Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Heitasta greinin í dag
Passamynd
maggikri
Póstar: 5849
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir maggikri »

Góðan dag.
Við hjá Flugmódelfélagi Suðurnesja erum að fara að setja af stað inniflugstíma, helst fasta tíma í Reykjaneshöllinni eða íþróttahúsum á Suðurnesjum(jafnvel flugskýlum).

Þetta er ekki alveg komið á hreint með þessa tíma en íþrótta og tómstundaframkvæmdastjóri Reykjanesbæjar(SB) er jákvæður á þetta eins og allt annað sem hann hefur gert fyrir FMS.

Ég hef heyrt á mönnum að það er stemning fyrir þessu, jafnvel þó að menn þyrftu að greiða nokkrar krónur í aðstöðugjald.

Með þessum pósti væri gott að fá viðbrögð manna við þessu og fá um leið að vita hverjir ætla sér að taka þátt í þessu. Ég þarf að vita svona nokkurn veginn fjölda þeirra sem hafa áhuga að vera með í þessu og vinsamlegast látið þá vita hérna á vefnum. Einnig hvernig búnað menn ætla sér að vera með. Fá umræðu um þetta !. Félagsmenn annarra flugmódelfélaga eru velkomnir að vera með. Þyrlur (inniþyrlur) eru líka inn í þessum pakka.

Hérna koma nokkrir linkar inn á video og söluþræði, td búðin hans Gunna Binna er tilvalin í slíkan búnað.





http://www.metacafe.com/watch/241796/rc ... g_extreme/
http://www.youtube.com/watch?v=fEtE6xs4Ers
http://www.youtube.com/watch?v=kwHvcSyhpfo
http://www.youtube.com/watch?v=z7oJE20i ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=_ztnOcZf ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=dfRcK3SS ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=xi1Yr6iX ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=roKCq2Dv ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=1y-IfdnT ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=mydxTf8c ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=QJKApkLp ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=PjIK-Suc ... re=related
http://www.youtube.com/watch?v=CV7VkrM- ... ature=fvwp


http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... 09dccf7245
http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... 2178093470
http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... breakable)
http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... otor_&_ESC
http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... breakable)
http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... breakable)

kv
MK
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir Haraldur »

Já, ég er til í að mæta.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir Sverrir »

Og hvað á að vera með? :)

[quote=maggikri]Með þessum pósti væri gott að fá viðbrögð manna við þessu og fá um leið að vita hverjir ætla sér að taka þátt í þessu. Ég þarf að vita svona nokkurn veginn fjölda þeirra sem hafa áhuga að vera með í þessu og vinsamlegast látið þá vita hérna á vefnum. Einnig hvernig búnað menn ætla sér að vera með.[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir INE »

Frábært framtak!

Mæti, sem allra fyrst.

Gagnlegt væri að þeir sem hafa mikið vit á Rafmagnsflugi gæfi okkur sem ekki þekkja til ragmagnsflugs smá lexiu um hvað þurfi til, sérstaklega er varðar þessi Lipo Batterí sem mér skillst að fylgji mikil eldhætta. Hleðslutæknin virðist vera hálf flókin líka.

Ef einhver sér sniðugan pakka fyrir þann sem vantar allt fyrir rafflug þá væri það gott ef viðkomandi gæti deilt því.

Hlakka til.

Ingólfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 922
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Ég verð með í þessu og verð kominn með þessa áður enn langt um líður.

Mynd
Mynd
Mynd
Kv.
Gústi
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir Ólafur »

Við feðgarnir verðum með.
Byst við að Stebbi bróðir verði heitur en hann er staddur i saudi arabiu en kemur um mánaðarmótin.
Það er búið að ákveða flugvélategun en á eftir að ganga frá pöntun,var að vonast eftir að krónan styrktist en það ætlar vist ekki að verða svo það er bara að demba sér á hlutin vist þetta er að verða að veruleika,
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir Haraldur »

Ef menn eru ekki með réttu græjurnar þá væri kannski spurning að menn gætu sameinast um kaup á einhverju flýildi, t.d. eins og þessari sem Ágúst er að spá í.
Kannski væri hægt að fá magnafslátt og örugglega sparar þetta flutningskostnað.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5849
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir maggikri »

[quote=Haraldur]Ef menn eru ekki með réttu græjurnar þá væri kannski spurning að menn gætu sameinast um kaup á einhverju flýildi, t.d. eins og þessari sem Ágúst er að spá í.
Kannski væri hægt að fá magnafslátt og örugglega sparar þetta flutningskostnað.[/quote]
Við erum orðnir allavega 11 núna. Ég veit af fleirum sem hafa áhuga og hafa ekki póstað á vefinn. Þannig að mér sýnist þetta ætla verða að veruleika. Gústi sækir víst þessa vél sjálfur. Spurning með hina sem vantar vélar núna. Ég er með Matt Chapman http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... XJTK1&P=ML
kv
MK
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir Gunni Binni »

Að sjálfsögðu verð ég með, með eitthvað úr búðinni minni, frá vinuym mínum kínverjunum. Aðalspurningin er hvað af öllum þyrlukittunum mínum og smáflugvélunum mínum ég verð búinn að setja saman. Nú ef allt um þrýtur grípur maður bara "Ugly Bastard" með og hvílir "Grísará Airport"(Miklatún).
Bk.
Gunni Binni
Passamynd
maggikri
Póstar: 5849
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Inniflug - Könnun á áhuga og kynning.

Póstur eftir maggikri »

Flottur Gunni Binni!

Það eru að nálgast 20 í inniflugsklúbbinn.
kv
MK
Svara