Leiðbeiningar - Myndasafn Flugmódelmanna

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10825
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Leiðbeiningar - Myndasafn Flugmódelmanna

Póstur eftir Sverrir »

Hérna er að finna leiðbeiningar um það hvernig nota skal Myndasafn Flugmódelmanna.
Ef þú þarft nánari hjálp sendu þá inn fyrirspurn á almenna þræðinum.
Allar ábendingar óskast að venju á framtíðarþræðinum.


I.
Til að búa til okkar eigin albúm þá smellum við á takkann Create/order my albums
Ef að við ætlum að senda inn myndir í albúm sem er nú þegar til þá hoppum við beint í skref IV
Mynd


II.
Hann birtir svo þessa síðu þar sem við skírum albúmið, athugið að hér er líka hægt að eyða albúmum sem við höfum búið til.
1. Byrjum á að smella á New
2. Skrifum nafnið hér
3. Að lokum staðfestum við aðgerðina
Mynd


III.
Þá erum við beðinn um að staðfesta breytinguna
Mynd


IV.
Þá er komið að því að senda inn myndirnar sem við viljum birta
Mynd


V.
Hægt er að senda inn allt að 5 myndir í einu[1a - 1e] svo smellum við á takkann[2]
Mynd


VI.
Þá kemur þessi síða sem segir okkur hversu margar myndir tókst að senda inn og biður okkur um að halda áfram
Mynd


VII.
Þá er komið að því að setja inn upplýsingar um myndirnar sem við sendum inn
1. Veljum albúm, annað hvort okkar eigin, eða eitthvert af þeim sem allir geta sent í
2. Nafn á myndinni
3. Lýsing á myndinni
4. Stikkorð til að auðvelda leit að myndum
5. Svo höldum við áfram
Þetta þarf að gera fyrir hverja mynd sem við sendum inn, ekki er skylda að fylla neina reiti út, einungis þarf að velja albúm
Mynd


VIII.
Hér má sjá dæmi um útfyllingu á reitunum
Mynd


IX.
Að lokum þegar við höfum gert þetta fyrir allar myndirnar þá birtist þessi upplýsingasíða
Mynd


X.
Ef við viljum skoða myndirnar þá veljum við yfirflokk hér [Myndasöfn notenda]
Mynd


XI.
Hér má sjá notendur sem eru með myndasafn
Mynd


XII.
Veljum við þá okkar myndasafn[Jonni] og þar má sjá albúmið okkar
Ef við smellum á Properties takkann þá getum við breytt upplýsingum um albúmið
Ef við smellum á Edit files takkann þá getum við breytt upplýsingum um myndirnar í albúminu
Mynd


XIII.
Þegar við förum inn í albúmið þá sjáum við myndirnar sem við sendum inn ásamt nöfnum þeirra og lýsingu
Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10825
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Leiðbeiningar - Myndasafn Flugmódelmanna

Póstur eftir Sverrir »

Eftir nýjustu uppfærslu á myndasafninu þá er nú auðveldara að senda inn margar myndir í einu heldur en verið hefur hingað til.

Innsendingarsíðan, smellt er á ljósgráa(Browse) takkann til að velja skrár til innsendingar.
Hér er líka valið í hvaða myndasafn(e.album) myndirnar eiga að fara.

Mynd


Veljið þær myndir sem senda á inn, hægt er að halda inni Ctrl til að velja stakar myndir úr hópnum.
Mynd


Hér sést hvernig síðan lítur út á meðan að á upphleðslu stendur.
Mynd


Eftir því sem líður á og skrárnar klára að rúlla inn þá eru þær fjarlægðar úr röðinni.
Mynd


Neðst sjást myndirnar sem eru komnar inn.
Mynd


Eftir að allar myndirnar eru komnar inn þá er hægt að smella á Continue takkann.
Mynd


Nú er hægt að setja texta og lýsingu á myndirnar, smellt er á Apply Changes þegar allt er klárt.
Mynd


Þá birtist staðfestingartexti efst á síðunni.
Mynd


Nú ætti albúmið að vera komið á sinn stað.
Mynd


Þegar verið er að skoða stakar myndir er hægt að smella á þær.
Mynd


Opnast þær þá svona og er hægt að nota músina eða örvalyklana til að fara á milli mynda.
Mynd


Þegar músarbendillinn er ekki á tengli á síðunni þá birtist hann svona og þá er hægt að nota skruntakkann á músinni til að flakka í gegnum myndastrípuna neðst á síðunni.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Svara