Síða 1 af 1

Re: Tiltekt og raus

Póstað: 17. Nóv. 2005 22:47:54
eftir Sverrir
Er að fara í gegnum eldri þræði og færa þá sem varða rafmagnsmál yfir í þann flokk
þannig að þið látið ykkur ekki bregða þó smá fjölgun verði þeim megin.

Geri svo ráð fyrir að fara betur í gegnum þetta fljótlega og hver veit kannski er uppfærsla
væntanleg fyrr en síðar en þið heyrðuð það ekki frá mér :rolleyes:

Voðalega eru menn annars búnir að vera þögulir í þessari viku, fóru allir í frí eða hvað ;)
Ég þykist vera að læra undir próf en hver er ykkar afsökun :cool:

Re: Tiltekt og raus

Póstað: 18. Nóv. 2005 08:22:43
eftir Þórir T
sælir

"Voðalega eru menn annars búnir að vera þögulir í þessari viku, fóru allir í frí eða hvað"
Var einmitt að velta þessu fyrir mér, var farinn að halda að tölvan mín væir komin í lið með frúnni í þessum efnum og
væri að reyna að deyfa einhvað áhugann á þessu... :-)
Er það ekki bara þannig að veðrið og vinnan eru í samstarfi? kallað v&v heilkennið....

mbk
Tóti

Re: Tiltekt og raus

Póstað: 18. Nóv. 2005 10:05:23
eftir Sverrir
Hélt að mesti tíminn fyrir hobbýpælingar væri einmitt í vinnunni :D
En svo afsannaðist það fljótlega... ;)

Annars er Tilvitnunarhlekkurinn undir hverjum pósti ansi hentugur :)
[quote=Þórir T]Er það ekki bara þannig að veðrið og vinnan eru í samstarfi? kallað v&v heilkennið....[/quote]
Spurning hvort Björn geti bent okkar á sérfræðinga sem geti meðhöndlað þetta heilkenni
og jafnvel gefið út vottorð sem auðveldi baráttuna við það...

Re: Tiltekt og raus

Póstað: 18. Nóv. 2005 13:22:27
eftir Björn G Leifsson
V&V??? Vinna & Veður... spurning hvort Verk & Vindeyðandi verki á slíkt.

Alveg sammála vinnan er alvarlegt vandamál fyrir flugmódelfíkla. Ég hef lengi velt fyrir mér hvort ég eigi að sækja um að fara á eftirl aun út á það að vera genginn í barndóm. Ekkert mál að sanna það. Bara sýna þeim leikföngin mín ;)

Verð að fara og taka úldinn botnlanga....