Síða 1 af 3
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 6. Okt. 2009 20:43:40
eftir Ágúst Borgþórsson
Eiginkonur okkar Berta voru svo yndislegar að skreppa til New York
og sækja fyrir okkur það sem til þarf í inniflugið
Svo hefst samsetning strax
annað kvöld svo ég verði klár í slaginn um helgina.
Svo þegar ég var búinn að skoða mitt dót, skrapp ég til Berta til að sjá
hvað kom upp úr kössunum hanns.
Þessi kall er sennilega ætlaður í eitthvað annað en Plumuna.
Þar sem hann Berti er af Ítölskum og Amerískum mafíósum kominn var
þetta kærkominn bónus, margir pokar af lofti frá Ameríkuni
ætli þessi spaði passi
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 6. Okt. 2009 22:27:01
eftir Sverrir
Já nú verðið þið bara að efna til hópsmíðar strákar og pósta, pósta, pósta!
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 6. Okt. 2009 22:34:48
eftir Haraldur
Hvaða lím eru þetta og hvað er í stóru túpunni í plastpokanum fyrir framann kallinn í gulu skyrtunni með fílubrosið. Nærmynd takk af líminu, ef þú vildir vera svo vænn.
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 6. Okt. 2009 22:47:36
eftir Sverrir
Þetta er nú bara Great Planes foam safe lím og í pokanum er kicker fyrir límið.
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 7. Okt. 2009 23:04:13
eftir Ágúst Borgþórsson
[quote=Haraldur]Hvaða lím eru þetta og hvað er í stóru túpunni í plastpokanum fyrir framann kallinn í gulu skyrtunni með fílubrosið. Nærmynd takk af líminu, ef þú vildir vera svo vænn.[/quote]
Hérna eru myndirnar þínar Haraldur, gerðu svo vel
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 7. Okt. 2009 23:12:47
eftir maggikri
Þið hafið flutt alltof mikið af lofti inn til landsins.
kv
MK
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 7. Okt. 2009 23:20:30
eftir Ágúst Borgþórsson
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 7. Okt. 2009 23:22:18
eftir Ágúst Borgþórsson
[quote=maggikri]Þið hafið flutt alltof mikið af lofti inn til landsins.
kv
MK[/quote]
Það er ekki búið að sleppa því lausu enn.
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 7. Okt. 2009 23:23:46
eftir Sverrir
Isss, Spektrum-inn tekur hann í óæðri endann.
[quote=Ágúst Borgþórsson]Hann er nettur og fallegur móttakarinn, enda frá Futaba
[/quote]
Re: Frauðið heltekur okkur
Póstað: 7. Okt. 2009 23:25:01
eftir Sverrir
[quote=Ágúst Borgþórsson][quote=maggikri]Þið hafið flutt alltof mikið af lofti inn til landsins.
kv
MK[/quote]
Það er ekki búið að sleppa því lausu enn.[/quote]
Þetta fer að verða eins og með Moskovits og Lödu dekkinn í gamla daga sem voru borinn inn í hús og Ráðstjórnarríkisloftið teygað úr þeim.