Betur fór en á horfði hjá Gunna í dag þegar hann var að hlaða Extra. Vélin var út í bílskúr í hleðslu þegar hann heyrir einhver skrýtin hljóð, fer fram að kanna málið og þá er eldur laus í vélinni. Slökkvitæki gripið og sprautað á vélina svo eldurinn breiddist ekki út og tókst þannig að forða frekara tjóni.
MX2 þarna á hægri hönd. :/
Þetta var rafhlaðan sem eldurinn virðist hafa komið upp í.
Fer eftir því hvað tryggingarnar segja... spýturnar eru svo sem minnsta tjónið... ætli klæðning á þetta kosti ekki hátt í 20.000 á nýja verðinu miðað við 5 liti :/
Þetta er rosalegt og enn svakalegra að horfa á MX við hliðina. Ég hleð mín batterý alltaf í Lipo-charging-sack http://hobbycity.com/hobbycity/store/uh ... oduct=4364 eða í steikarpönnu. Nema ég freistast til að hlaða ElCorinn í vélinni þar sem það er dálítið mál að taka það úr, enda þolir AirCore allt ekki satt
Kveðja
Gunni Binni