Síða 1 af 4

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 18:43:24
eftir Sverrir
Eftir góða næturrigningu sem hreinsaði loftið og svæðið þá rann upp Ljósanæturdagurinn mikli. Veðrið var mjög gott, nánast logn og örfáir dropar kláruðu að koma niður fyrsta klukkutímann af flugkomunni. Sigurjón Valsson kom á TF-UFO kl.13 og hélt listflugsýningu fyrir viðstadda og var hún mjög flott. Veðrið hélst svo þurrt fram til ca. 15 en þá fóru að koma skúrir með nokkuð reglulegu millibili. Síðustu menn yfirgáfu svo svæðið um 1800.

Mikið var flogið og skemmtu viðstaddir sér vel. Góður rómur var gerður að veitingunum og var ekki mikið afgangs af þeim 60 samlokum og 120 kexkökum sem í boði voru. ;)

Myndir má sjá í myndasafni FMS.

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 18:43:35
eftir Sverrir
Nokkrar myndir frá herlegheitunum. :)

Guðni einbeittur á svip.
Mynd

Kátasti maður sunnan Holtavörðuheiði.
Mynd

Torfærutröllið!
Mynd

MX klikkar ekki.
Mynd

Árni festi atburði dagsins á minniskubb.
Mynd

Tiger Moth er ansi flottur og skalalegur.
Mynd

Smá dýfa...
Mynd

Stoltur smiður og eigandi.
Mynd

Fullskala Tiger Moth leit einnig við í dag.
Mynd

Frímann tók Yak syrpu.
Mynd

Spjallað.
Mynd

Meira spjall.
Mynd

Fyrri hluta dags var þetta ekki óalgeng sjón.
Mynd

MX á niðurleið.
Mynd

Meistari Sigurjón kom á TF-UFO og sýndi listflug.
Mynd

Upp, upp mín sál.
Mynd

Ætli þessi kjósi X-D?
Mynd

Maggi að njósna fyrir framtíðarverkefni?
Mynd

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 18:49:50
eftir Gunni Binni
Frábært framtak hjá FMS-mönnum eins og venjulega og ég verð að lýsa aðdáun minni á Magga sem fór eldsnemma á fætur til að smyrja ofan í liðið :)
Kveðja
Gunni Binni

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 19:06:05
eftir Guðjón
Takk fyrir mig og daginn

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 20:15:23
eftir Páll Ágúst
Já!, frábær dagur og ég vil þakka mönnum hjá FMS fyrir að gera þetta að skemmtilegum degi.
Tók tuttuguogníu myndir og ætla að setja smá af þeim hér inn, ætlaði að taka fleiri, var bara svo mikið að fylgjast með einhverju :). Veit að Maggi og Eysteinn tóku video og vonandi koma þau hér inn :) Hér koma mínar myndir:

Tiger Moth kom alla leið frá Akureyri
Mynd

Guðjón eitthvað að laga vindpokann :D
Mynd

Eysteinn tók video flug
Mynd

Árni að hugsa á meðan hann dælir bensíni á Ugly Stick-inn
Mynd

Af hverju er þessi mynd? (Verðlaun fyrir rétt svar :D )
Mynd

Boðið var upp á veitingar í svörtu og hvítu :lol:
Mynd

En svo fór eitt hjólið neðan af TF-JET :(
Mynd

Þrátt fyrir það sem ég og Guðjón köllum "smá happenings" var þetta góður dagur.
Og núna er það bara að setja skíðin undir :) Ekki alveg strax :D Enn og aftur takk fyrir góðan dag FMS.

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 20:21:35
eftir Páll Ágúst
Ein mynd gleymdist sem er af fyrstu vélunum sem mættu á svæðið :)

Mynd

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 20:34:01
eftir Sverrir
[quote=Páll Ágúst]En svo fór eitt hjólið neðan af TF-JET :([/quote]
Dónaskapur er þetta að taka mynd upp í stélið á greyinu. ;)

[quote=Páll Ágúst]Af hverju er þessi mynd? (Verðlaun fyrir rétt svar :D )[/quote]
Mynd af hinni margrómuðu vél TF-JET.

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 21:08:27
eftir Guðjón
sorry en ég sé bara enganvegin tf jet út úr þessari mynd

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 21:31:42
eftir Eysteinn
[quote=Páll Ágúst]Eysteinn tók video flug
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 177201.jpg[/quote]
Já, hérna er það Páll. Það heppnaðist mjög vel vídeó flugið, myndgæðin eru reyndar ekki eins góð eftir að maður er búinn að seta það inn á jú tjúp;)



Ég vil þakka ykkur fyrir skemmtilegan dag ;) sjáumst sem allra mest í framtíðinni.

Kveðja,
Eysteinn

Re: 05.09.2009 - Ljósanæturflugkoma að baki

Póstað: 5. Sep. 2009 22:17:21
eftir Páll Ágúst
[quote=Sverrir]Ekki svo, hvað er í verðlaun. :D[/quote]
Það er í vinnslu :D