Frændur vorir í Danmörku tóku sig til og smíðuðu King Air með túrbóproppum og var frumflugið á honum í dag. Fróðir menn telja þetta jafnvel fyrsta tveggja hreyfla módel túrbóproppinn.
Flottir með Grænlandsflug og allt -- ætli sé einhver hætta á að missa mótor?
Hvað ætli græjan hafi kostað?
Re: 08.06.2009 - Danskur túrbóprop
Póstað: 8. Jún. 2009 10:02:17
eftir Sverrir
Þetta er allt heimasmíðað, mótorarnir, dekkinn, hjólastellinn og vélin svo það er ekkert víst að kostnaðurinn hafi verið stjarnfræðilegur. En tóku menn eftir því að vélin er með skiptispaða? Eða réttara sagt sjálf fjaðrandi spaða!
Re: 08.06.2009 - Danskur túrbóprop
Póstað: 8. Jún. 2009 11:37:51
eftir Björn G Leifsson
Íðilflott hjá þeim. Þetta eru "dellukallar dauðans" sem gera svona.
Hvaða gagn skyldu sovna sjálffjaðrandi spaðar gera, hjálpar það ef hanntd missir mótor, að skrúfan verki minna bremsandi á dauða hreyflinum???
Ertu með slóð á einhverja frásögn um smíðasöguna og þess háttar?
Annað sem ég tók eftir. Hún virðist ansi afturþung á aðalhjólunum. Einhver skoðun á því?
Re: 08.06.2009 - Danskur túrbóprop
Póstað: 8. Jún. 2009 14:00:55
eftir Gaui
Þetta var fjöðrunin í framhjólastellinu að henda henni upp þegar hann bremsaði
Re: 08.06.2009 - Danskur túrbóprop
Póstað: 8. Jún. 2009 14:28:21
eftir Fridrik
Gæsilegur gripur, væri gaman að vita hvernig þessi propur virkar !!
kv
Friðrik
Re: 08.06.2009 - Danskur túrbóprop
Póstað: 8. Jún. 2009 15:39:18
eftir Sverrir
[quote=Gaui]Þetta var fjöðrunin í framhjólastellinu að henda henni upp þegar hann bremsaði [/quote]
Neibb, þetta var flugmaðurinn á hæðarstýrinu.
[quote=Björn G Leifsson]Ertu með slóð á einhverja frásögn um smíðasöguna og þess háttar?[/quote]
Því miður, þá hefði slóðin fylgt.
Það eru annars komnar nokkrar myndir í viðbót í möppuna.
Re: 08.06.2009 - Danskur túrbóprop
Póstað: 8. Jún. 2009 17:11:03
eftir Björn G Leifsson
Búinn að finna út að smiðurinn heitir Carl Lynnerup og skrifaði grein í Modelflyvenyt 1987 um reynslu sína af smíði módelmótora.
Hér er eina umfjöllunin um þetta snilldarverk og myndirnar sem Sverrir er með virðast úr þessum þræði.
Þessi Lynnerup virðist ekki vera mikið fyrir a aulgýsa afrekin sín, allra síst á netinu. Hann virðist þó alþekktur í þotumódelbransanum þarna í Baunlandi.
Re: 08.06.2009 - Danskur túrbóprop
Póstað: 5. Júl. 2009 11:42:07
eftir Björn G Leifsson
Fór aftur á stúfana til þess að gá hvort eitthvað meira væri hægt að grafa upp um þessa listasmíð. Ekkert nýtt bæst við á vef RC-Unionens sem vitnað er til hér ofar og yfirleitt afskaplega hljótt um þennan töframann sem mun vera hinn mesti snillingur í mótorsmíði.
Þó er ljós í myrkrinu... Stutt viðtal við kallinn er að finna á vef Humleborgarútvarpsins (sem þjónar Fredensborgarkómmúnu á Norður-Sjálandi. HUMLEbæk + FredensBORG = HUMLEBORG). Þeim fannst það víst talsvert afrek að fá lánaðan gripinn til útstillingar á sameiginlegum "upplifunardegi" skotveiðifélagsins, módelflugfélagsins og schæferhundaklúbbsins fyrir tæpum mánuði. Þeir telja þetta vera í eina og síðasta skipti sem slíkt fáist!?
Ég má ekki vera að því að þýða þetta úr dönskunni núna en ef nógu margir biðja mig fallega þá... kannski.
Í pistlinum kemur meðal annars fram að þar sem módelið er um 28 kg þá sé það of þungt og því óleyfilegt að fljúga því í Danmörku, en það hafi þó flogið, í forbuds-Sverige (bann-Svíþjóð) eins og þeim er tamt að kalla nágranna sína.