dúkur til að klæða módel

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: dúkur til að klæða módel

Póstur eftir Gunnarb »

Sælir félagar.

Jæja, nú er þetta búið :-) Tilraun til að hjálpa syninum af stað með flugmódel hefur gjörsýkt sjálfan mig og núna er búið að draga allt hálfsmíðaða draslið mitt síðan hér í den fram og byrjað að skrúfa ... ég á eldgamlan Graupner Piper Cherokiee sem er klæddur með efni sem ég kann ekki að vinna með. Þetta er einhverskonar glerfíber/nælon dúkur sem er þannig ofinn að auðvelt er að móta hann yfir módelið. Þetta er hvítur dúkur, en ég átta mig ekki á með hverju hann er límdur niður. Módelið er hálfsmíðað og búið að klæða vænginn, en dúkurinn er farinn að slakna og hlaupa upp í bólur, en mér tókst að strekkja hann að einhverju leiti með hita. Nú koma spurningarnar fyrir ykkur snillingana:

1. Hvaða fjan... dúkur er þetta.
2. Með hverju á að líma þetta niður
3. Hvernig málningu má nota til að mála yfir þetta (eða má það ekki)
4. Hvað trix notar maður til að strekkja þetta (eins og á vængina) þegar þetta hleypur upp?
5. Á maður kannski frekar að rífa þetta af og setja monocote/hitafilmu?

-G
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: dúkur til að klæða módel

Póstur eftir Gunnarb »

jæja, þó ekki hafi miklu verið svarað verður maður að koma öllu gagnlegu infó:i til skila. Ágúst Borgþórs sagði mér að hann hefði klætt Focke Wulf:inn sinn með dúk sem var límdur niður. Efnið var epoxy lím þynnt með rauðspritti. ég gerði tilraun með dúknum og svona blöndu og þetta gekk svona líka glimrandi vel. Þá vita menn það :-)
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 911
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: dúkur til að klæða módel

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Smá leiðrétting. Fw er klæddur með þessu af öðrum manni. en ég hef notað þetta í viðgerðum ;)
Sverrir lýsir þessu vel í sínum risa smíða þræði Ziroli P-47 Thunderbolt.
Kv.
Gústi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dúkur til að klæða módel

Póstur eftir Sverrir »

Æjá, ég á víst Þrumufleyg í smiðum. :rolleyes:

Sjá fyrir dúkinn: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic. ... 9862#p9862
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: dúkur til að klæða módel

Póstur eftir Valgeir »

ertu enn að smíða sverrir ?
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dúkur til að klæða módel

Póstur eftir Sverrir »

Jájá en yfir sumartímann þá er áherslan á flugið. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: dúkur til að klæða módel

Póstur eftir Guðjón »

en hvað með rigningar-dagana???
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: dúkur til að klæða módel

Póstur eftir Sverrir »

Þá er maður að sinna því sem maður hefði átt að gera flugdagana. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: dúkur til að klæða módel

Póstur eftir Guðjón »

he he
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Svara