Síða 1 af 6
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 16. Júl. 2009 23:33:37
eftir Guðjón
jæja, ég fékk mér loksins módel, Nova varð fyrir valinu og eins og hjá Páli þá er þetta mín fyrsta vél og sama gerð. Ég er búinn að vera í miklu veseni með suma hluti ..... .... en ég vona að allt gangi upp
ég er búinn að lenda í smá veseni með fylmuna (heheeh ég stakk skrúfjárni í gegnum hana og skar á vitlausum stað) og lamirnar eru hund-hundleyðinlegar
ÞARNA VAR HÚN Í KASSANUM
ALLT LÍTUR VEL ÚT
OG HÚN ER KOMIN UPP ÚR KASSANUM........
VÆNGURINN LÍMDUR SAMAN
HJÓLASTELLIÐ SKRÚFAÐ UNDIR VÉLINA
ÖÖ..ÖÖ.. PÍNULÍTIÐ STÉLÞUNG
ÚPS.... ÞARNA SKAR ÉG VITLAUST
ÞARNA ERU KOMIN STÝRI Á STÝRIFLETINA
ÞAR SEM ÉG SKAR FYLMUNA Í KLESSU ÞÁ VAR ÞVÍ REDDAÐ MEÐ TEIPI
OG Á NEÐAN
SORRY EF ÞIÐ SJÁIÐ EKKI MYNDIRNAR ÞÁ BARA ÍMYNDIÐ ÞIÐ YKKUR HVERNIG ÞETTA ER
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 16. Júl. 2009 23:34:19
eftir Guðjón
já og hvernig featir maður bensíntankinn ???
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 17. Júl. 2009 09:43:20
eftir Gaui
Það er hægt að festa tankinn á ýmsa vegu. Það sem oftast er gert er að setja svamp undir hann þar til hann situr í réttri hæð og síðan troða smá svampi yfir hann til að hann fari ekki ofar. S'iðan er sett smá flís af þunnum viði (1mm krossviður eða annað álíka) aftan við hann, annað hvort framan við (erfitt en þarf ekki að líma) eða aftan á fremsta rammann. Þá stendur stúturinn á tanknum fram úr gatinu á eldveggnum.
Ég man ekki hvort svona svampur fylgir með Nóvunni, en hann fæst þá í næsta sófa (eða þannig).
Hvað meinar þú að lamirnar séu leiðinlegar? Hvernig lamir eru þetta? Mynd?
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 17. Júl. 2009 18:18:58
eftir Guðjón
ég ætla að fara að troða inn myndum. En lamirnar.... ég var með tonna-tak í svona gel-formi sem er held ég ekki jafn semmtilegt og þetta fljótandi
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 17. Júl. 2009 20:24:57
eftir Björn G Leifsson
Lamir sem á að líma með tonnataki (má lýsa sem "loðnum" plastþynnum) þær verður að nota þynnstu gerð af sýrulími á. Gel-tonnatak dugir alls ekki.
Var ekki þráður um þetta hérna einhvers staðar...?
jú..
hér er hann. Það er áttunda innleggið í þessum þræði, þar sem ég fer yfir ágæta aðferð til að líma sýrulíms-lamir.
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 18. Júl. 2009 00:43:04
eftir Guðjón
þetta gekk líka fáránlega illa
..... þrtta á pottþétt eftir að fara einhvern daginn
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 18. Júl. 2009 21:47:32
eftir Guðjón
[quote=Gaui]Það er hægt að festa tankinn á ýmsa vegu. Það sem oftast er gert er að setja svamp undir hann þar til hann situr í réttri hæð og síðan troða smá svampi yfir hann til að hann fari ekki ofar. S'iðan er sett smá flís af þunnum viði (1mm krossviður eða annað álíka) aftan við hann, annað hvort framan við (erfitt en þarf ekki að líma) eða aftan á fremsta rammann.
1. Þá stendur stúturinn á tanknum fram úr gatinu á eldveggnum.
3.Ég man ekki hvort svona svampur fylgir með Nóvunni, 2. en hann fæst þá í næsta sófa (eða þannig).
Hvað meinar þú að lamirnar séu leiðinlegar? Hvernig lamir eru þetta? Mynd?[/quote]
1. hehe gaffallinn á nefhjólinu er fyrir
2. ha næsta sófa ???
3. svampurinn fylgir ekki
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 18. Júl. 2009 23:38:19
eftir Aeroflot
Á minni Nóvu er hjólagaffallinn á milli ventlanna á bensíntankinum og þannig heldur hann bensíntankinum nokkuð fastan og svo skorðaði ég hann alveg með svampi inní vélinni.
Svampinn fékk ég úr Bónus (svona til að þrífa leirtau). en þu getur alltaf reynt þetta með sófann fyrst hvort hann er aflögufær en það er mjög mikilvægt að spyrja eigandan fyrst.
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 19. Júl. 2009 00:07:55
eftir Björn G Leifsson
[quote=Guðjón]þetta gekk líka fáránlega illa
..... þrtta á pottþétt eftir að fara einhvern daginn
[/quote]
Ef límingin tókst illa og maður hefu áhyggjur af því hvort lamirnar sitji nógu vel þá er hægt ð festa lamirnar betur með eftirfarandi tannstönglaaðferð:
Færð þér:
a. búnt af tannstönglum.
b. bor sem skilur eftir gat sem tannstöngull passar í . 2.0 - 2.5 mm er oftast nærri lagi
c. trélím, til dæmis Grip eða svipað.Þú gætir líka notað gel-límið en það er ekki eins hentugt.
Notar borinn til þess að bora göt gegnum lamirnar þar sem þær sitja í. Þú borar sem sagt gegnum allt saman, klæðningu og spýtu, alveg í gegn.
Tvö göt hvorum megin ætti að nægja. Stingur tannstönglinum í trélímið og stingur gegnum hvert gat og skilur eftir. Þurrkar burt þím sem sullast útfyrir, með blautum pappír eða tusku.
Daginn eftir klippir þú svo tannstönglana sem standa út með klíputöng eða álíka verkfæri og pússar varlega burt það sem stendur út úr.
Þannig ertu buinn að "negla" lamirnar fastar.
Re: 40 Nova í smíðum
Póstað: 19. Júl. 2009 15:53:04
eftir Haraldur
svampa er hægt að fá í Listadún. En þeir eru með stóra "ruslatunnu" sem hægt er að fá búta úr. Minnir að þeir selji þetta eftir vigt. Þá er bara að mæta með bónus pokan og filla að vild.