heppileg fórnarlömb upp og lék sér að því að stjórna þeim. Aðferðin til að koma þeim í trans var þannig að hann lét þau setjast, tók gulan blýant úr vasanum, hélt honum fyrir ofan enni fórnarlambsins og lét það horfa á blýantinn, hvíslaði einhverju í eyrað og búms... viðkomandi var viljalaust verkfæri hans á nó-tæm.
Jakob gamli sagði að mikilvægast væri að muna að slökkva á áhrifunum. Ertu viss um að Sharon hafi munað eftir að taka til og loka á eftir sér hjá þér Ágúst??? :D

Gleðilegan sunnudag
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Aerokotið hans Steve

Póstur eftir Sverrir »

Myndin hans Gaua er fengin að láni af spjallinu á www.rcscalebuilder.com og var sú eina af vélinni.

Við vorum einmitt að ræða það að halda sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir módelflugmenn þegar ég var úti
þannig að þið drífið ykkur bara í að skrá ykkur og verðið svo betri menn ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara