Arnarvöllur - 22.september 2009

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir Sverrir »

Við skelltum okkur út á völl í blíðunni seinni partinn og tókum nokkur flug. Gústi frumflug Viper og ég skellti vídeóvélinni á Engilinn eftir smá endurbætur á henni. Hver veit nema vídeó detti inn síðar.

Guðni tók nokkrar rispur á Englinum.
Mynd

Og prófaði svona nýmóðins fjarstýringu. :cool:
Mynd

Gústi tók frumflug á Viper, svo illa vildi til að hallastýrin voru öfug, þessi mynd er þó tekin eftir flug. Gústi klifraði upp í hæð og flögraði þar rólega um á meðan ég snéri við hallastýrarásinni í fjarstýringunni hjá honum.
Mynd

Hér sviðsetja Gústi og Guðni atburðinn. ;)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1324
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir lulli »

[quote=Sverrir]Gústi tók frumflug á Viper, svo illa vildi til að hallastýrin voru öfug, þessi mynd er þó tekin eftir flug. Gústi klifraði upp í hæð og flögraði þar rólega um á meðan ég snéri við hallastýrarásinni í fjarstýringunni hjá honum.[/quote]
Greinilega gott að eiga vini á ögurstundu :o
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir Sverrir »

Segðu ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 943
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Já það er gott að hafa góða menn sér við hlið í frumflugi. Svo má ekki gleyma frábærum viðbrögðum flugmannsins :rolleyes: (smá grobb)
Kv.
Gústi
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það eru ekki margir sem hafa komið með óskemmt módel heim eftir svona eh... uppákomu. Öfug hallastýri þýðir nánast alltaf spýtnahrúgu.

Tek ofan fyrir afrekinu :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
lulli
Póstar: 1324
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir lulli »

Smá pæling..... án aðstoðarmanns hefði kanski verið spurning að lenda á hvolfi á grasbrautinni,
og þar með allt jafn öfugt,,,ail, rudder,hæðastýri ,,,,,,,nei annars gleymiðessu bara.. :) :)
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir Haraldur »

Á maður ekki geta flogið þessu án hallastýra og nota bara rudder og hæðastýri ef þetta kemur upp?
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 943
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Jú Haraldur ef helv.... hefði nú flogið beint. Ég þurfti líka að trimma alveg í botn á öllum stýris flötum.
Kv.
Gústi
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir Agust »

...Eða snúa sendinum þannig að loftnetið sé milli fótanna, eða þannig...? Virkar það kannski ekki?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Arnarvöllur - 22.september 2009

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Öll tilvik sem ég hef séð (myndbönd, öll nema eitt) hafa verið þannig að um leið og tekið er á loft þá byrjar vélin að velta meir og meir til hliða því stressaður flugmaðurinn áttar sig of seint a því að stýrin eru öfug og gengur á reflexunum.
Ef ekki þarf að beita hallastýrinu í flugtakinu þá nær hún kannski að lyfta sér nóg til þess að vera komin í meira en "tveggja mistaka" eða jafnvel "þriggja mistaka" hæð og flugmaðurinn áttar sig. Svo hefur væntanlega verið hjá félaga Gústa um daginn, þó hann haldi nú öðru fram :D.

Þetta minnir bara á þá gullnu reglu að fara gegnum allar hreyfingar stýranna fyrir hvert einasta flugtak, ekki bara frumflug. Þetta verður eins og að setja á sig bílbeltin.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara