Sælir félagar
Ég er ákaflega ánægður með þetta skref sem stjórn Flugmódelfélagsins þyts tók að sækja um aðild og styrk frá Tómstundabandalagi Hafnarfjarðar og er mikið heillaspor og merk tímamót fyrir þyt.
Þessi styrkveiting markar aðeins upphafið að því heillaspori, sem mun veita FMF Þyt styrk og aðstoð um ókomin ár.
Upphafið var að formenn fimm tómstundafélaga í Hafnarfirði komu saman til fundar 21. sept. 2006 að ósk bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til að undirbúa stofnun heildarsamtaka tómsundafélaga og klúbba í Hafnarfirði sem standa utan íþrótta og Ólumpíusambands Íslands.
31. okt. 2006 var stofnfundur TBH haldin og ný stjórn kjörin og þar á meðal voru tveir menn frá FMF þyt kjörnir í stjórn þeir Pétur Hjálmarsson og Böðvar Guðmundsson.
Hafnarfjarðarbær lagði til stofnfé og greiðir mánaðarlega umsamda upphæð í sérstakan sjóð sem TBH getur veitt aðildarfélugum þess styrk úr árlega. Auglýsing um styrkveitingu verður byrt á heimasíðu TBH
http://www.tbh.is/ og Fjarðarpóstinum.
TBH er með á áætlun að vera með sameiginlega fundaraðstöðu fyrir aðildarfélög og klúbba þeim að kostnaðarlausu. Sá salur sem TBH hefur augastað á er rúmgóður með góðri lofthæð með nauðsynlegum græjum eins og ræðupúlti með hljóðnema og skjávarpa og að sjálfsögðu borum og stjólum. Aðildarfélög eins og FMF Þytur geta bókað þar sína fasta tíma til félagsfunda.
Einnig vill ég nefna að á áætlun TBH er að vera með sameiginlega árlega kynningu á starfi tómstundaklúbbana í Hafnarfirði fyrir almenning. Stjórn TBH hefur verðið að fjalla um hvaða tími ársins sé heppilegastur fyrir svona kynningar. Ákveðið hefur verið á stjórnarfundi TBH að fyrsta kynning tómstunda félaga og klúbbana í Hafnarfirði á vegum TBH verður á næsta ári 2010.
En svona kynningar eru upplagður vetfangur fyrir flugmódelfélagið þyt til að kynna og efla félagsstarfið og auka nýliðun félaga.
Þetta verður góð afmælisgjöf frá Tómstundabandalagi Hafnarfjarðar þegar flugmódelfélagið þytur heldur upp á 40 afmælið sitt 2010.
kveðja
Böðvar