Könnun

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Könnun

Póstur eftir kip »

Við norðanmenn erum gríðalega spenntir að vita hverjir ætla að mæta norður á Flugkomuna 8. ágúst :D :D :D

Hin árlega Flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 8. ágúst við flugstöð Þórunnar Hyrnu.

Þar verður gestum og gangandi seldar veitingar frá 10 -17, kaffi og meðlæti og ætti fæstir að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Þennan dag tjöldum við flugmódelmenn öllu til og drögum fram flest allt sem flýgur. Flug byrjar klukkan 09:00.

Flogið verður flugmódelum af öllum gerðum, frá tvíþekjum úr fyrra stríði til nútíma þota sem fljúga hraðar en hljóðið.

Um kvöldið verður grillað við Hyrnuna og verður rukkað fyrir það á staðnum og/eða seldir matarmiðar yfir daginn.

Þráðlaust net er á staðnum þannig að menn geta komið með ferðatölvur og tengst Internetinu.

Mynd
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Könnun

Póstur eftir Páll Ágúst »

Ég væri alveg til í að koma en ég er annarstaðar akkúrat þessa helgi :(

Hvaða þota er þetta á mynginni hér að ofan og hver á hana?

kv. Páll
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Könnun

Póstur eftir kip »

Þotan á myndinni er reyndar útlensk þar sem ég fann ekki mynd af þotunni hans Sverris í tíma :D ;-)
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: Könnun

Póstur eftir Helgi Helgason »

Kip er þessi þota ekki komin með íslenskan ríkisborgararétt og hefur búsetu í Mosfellsbæ, er þetta ekki þotan sem komi með Ali hingað?
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Könnun

Póstur eftir Steinar »

Ég verð amk e-h á ferðinni. Er í bústað á Illugastöðum þessa helgi og kíki pottþétt. Veit samt ekki hvort ég get troðið modeli með í skottið.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Könnun

Póstur eftir Sverrir »

Við mætum alla veganna fimm. :)

[quote=Helgi Helgason]Kip er þessi þota ekki komin með íslenskan ríkisborgararétt og hefur búsetu í Mosfellsbæ, er þetta ekki þotan sem komi með Ali hingað?[/quote]
Auglýsingamyndin er af F-16 en þotan hans Einars er stærri útgáfa af gömlu vélinni minni og lítur einhvern veginn svona út.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Könnun

Póstur eftir Páll Ágúst »

Og hvað fer svona vél hratt?
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Könnun

Póstur eftir Sverrir »

Hraðar en hljóðið skv. auglýsingunni...
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 521
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Könnun

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=kip]Við norðanmenn erum gríðalega spenntir að vita hverjir ætla að mæta norður á Flugkomuna 8. ágúst :D :D :D[/quote]
Ég + tveir = 3.

Kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Könnun

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég og langlíklegast báðir strákarnir. Hjörtur er að græja sína vél. Á einhver 23x8 propp, ef sá sem við pöntuðum kemst ekki í tæka tíð ?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara