Reykjavíkurflugvöllur.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reykjavíkurflugvöllur.

Póstur eftir Agust »

Sælir

Í Kastljósi í kvöld var rætt um 14 mismunandi flugvallarstæði í nágrenni Reykjavíkur, ef ég man rétt. Arngrímur var í Kastljósi í gær og rökstuddi sitt sjónarmið.

Látið nú ljós ykkar skína: Hvar á framtíðar innanlands-flugvöllur landsmanna að vera?


Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Reykjavíkurflugvöllur.

Póstur eftir Ingþór »

ég held að það sé fátt annað sem kemur til greina á íslandi annað en að hafa völl í vatnsmýrinni, samgöngukerfið okkar bíður ekki uppá að flytja hann útfyrir höfuðborgina og ég held að það sé ekki neinn raunhæfur staður nógu nálægt kjarnanum.

að sjálfsögðu er ekki hægt að fórna öryggi sjúkraflugs og því verður hiklaust fórnað í kapítalístísku kerfi okkar ef ætlunin er að fljúga með alla sjúklinga í mjög kostnaðarsömu þyrluflugi á nýtt hátæknisjúkrahús, nema það eigi að byggja annað eins í keflavík

það væri þó spennandi að sjá tölur yfir hversu oft, árlega, sem það er ómögulegt að nota austur/vesturbrautina og íhuga í kjölfarið að loka norður/suður brautinni og oppna þannig fyrir byggingarland í vatnsmýrinni.

hver er þín afstaða til þessa máls ágúst? mig grunar að þú lyggir á einhverjum vísdómi og ígrunduðum skoðunnum um þetta mál sem önnur
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10797
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Reykjavíkurflugvöllur.

Póstur eftir Sverrir »

Hér er tengill á þennan þátt(6.12), tengillinn er virkur næstu 2 vikurnar.
Og hér er þátturinn sem var í gær(7.12) en þar var einnig komið inn á flugvallarmálið og skoðuð hugsanleg vallarstæði

Á eftir að líta á þættina en það er í mörg horn að líta.

Nú á að fara að eyða mörgum milljónum ef ekki bara milljörðum í „hátæknisjúkrahús“ (Björn þyrfti að útskýra fyrir okkur munin á lág- og hátækni sjúkrahúsum),
er bráðnauðsynlegt að byggja það á þeim stað sem er verið að íhuga núna?
Mætti t.d. flytja innanlandsflugið suður með sjó og styrkja í staðinn og byggja upp þá sjúkraaðstöðu sem er þar?
Ef völlurinn væri fluttur e-ð annað, man nú ekki hvað öll þessi flugvallarstæði sem rætt hefur verið um heita, mætti þá byggja upp nýtt hátæknisjúkrahús nær þeim stað?

Sem einkaflugmanni þá vil ég náttúrulega ekki missa flugvöllinn þaðan sem hann er, það er engin vilji til að hafa einkaflug á Keflavíkurflugvelli eins og við komumst að á sínum tíma þegar við vorum að athuga með byggingu skýlis þar og framtíðarplön. Spurning hvort það myndi breytast ef innanlandsflugið færi suður en það myndi náttúrulega engin af einkaflugmönnum höfuðborgarsvæðisins geta lifað við það að hafa vélarnar sínar þar, hvað þá að ferðast þessa löngu leið, þannig að við þyrftum einhverja aðstöðu „nær“ borginni fyrir þá.

Varðandi þyrluflug af Keflavíkurflugvelli og í bæinn þá er spurning hversu oft þær aðstæður skapast að það sé orðið spurning um líf og dauða ef að ferðin af flugvellinum tekur 10-15 mín í staðinn fyrir 5 mín (hrein ágiskun á tíma). Nú þekki ég akkúrat ekki neitt inn á sjúkraflugið né hvernig sjúklingar eru sendir í það og í hvaða ástandi þeir eru. Annars er engin kostnaður of hár þegar mannslíf er í húfi, eða hvað!?

Annars veit ég hvar ég mun lenda á minni Citation eftir 20 ár ;)
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Reykjavíkurflugvöllur.

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég var að klára hátækniaðgerð á hátæknisjúkrahúsi landsins.
Þetta er bara pólítískt raus í mönnum sem ekki eru í þeim stöðum sem þeir eru í núna vegna þess að þeir hafi vit á þessu.
Staðsetningin er líka út í hött að mínu mati en þeir sem ráða halda að það verði að vera útsýni af sjúkrastofunum út yfir háskólalóðina til þess að þetta geti kallast háskólasjúkrahús.
Það er talað fjálglega um sameiningu sjúkrahúsanna en LSH er dreift um allan bæ og við erum stöðugt í vanda vegna þess að bráðaþjónusta er á fleiri stöðum.

Frá (ímynduðu) verðgildi þessa landsvæðis verður að draga lóðina sem HR var gefin og svo kostnaðinn við að færa þá starfsemi (flugvöllinn) sem þar er. Ef þannig væri litið á þá mundi dæmið ekki vera svo fallegt.
Mér líst ekkert illa á hugmyndina um flugbraut út í Skerjafjörðínn eins og Arngrímur lét teikna.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Reykjavíkurflugvöllur.

Póstur eftir Agust »

Ég las um daginn grein eftir lækni sem sagði það miklu skynsamlegra að byggja sjúkrahús lóðrétt, en ekki lárétt eins og fyrirhugað er við Hringbrautina. Þá yrðu allar samgöngur innan byggingarinnar miklu auðveldari, þar sem nota mætti lyftur til að komast á milli deilda. Auk þess þarf þannig bygging miklu minna landrými.... Jæja, ég gleymdi mér aðeins...

Hvar eru þessir 14 punktar sem sýndir voru á kortinu í Kastljósinu?
Kom ekki fram að einn þeirra væri "áugamanna flugvöllur í Mosfellsbæ"? Tungubakkar? Ég held að mér hafi ekki misheyrst.
Voru ekki einnig punktar rétt utan við Hafnarfjörð? Varla Hamranes?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Svara