Protech Skystar trainer

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Protech Skystar trainer

Póstur eftir Þórir T »

Þegar veðrið er ekki heppilegt fyrir útiveru og flug, þá er upplagt að dunda í skúrnum. Tókum okkur til í gærkvöldi og héldum áfram með Skystar trainer sem Aron Karl sonur minn er búinn að eiga í nokkur ár ókláraðan.
Minniháttar frágangsvinna var eftir, ss servo og stýrivírar og annað smálegt sem kom í ljós.
Vorum að frameftir í gær og tókum svo til óspilltra málanna í morgunsárið og kláruðum græjuna hans.
Þetta er semsagt Skystar trainer og nýr 46 Thundertiger mótor.
Það er lítið um samsetninguna á þessu að segja nema að ég held ég hafi aldrei lent í leiðinlegri klæðningu á neinu módeli. Hún var orðin aðeins óslétt af geymslu en vill ekki strekkjast aftur með nokkru móti. Mótorinn hins vegar datt í gang og malaði sem mús á vordegi. Eiginlega full viljugur..
Bíður núna eftir fyrsta flugi um leið og færi gefst. Nokkrar myndir fylgja með.

Mynd

Mynd

Mynd

Næst er að græja strenginn og þá er allt reddí..

með kv

Tóti og Aron Karl
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Protech Skystar trainer

Póstur eftir Gaui K »

Flottir !
það verður gaman að hitta ykkur feðgana á vellinum í sumar .
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Protech Skystar trainer

Póstur eftir Þórir T »

Já við verðum amk á einhverjum velli :D
Passamynd
Fridrik
Póstar: 119
Skráður: 25. Okt. 2007 21:10:28

Re: Protech Skystar trainer

Póstur eftir Fridrik »

Með tjaldvagninn ;)
Svara