Hamranes 19. september 2009

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Páll Ágúst »

Ég, Guðjón og Guðni vorum úti á Hamranesi 19. Haraldur var þarna þegar ég kom :)
Tók einhverjar myndir.

Guðna fannst þetta óvenjulega skrýtin rigning :rolleyes:
Mynd

Þarna er vélinn með engann eldvegg
Mynd

Þarna er eldveggurinn og mótorinn enn fastur á, ég braut ekki spaðann! :D
Mynd

Guðjón að fljúga yfir, tók svo beygju og var næstum farinn í staurinn með vindpokanum
Mynd

Og meira flug :)
Mynd

Fyrir þá sem ekki vita hvað gerðist við novuna í sambandi við eldvegginn má sjá það hér.Neðarlega á síðunni.
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Guðjón »

[quote=Páll Ágúst]Guðjón að fljúga yfir, tók svo beygju og var næstum farinn í staurinn með vindpokanum
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 479770.jpg[/quote]
Hee he ég sá ekki staurinn. það var smá hliðavindur þegar ég tók á loft og vélin slide-aði svolítið, ég náði að rétta hana að og tók svo Matsjó listflug 3 loop :cool:
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Páll Ágúst »

Smá skurður hjá einum við sneringu við prop á fullu og svo braut ég eldvegginn af novunni í flugtaki.
Var að taka á loft í hliðarvindi, engin braut sem var með vindátt. Fyrsta flugtakið mit :) ekki við bestu skilyrði. Gunðni tók vélina og ætlar að laga hana :)
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Gaui
Póstar: 3894
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Gaui »

Páll

Athugaðu að þú þarft aldrei að taka á loft þvert á vind ef þú hefur aðstoðarmann (og jafnvel ekki) og smá strekking. Þú bara setur módelið niður við jaðarinn á brautinni með nefið upp í vindinn, aðstoðarmaðurinn heldur fast í stélið og þú gefur fullt inn. Þegar þú ert tilbúinn (mótorinn kominn á fullan snúning), þá sleppir aðstoðarmaðurinn og módelið fer strax á fulla ferð. Það er síðan komið á loft áður en brautinni sleppi - byrjendamódelin VILJA í loftið.

Prófaðu þetta næst. EF GUÐNI VILL LEYFA ÞÉR ÞAÐ.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Aeroflot
Póstar: 28
Skráður: 1. Jún. 2009 01:38:06

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Aeroflot »

[quote=Gaui]Páll

Athugaðu að þú þarft aldrei að taka á loft þvert á vind ef þú hefur aðstoðarmann (og jafnvel ekki) og smá strekking. Þú bara setur módelið niður við jaðarinn á brautinni með nefið upp í vindinn, aðstoðarmaðurinn heldur fast í stélið og þú gefur fullt inn. Þegar þú ert tilbúinn (mótorinn kominn á fullan snúning), þá sleppir aðstoðarmaðurinn og módelið fer strax á fulla ferð. Það er síðan komið á loft áður en brautinni sleppi - byrjendamódelin VILJA í loftið.

Prófaðu þetta næst. EF GUÐNI VILL LEYFA ÞÉR ÞAÐ.[/quote]
Hvernig er það, er það no no að taka á loft með hliðarvind eða þarf að beita einhverju sérstökum meðölum eða trixum eða þarf mikið afl? Ég spyr nú vegna þess að ég gerði þetta á Aircore og átti í basli með vélina þegar hún var komin svona 5 metra frá jörðu og byrjaði síðan að reka með vindinum (sem var ekkert sérstaklega mikill) og var óstöðug þangað til ég sveif hana aftur niður.
Flugvélamódelflotinn
kveðja
Pétur
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Páll Ágúst »

[quote=Gaui]Páll

Athugaðu að þú þarft aldrei að taka á loft þvert á vind ef þú hefur aðstoðarmann (og jafnvel ekki) og smá strekking. Þú bara setur módelið niður við jaðarinn á brautinni með nefið upp í vindinn, aðstoðarmaðurinn heldur fast í stélið og þú gefur fullt inn. Þegar þú ert tilbúinn (mótorinn kominn á fullan snúning), þá sleppir aðstoðarmaðurinn og módelið fer strax á fulla ferð. Það er síðan komið á loft áður en brautinni sleppi - byrjendamódelin VILJA í loftið.

Prófaðu þetta næst. EF GUÐNI VILL LEYFA ÞÉR ÞAÐ.[/quote]
Ok, en getur það ekki verið soldið hættulegt?
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Gaui
Póstar: 3894
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Gaui »

Þegar tekið er á loft þvert á vind þarf að halda inni hallastýri á móti vindinum til að módelið velti ekki undan og maður þarf að halda inni hliðarstýri undan honum til að stélið reki ekki undan og beini nefinu upp í vindinn. Þetta þýðir að maður þarf að halda báðum pinnum inn eða út eftir því hvort vindurinn kemur frá vinstri eða hægri.

Þegar flughraða er ná, þá þarf að gefa eftir á báðum stýrum á meðan módelið byggir upp hraða. Oftast lætur maður módelið snúa sér upp í vindinn um leið og það sleppir brautinni til að klifur verði öruggara og maður þurfi ekki að halda undarlegum stellingum á stýrunum.

Athugaðu að þetta getur orðið afskaplega hættulegt ef maður heldur stýrunum of lengi og getur orsakað ansi skemmtilega (not) veltu -- oftast undan vindi -- í brautina, sem er, eðli málsins samkvæmt, mjög nálægt.

Ég mæli með því að alltaf sé tekið upp í vindinn, þó það þurfi þá að fara mikið á ská eftir brautinni. Sum módel sjá um þetta alveg sjálf. Til dæmis er ekki mögulegt að láta Sopwith Pup taka á loft þvert á vind -- hann snýr sér strax upp í vindinn sama hvað maður gerir.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Guðni
Póstar: 384
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Guðni »

Sæll Páll.....

Nú er Novan orðin sæmilega spræk aftur, aðeins eftir að fínstilla.
Bjallaðu bara í mig við tækifæri og ég get komið henni til þín.

Mynd

Kv. Guðni.S
If it's working...don't fix it...
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Guðni]Sæll Páll.....

Nú er Novan orðin sæmilega spræk aftur, aðeins eftir að fínstilla.
Bjallaðu bara í mig við tækifæri og ég get komið henni til þín.

Kv. Guðni.S[/quote]
Guðni, þú ert mikill fengur fyrir félagið/sportið okkar og átt mikið hrós skilið fyrir alla þá hjálp sem þú hefur verið að veita nýliðunum okkar.

Kær kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Hamranes 19. september 2009

Póstur eftir Guðjón »

ég styð það hrós og væa hvað þetta er orðið flott :)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Svara