Re: Mont að norðan
Póstað: 23. Des. 2005 14:02:21
Mér datt í hug að monta mig dálítið af nýju smíða-aðstöðunni sem ég er að koma mér upp. Þeta er í bílskúrnum að Grísará 1, en ég flutti þangað í september. Bílskúrinn (sem er hvorki skúr eða fyrir bíla -- flugvélaverksmiðjan !) er rúmir 6 metrar á breidd og 6 metrar á lengd. Það væri hægt að koma tveim stórum sjálfrennireiðum auðveldlega fyrir í honum, eða -- sem er líklegra -- tveim til þrem frítt standandi smíðaborðum í viðbót við það sem er komið við innvegginn.
gaui
gaui