Síða 1 af 1
Re: Er þette ekta?
Póstað: 13. Des. 2005 23:16:21
eftir Björn G Leifsson
Strákarnir vilja meina að þetta sé tilbúningur,,, ég er eiginlega hlutlaus. Myndin er allavega hrikalega flott... er með hana á skjáborðinu hjá mér þessa dagana.
Hvað segja vitringarnir??
Re: Er þette ekta?
Póstað: 14. Des. 2005 02:22:03
eftir Sverrir
Það er líka til ?fræg? mynd af B1 í svipuðu flugi, fann nú reyndar ekki neina góða mynd svona rétt fyrir svefninn, bara þessa hérna.
Rámar e-ð í að þetta fyrirbrigði eigi að tengjast flughraða í kringum hljóðmúrinn, annars þyrfti útblásturinn að beinast niður í vatnið til að mynda strókinn og svo nb. þá held ég að ég hafi ekki ennþá séð ljósmynd af þessu bara teikningar. Virðist vera kallað rooster tail á útlenskunni. Alla veganna treysti ég mér ekki að svo stöddu til að fullyrða neitt án frekari rannsókna
Annars má skemmta sér við að horfa á Frakkana >
http://www.dumpalink.com/media/11318805 ... ude_flying
Fann reyndar aðra mynd sem mér þótti ansi góð, eins gott að vera ekki upp á dekki þarna!
Re: Er þette ekta?
Póstað: 14. Des. 2005 14:49:19
eftir Ingþór
Myndin sem Björn sendi inn ber með sér öll einkenni vel teknaðar tölvumyndar, þeas. to good to be true, við sjáum forgrunn (öldur) og bakgrunn (stórbrotið skýjafar) og áherslurnar eru vooooooðalega crizp (þeas hvernig hvor mótor um sig gerir greinilegann strók uppúr vatninu og þeir haldast nánast fullkomlega aðskildir uppí 5(?) metra hæð), svo er það líka staðsetning 'ljósmyndarans' sem vekur áhyggjur hjá mér.
Þá finnst mér líklegra að B1 myndin frá Sverri geti verið ruanveruleg ljósmynd, því hún er tekin úr tölvuert meiri fjarlægð, sennilega með aðdráttarlinsu, yfir sléttu vatni, og strókurinn virðist ekki eins kliptur og skorinn.
en hversvegna láta raunveruleikan eyðileggja fyrir sér góða mynd, þessi hér er í miklu uppáhaldi hjá mér þósvo hún innihaldi engar flugvélar (mætti svosem copy/pastea einni í hornið)
Re: Er þette ekta?
Póstað: 14. Des. 2005 14:54:35
eftir Sverrir
Sérð annars undirskrift listamannsins á efstu myndinni
Re: Er þette ekta?
Póstað: 14. Des. 2005 15:08:18
eftir HjorturG
Einmitt það sem ég sagði
Re: Er þette ekta?
Póstað: 14. Des. 2005 15:46:56
eftir Björn G Leifsson
Myndin af Þotunni að þyrla upp vatni finnst mér svo mögnuð að það er eiginlega synd ef hún er tilbúningur, þess vegna vel ég að vera hlutlaus þar til ég veit fyrir víst hvort er. Mér finnst hún ekki ómöguleg, það er ábyggilega hægt að ímynda sér hvernig trukkið aftan úr vélinni "sogar" upp vatnsstróka við einhverjar aðstæður.
Ojæja. Kannski er hún "too good to be true".
En hugsið ykkur hvílíkt stuð það væri að fá að fara eina salíbunu í svona vél... (súkk :/)
Re: Er þette ekta?
Póstað: 14. Des. 2005 16:10:08
eftir Björn G Leifsson
Re: Er þette ekta?
Póstað: 14. Des. 2005 18:26:29
eftir Agust