Litlir sterkir seglar?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Agust »

Man einhver hvar fást litlir kringlóttir sterkir seglar, ca 10 mm í þvermál?

Eða litlar segullæsingar, minni en þessar venjuulegu skápalæsingar?

Mynd

(T.d. hentugt til að halda föstum litlum kanapíum).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Páll Ágúst »

Þetta er á sumum ískápaseglum. Átti svona, væri kanski hægt að rífa þetta úr ískápaseglunum :D
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Sverrir »

Meðan Gylfi var með Handverkshúsið þá var til nóg af seglum hjá honum svo það væri ekki úr vegi að prófa að líta þar við og sjá hvort þeir séu ekki enn með segla.

Jújú, eitthvað virðist vera til > http://www.handverkshusid.is/shop/produ ... cts_id=606
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 6100
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir maggikri »

Færð líka töflusegla í næstu góðu bókabúð og tekur segulinn úr plasthulsunni.
kv
MK
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Gunni Binni »

Ekki má gleyma vinum mínum kínverjunum :)
http://hobbyking.com/hobbycity/store/uh ... 10pcs/set)
eða
http://www.dealextreme.com/details.dx/sku.5962
Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Agust »

Þessir nautsterku ættu að duga Sverrir.

Það væri örugglega gaman að líta við í Handverkshúsinu :)

---

Hvernig er það annars Gunni Binni: Ég pantaði um daginn frá Kínverjunum LíPó batterí með flugpósti (registered minnir mig). Á reikningnum stóð að sendingartíminn gæti verið allt að 45 dagar. Hver er þín reynsla af því?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Sverrir »

Þú hefur þá væntanlega tekið Air mail ekki registered?

Sjálfsagt gefa þeir sér þennan dagafjölda því 6 vikur er yfirleitt sá tími sem póstur getur verið á "týndur" í áður en farið er að gera eitthvað í því.

Annars hef ég alltaf tekið registered og það skilar sér á nokkrum dögum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Steinar »

Ef þú átt gamlan ónýtan harðandisk, þá er upplagt að skrúfa hann í sundur og taka seglana sem halda nálinni í honum á floti og nota þá í þetta.

Þetta eru öflugustu seglar sem ég veit um amk.
Svo er bara að losa þá úr festingunni og saga þá í réttta stærð sem hentar þér með slípurokk og steinskurðarblaði (demants).
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Steinar »

Ég á svona segla lausa ef þú vilt fikta..
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Guðjón »

svo er hægt að fá sér seglaleikföng í Toys 'R' Usog nota segla úr því
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Svara