Októberfundi Þyts lokið.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Októberfundi Þyts lokið.

Póstur eftir Eysteinn »

Það var líf og fjör eins og venjulega á fyrsta félagsfundi okkar þennan veturinn.

Steinþór fór yfir sumarið sem leið og sagði félagsmönnum frá væntanlegri flugsýningu sem verður árið 2010 í tilefni 40 ára afmæli flugmódelfélasins. Sýningunni verður skipt í tvennt, annars vegar innisýning í maí og hins vegar stór úti flugsýning helgina 3-4 júlí. Skipuð hefur verið nefnd sem mun vinna við undirbúning.

Böðvar og Pétur kynntu félagsmönnum fyrir TBH, að því loknu afhentu þeir fyrir hönd TBH 100.000.- kr styrk til félagsins vegna brunatjóns sem félagið varð fyrir á vordögum.
Þetta er afar rausnalegt af TBH og kemur sér ákaflega vel fyrir okkur.
www.tbh.is

Haraldur mætti með litla fjarstýrða þyrlu sem vakti mikla athygli.

Skjalið sem Böðvar og Pétur afhentu félaginu fyrir hönd TBH.
Mynd

Frímann fékk að prófa þyrluna.
Mynd

Mynd
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Októberfundi Þyts lokið.

Póstur eftir Gunni Binni »

Nokkrar myndir frá afhendingu styrksins.
Pétur og Böðvar afhentu styrkinn fh. ÍBH og stjórn Þyts tók við styrknum.
Mynd
Mynd
Eysteinn trúði ekki sínum eigin augum og ákvað að taka mynd áður en hann vaknaði:
Mynd
Haraldur vakti verðskuldaða athygli með pínulítilli ótrúlega stabílli þyrlu.
Mynd
Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Böðvar
Póstar: 486
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Októberfundi Þyts lokið.

Póstur eftir Böðvar »

Sælir félagar

Ég er ákaflega ánægður með þetta skref sem stjórn Flugmódelfélagsins þyts tók að sækja um aðild og styrk frá Tómstundabandalagi Hafnarfjarðar og er mikið heillaspor og merk tímamót fyrir þyt.

Þessi styrkveiting markar aðeins upphafið að því heillaspori, sem mun veita FMF Þyt styrk og aðstoð um ókomin ár.

Upphafið var að formenn fimm tómstundafélaga í Hafnarfirði komu saman til fundar 21. sept. 2006 að ósk bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til að undirbúa stofnun heildarsamtaka tómsundafélaga og klúbba í Hafnarfirði sem standa utan íþrótta og Ólumpíusambands Íslands.

31. okt. 2006 var stofnfundur TBH haldin og ný stjórn kjörin og þar á meðal voru tveir menn frá FMF þyt kjörnir í stjórn þeir Pétur Hjálmarsson og Böðvar Guðmundsson.

Hafnarfjarðarbær lagði til stofnfé og greiðir mánaðarlega umsamda upphæð í sérstakan sjóð sem TBH getur veitt aðildarfélugum þess styrk úr árlega. Auglýsing um styrkveitingu verður byrt á heimasíðu TBH http://www.tbh.is/ og Fjarðarpóstinum.

TBH er með á áætlun að vera með sameiginlega fundaraðstöðu fyrir aðildarfélög og klúbba þeim að kostnaðarlausu. Sá salur sem TBH hefur augastað á er rúmgóður með góðri lofthæð með nauðsynlegum græjum eins og ræðupúlti með hljóðnema og skjávarpa og að sjálfsögðu borum og stjólum. Aðildarfélög eins og FMF Þytur geta bókað þar sína fasta tíma til félagsfunda.

Einnig vill ég nefna að á áætlun TBH er að vera með sameiginlega árlega kynningu á starfi tómstundaklúbbana í Hafnarfirði fyrir almenning. Stjórn TBH hefur verðið að fjalla um hvaða tími ársins sé heppilegastur fyrir svona kynningar. Ákveðið hefur verið á stjórnarfundi TBH að fyrsta kynning tómstunda félaga og klúbbana í Hafnarfirði á vegum TBH verður á næsta ári 2010.

En svona kynningar eru upplagður vetfangur fyrir flugmódelfélagið þyt til að kynna og efla félagsstarfið og auka nýliðun félaga.

Þetta verður góð afmælisgjöf frá Tómstundabandalagi Hafnarfjarðar þegar flugmódelfélagið þytur heldur upp á 40 afmælið sitt 2010.

kveðja
Böðvar
Svara