Re: Bilaðar LiPo rafhlöður hrökkva í lag :-)
Póstað: 25. Maí. 2009 15:56:43
Þegar ég ætlaði að nota LiPo 4s3700 rafhlöðurnar fyrir nokkrum dögum lenti ég í því að tvær þeirra virtust bilaðar.
Þetta lýsti sér þannig að þær héldu ekki spennu við álag. Þegar inngjöfin var komin í um 50%, sem jafngildir um 20A straum sló hraðastýringin af. Ég sá að spennan hrapaði niður úr öllu valdi.
Fyrst hélt ég að rafhlöðurnar tvær væru óhlaðnar. Ég tengdi þær við hleðslutækið sem sagði þær vera fullar. Þá datt mér ekki annað í hug en að þær væru ónýtar.
Ég tengdi þó volt + ampermæli við þær og tæmdi þær í módelinu. Ég gat auðvitað ekki gefið meira inn en um 50% án þess að hraðastýringin gripi inn og slökkti á mótornum. Ég hélt áfram að afhlaða, en viti menn. Eftir um 1 mínútu fór ég að geta stillt á 100% "bensíngjöf" og ampermælirinn sýndi 39A !
Ég tæmdi nú rafhlöðuna alveg með mótornum þar til hraðastýringin greip inn og slökkti á mótornum þegar rafhlaðan var tóm. Líklega um 3 volt per sellu. Ég gætti þess að gera þetta rólega til að ofhita ekki mótorinn og rafhlöðuna.
Síðan hlóð ég batteríið aftur með LiPo hleðslutækinu á venjulegan hátt og batteríið virtist í góðu lagi. Flaug síðan tvö flug. Mikið var ég feginn því svona LiPo eru rándýr.
Ekki vissi ég að LiPo rafhlöður gætu hagað sér svona. Líklega hef ég ekki notað þessar tvær síðan í fyrra, en ég geymdi þær fullhlaðnar.
Wattmælirinn minn:
http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXLMV0&P=1
Þetta lýsti sér þannig að þær héldu ekki spennu við álag. Þegar inngjöfin var komin í um 50%, sem jafngildir um 20A straum sló hraðastýringin af. Ég sá að spennan hrapaði niður úr öllu valdi.
Fyrst hélt ég að rafhlöðurnar tvær væru óhlaðnar. Ég tengdi þær við hleðslutækið sem sagði þær vera fullar. Þá datt mér ekki annað í hug en að þær væru ónýtar.
Ég tengdi þó volt + ampermæli við þær og tæmdi þær í módelinu. Ég gat auðvitað ekki gefið meira inn en um 50% án þess að hraðastýringin gripi inn og slökkti á mótornum. Ég hélt áfram að afhlaða, en viti menn. Eftir um 1 mínútu fór ég að geta stillt á 100% "bensíngjöf" og ampermælirinn sýndi 39A !
Ég tæmdi nú rafhlöðuna alveg með mótornum þar til hraðastýringin greip inn og slökkti á mótornum þegar rafhlaðan var tóm. Líklega um 3 volt per sellu. Ég gætti þess að gera þetta rólega til að ofhita ekki mótorinn og rafhlöðuna.
Síðan hlóð ég batteríið aftur með LiPo hleðslutækinu á venjulegan hátt og batteríið virtist í góðu lagi. Flaug síðan tvö flug. Mikið var ég feginn því svona LiPo eru rándýr.
Ekki vissi ég að LiPo rafhlöður gætu hagað sér svona. Líklega hef ég ekki notað þessar tvær síðan í fyrra, en ég geymdi þær fullhlaðnar.
Wattmælirinn minn:
http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXLMV0&P=1