Re: Rafeindadillur...
Póstað: 26. Des. 2005 11:31:40
Það var fyrir svona vel rúmum 30 árum að undirritaður var alveg viss um að hann ætlaði að verða rafeindafræðingur. á þeim tímum voru transistorar ennþá merkilegir og smárásir kraftaverk.
Nú er ég dottinn í það aftur. Búinn að finna allt gamla draslið mitt og búinn að versla ýmislegt hér og þar, meðal annars hjá köllunum í Íhlutir en þar fæst það mesta til hins flesta.
Ég er líka búinnn að liggja á netinu eins og lús á hárstrái og finna heila dobíu af efni.
Alveg magnað hvað maður getur lært mikið nú til dags án þess að einu sinni hafa sig á fætur. Það jafnast ekkert á við að liggja frameftir á jóladagsmorgni með fartölvuna á maganum og sörfa.
Það sem ég ætla að segja ykkur frá eru nokkrar aldeilis magnaðar síður sem eiga kannski eftir að kveikja í einhverjum sem eru með svipaðar dillur og ég.
Fyrst ætla ég að segja ykkur frá Tony van Roon.
Hann segir nú ekki mikið frá sjálfum sér en milli línanna á síðunum hans má lesa að hann kenni rafeindaverkfræði við háskóla í Guelph í ontariofylki í Canada og komi upphaflega frá Hollandi.
Hann er flugmódelfíkill, radíóamatör, gulleitarmaður, matgæðingur og ja ... þúsundþjalasmiður.
á síðunum er heill hellingur af nytsömu kennsluefni um rafeindafræði
(nauðsynlegt fyrir mig sem aldrei get lært muninn á collector og emitter) og tugir af verkefnum af ólíku tagi. Það sem er spennandi fyrir okkur eru öll verkefnin sem nýtast í fjarstýrðum módelum.
Má þar meðal annars nefna einfaldan fjarstýrðan rofa sem nota má til dæmis til að kveija og slökkva siglingaljósin á flotta skalamódelinu. Eða á glóðarhitaranum.
Það var einmitt spurningin um Siglingaljós sem kveikti í mér að segja ykkur frá þessu.
Hér er nefnilega síða sem skýrir út allt um ljósdíóður (LED) (ekki frá Tony) sem maður þarf að vita til þess að geta búið til eigin siglingaljós, jólaskraut eða hvað það nú er sem maður vill skreyta flottu vélina sína með.
Það er reyndar eitt sem ég vil gera athugasemd við. Þarna er talað um að nota móttakarabatteríið til að drífa ljósin en ég held það væri skynsamlegra að nota sér rafhlöðu. venjulegt 9 volta batterí er ekki svo þungt og ef þyngdin er atriði getur maður notað litlar Lithium Polymer sellur sem vega nánast ekki neitt.
Aðalfítusinn í þessari síðu er svo reiknivél neðst til þess að reikna út stærðina á viðnáminu sem alltaf þarf að tengja í seríu við ljósdíóðuna. Þetta vafðist fyrir mér og varð til þess að ég fann þessa síðu.
Hjá Íhlutir fékk ég pakka með nokkur hundruð mismunandi viðnámum svo maður getur prófað sig áfram en það er auðvelt að steikja ljósdíóðurnar ef maður byrjar með of lítið viðnám.
Svo fann ég alveg svaðalega sterkar hvítar ljóskastaradíóður á slikk í Garðheimum. Þær eru seldar nokkrar í pakka á rúman 300-kall sem varaperur í flottu díóðuljósanetin eins og þau sem hanga í trjárenglunum fyrir utan búðina. Perfekt í lendingarljós og anti-collision strobe (held ég).
Nú jæja. Best að drullast á fætur og kveikja á lóðbotanum.
Gleðilegt framhald eins og sagt er í Svíþjóð.
Sjáumst.
Nú er ég dottinn í það aftur. Búinn að finna allt gamla draslið mitt og búinn að versla ýmislegt hér og þar, meðal annars hjá köllunum í Íhlutir en þar fæst það mesta til hins flesta.
Ég er líka búinnn að liggja á netinu eins og lús á hárstrái og finna heila dobíu af efni.
Alveg magnað hvað maður getur lært mikið nú til dags án þess að einu sinni hafa sig á fætur. Það jafnast ekkert á við að liggja frameftir á jóladagsmorgni með fartölvuna á maganum og sörfa.
Það sem ég ætla að segja ykkur frá eru nokkrar aldeilis magnaðar síður sem eiga kannski eftir að kveikja í einhverjum sem eru með svipaðar dillur og ég.
Fyrst ætla ég að segja ykkur frá Tony van Roon.
Hann segir nú ekki mikið frá sjálfum sér en milli línanna á síðunum hans má lesa að hann kenni rafeindaverkfræði við háskóla í Guelph í ontariofylki í Canada og komi upphaflega frá Hollandi.
Hann er flugmódelfíkill, radíóamatör, gulleitarmaður, matgæðingur og ja ... þúsundþjalasmiður.
á síðunum er heill hellingur af nytsömu kennsluefni um rafeindafræði
(nauðsynlegt fyrir mig sem aldrei get lært muninn á collector og emitter) og tugir af verkefnum af ólíku tagi. Það sem er spennandi fyrir okkur eru öll verkefnin sem nýtast í fjarstýrðum módelum.
Má þar meðal annars nefna einfaldan fjarstýrðan rofa sem nota má til dæmis til að kveija og slökkva siglingaljósin á flotta skalamódelinu. Eða á glóðarhitaranum.
Það var einmitt spurningin um Siglingaljós sem kveikti í mér að segja ykkur frá þessu.
Hér er nefnilega síða sem skýrir út allt um ljósdíóður (LED) (ekki frá Tony) sem maður þarf að vita til þess að geta búið til eigin siglingaljós, jólaskraut eða hvað það nú er sem maður vill skreyta flottu vélina sína með.
Það er reyndar eitt sem ég vil gera athugasemd við. Þarna er talað um að nota móttakarabatteríið til að drífa ljósin en ég held það væri skynsamlegra að nota sér rafhlöðu. venjulegt 9 volta batterí er ekki svo þungt og ef þyngdin er atriði getur maður notað litlar Lithium Polymer sellur sem vega nánast ekki neitt.
Aðalfítusinn í þessari síðu er svo reiknivél neðst til þess að reikna út stærðina á viðnáminu sem alltaf þarf að tengja í seríu við ljósdíóðuna. Þetta vafðist fyrir mér og varð til þess að ég fann þessa síðu.
Hjá Íhlutir fékk ég pakka með nokkur hundruð mismunandi viðnámum svo maður getur prófað sig áfram en það er auðvelt að steikja ljósdíóðurnar ef maður byrjar með of lítið viðnám.
Svo fann ég alveg svaðalega sterkar hvítar ljóskastaradíóður á slikk í Garðheimum. Þær eru seldar nokkrar í pakka á rúman 300-kall sem varaperur í flottu díóðuljósanetin eins og þau sem hanga í trjárenglunum fyrir utan búðina. Perfekt í lendingarljós og anti-collision strobe (held ég).
Nú jæja. Best að drullast á fætur og kveikja á lóðbotanum.
Gleðilegt framhald eins og sagt er í Svíþjóð.
Sjáumst.