90 á frá fyrsta fluginu á Íslandi

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11220
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 90 á frá fyrsta fluginu á Íslandi

Póstur eftir Sverrir »

Mynd

Nú eru liðin 90 ár frá fyrsta fluginu á Íslandi en það fór fram í Vatnsmýrinni klukkan fimm þann 3.september 1919. Flugmaður var Cecil Faber og flugvélin var af gerðinni Avro 504K.

[quote=Flugsaga Íslands]Flugvél hóf sig á loft í fyrsta skipti af íslenskri grundu miðvikudaginn 3. september 1919 úr Vatnsmýrinni sunnan við Reykjavík. Þarna var um að ræða tveggja sæta kennsluvél, AVRO 504K, sem upphaflega var í eigu breska flughersins og bar ennþá einkennismerki og raðnúmer flughersins, H2545. Eigendur vélarinnar voru nokkrir áhugamenn um flug sem að stofnað höfðu Flugfélag Íslands þá um vorið. Vélina keyptu þeir af Det Danske Luftfart Selskap, en það fyrirtæki hafði keypt þrjár slíkar vélar af breska flughernum. Flugmaðurinn sem flaug vélinni í fyrsta skipti hér á landi hét Cecil Faber og kom til landsins ásamt vélamanni mánuði fyrir fyrsta flugið, en vélin kom í pörtum með skipi.

Vélinni var flogið í rúmar þrjár vikur fyrsta árið og fór á þeim tíma 146 ferðir, sem flestar stóðu yfir í fimm mínútur. Aðeins var hægt að taka einn farþega í senn og greiddi hann 25 krónur fyrir flugferðina. Auk flugferðarinnar fékk farþeginn skjal, þar sem skráð var hve hátt vélin hafði flogið. Lengsta flugið þetta fyrsta árið var til Kaldaðarness í Flóa, þar sem vélin lenti 17. september. Daginn eftir var reynt að fljúga til Vestmannaeyja, en það tókst ekki vegna veðurs.
Eftir þennan reynslutíma var vélin tekin í sundur á nýjan leik og geymd í kössum yfir veturinn, en það var gert til þess að hún yrði ekki fyrir skemmdum yfir vetrartímann. Í júní árið 1920 hófst flugið að nýjum leik frá Vatnsmýrinni og var þá Vestur-Íslendingurinn Frank Frederickson fenginn til að fljúga vélinni.[/quote]
Hins vegar vita ekki allir að 75 árum síðar eða þann 3.september 1994 þá var flugið endurtekið í Vatnsmýrinni á sama tíma en nú á módeli í skalanum 1/4. Módelið var smíðað af Jakobi Jónssyni og er nákvæm eftirlíking af frumgerðinni, meira að segja höfuð flugmannsins er skorið út eftir mynd af Cecil Faber. Flugmaður í þessu sögufræga flugi var Skjöldur Sigurðsson.

Mynd


Ætli það verði alvöru flughátíð á Íslandi eftir 10 ár með stórum flugatriðum, jafnvel erlendum?
Maður má láta sig dreyma. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2982
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 90 á frá fyrsta fluginu á Íslandi

Póstur eftir Agust »

Nú hefði verið tilvalið að fljúga AVRO í Vatnsmýrinni í tilefni dagsins. Er vélin ekki enn í húsakynnum Flugstoða? Veit það einhver?Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2982
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 90 á frá fyrsta fluginu á Íslandi

Póstur eftir Agust »

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11220
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 90 á frá fyrsta fluginu á Íslandi

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Agust]Er vélin ekki enn í húsakynnum Flugstoða? Veit það einhver?[/quote]
Hún var þar síðast þegar ég átti leið þar um.
Icelandic Volcano Yeti
Svara