Síða 1 af 3

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 16:53:10
eftir kip
Ég er búinn að setja SDSL tengingu í Hyrnu á Melgerðismelum þannig að þegar þið komið á næstu flugkomu er ekki úr vegi að taka ferðavélina með sér. Á staðnum er frítt opið þráðlaust net fyrir notendur Hyrnu sem eru Svif- og vélflugfélag Akureyrar ásamt FMFA.

Einnig hef ég sett upp þráðlausa vefmyndavél í norðurgluggann á Hyrnu svo hægt sé að fylgjast með hvort einhverjir séu mættir á Melana að fljúga. Myndavélin er hér: http://flugmodel.is/myndavel/

Einnig er ný veðurstöð frá UK komin heim og bíður þess að undirritaður og Gummi hafi tíma til að setja hana upp, en hún verður aðgengileg af Internetinu einnig og mun það etv. fækka fýluferðum mínum inn á Mela. Það er nefnilega þannig að stundum er logn á sól Akureyri en rok og rigning inn á Melum.

Húsið er vaktað 24/7 af sérþjálfuðum Internettengdum fiskiflugum þannig að ég held að þetta verði látið í friði.

Kv, Diddi

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 16:56:19
eftir Sverrir
Glæsilegt, þá ætti nánast að vera hægt að fylgjast með í beinni hér á vefnum. :)

Ég er samt ekki að skilja villuskilaboðin. :/
Mynd

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 18:00:47
eftir Ólafur
Þessi síða virkar einungis sem skildi í vafranum Internet Explorer.

Til baka á www.flugmodel.is



Fæ þessi skilaboð lika?????

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 18:08:13
eftir Ingþór
villa hjá mér líka, en ég er að vísu að nota lynx ;)

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 18:19:57
eftir Valgeir
sama hér :/

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 21:52:30
eftir einarak
Hugmyndin var allavega góð :lol:

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 22:33:11
eftir Páll Ágúst
ég er í windos og er í explorer en ekkert virkar hjá mér?

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 23:15:15
eftir benedikt
spurning að prófa þennan tengil:
http://myndavel.kip.is:8080/

soldið fúlt að það þarf að installa activeX component sem virkar bara með IE 5.5+

veit ekki hvort það gerist ef javascript dæmið á þessari síðu virkar..


...ah já.. þegar þú ert búinn að installa ActiveX objectinu, þá virkar þetta.

svo það þarf helst að sækja hann fyrst.. þá annahvort af linksys síðunni, eða bara á linkinn fyrir ofan, og velja show video.. og accepta allt ;P

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 23:30:56
eftir Björn G Leifsson
Hehe... Kiddi ætlar bara að halda okkur heiðingjunum frá en virðist aðeins hafa feilkóðað þetta. Spennandi að sjá hvernig Safari bregst við.

Re: Internettenging og vefmyndavél á Melgerðismelum

Póstað: 26. Maí. 2009 23:31:57
eftir Björn G Leifsson
[quote=benedikt]spurning að prófa þennan tengil:
http://myndavel.kip.is:8080/

soldið fúlt að það þarf að installa activeX component sem virkar bara með IE 5.5+

veit ekki hvort það gerist ef javascript dæmið á þessari síðu virkar..


...ah já.. þegar þú ert búinn að installa ActiveX objectinu, þá virkar þetta.

svo það þarf helst að sækja hann fyrst.. þá annahvort af linksys síðunni, eða bara á linkinn fyrir ofan, og velja show video.. og accepta allt ;P[/quote]
Finn ekki þýðingarstillingu fyrir þetta á Babelfish??