Síða 1 af 7

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 7. Okt. 2009 20:56:05
eftir Gaui
Ég er búinn að vera aðdáandi Nick Ziroli í langan tíma, eiginlega síðan ég byrjaði í þessu hobbýi árið 1979, og ég hef keypt nokkrar teikningar eftir hann. Eitt módel sem ég hef lengi haft augastað á er Erco Ercoupe 415C. Þetta módel hefur einnig þann kost að flugvél af þessari tegund hefur verið – og er – til á Íslandi, svo að þegar ég var að ljóka við Tigerinn, þá ákvað ég að Ercoupe skildi vera næsta verkefni.

Eins og sumir ykkar vita, þá byrja ég yfirleitt aldrei að smíða módel fyrr en ég er búinn að finna fyrirmynd og þar sem (eftir því sem mér skilst) það hafa verið til fimm Ercoupe vélar hér á lándi, og tvær þeirra eru á Akureyri, þá er valið auðvelt.

Hérna er vélin sem verður fyrirmynd mín:

Mynd

Og hér eru nokkrar upplýsingar um hana:

Erco Ercoupe 415C TF-EHA

Árgerð: 1946
Raðnúmer: 2105
Vænghaf: 9,14 m.
Lengd 6,32 m.
Hæð: 1,80 m.
Hámarksþungt: 572 kg.
Hreyfill: 85 ha. Continental C-85-12F
Farflugshraði: 153 km./klst
Sætafjöld: 2
Eigandi: Arngrímur Jóhannsson
Fyrri skrásetningar: N99482, NC99482

TF-EHA, eða "Erna Hjaltalín Akureyri" er ein af fjórum Ercoupe vélum sem voru fluttar inn árið 1954. Þær vélar voru allr smíðaðar árið 1946. Ein Ercoup í viðbót (TF-ZZZ), sem smíðuð var 1941 var flutt inn síðar.
Erna Haltalín, dóttir fyrsta eigandans, Steindórs Hjaltalín, er ein merkasta kona íslesnkrar flugsögu og frumkvöðull bæði sem flugmaður og sem flugfreyja. Þeir sem vilja lesa meira um hana ættu að skoða síður Flugsafns Íslands um hana.

Það sem var (og er) áhugaverðast í sambandi við Ercoupe vélarnar er að það átti að vera auðveldara að fljúga þeim en að aka í bíl og þess vegna voru hliðarstýrin og nefhjólið samtengd með hallastýrunum í stýri sem minnti á stýri í bíl frekar en að vera stýrt með fótstigum. Auglýsingar fyrir vélina hömruðu líka á því að þetta væri öruggasta flugvél í heimi og að hún gæti hvorki ofrisið eða spunnið.

Ég er þegar byrjaður að efna niður í módelið, en þar sem ég er ekki enn búinn að fá allan við sem mig vantar og get því ekki klárað niðurskurðinn (smá tilvísun í kreppuna), þá ætla ég að bíða með að birta mynd af efninu. Þær koma um leið og ég er tilbúinn með allt.

Þangað til, þá eru hér tvær myndir í viðbót af vélinni eins og ég ætla að gera hana. Mér skilst að hún hafi verið hvít og blá.

Mynd

Mynd

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 7. Okt. 2009 21:08:47
eftir Sverrir
Úhhh, líst vel á þetta. :)

ZZZ er nú samt dálítið speisuð nýbónuð og sæt, þú hefðir örugglega gaman af að dunda þér við álið. ;)

Mynd

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 8. Okt. 2009 09:37:59
eftir Steinar
[quote=Gaui]Auglýsingar fyrir vélina hömruðu líka á því að þetta væri öruggasta flugvél í heimi og að hún gæti hvorki ofrisið eða spunnið.[/quote]
Einhverstaðar las ég að Ercoupe gæti hvorki spunnið né stollað vegna þess að það er ekki nægileg færsla á hæðarstýrinu.. Mössar alltaf niður með nægum hraða til að halda stjórn á vélinni.

Einfalt ekki satt....

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 8. Okt. 2009 16:37:22
eftir Steinar

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 8. Okt. 2009 23:54:41
eftir Gaui
Takk Steinar -- ég var að vísu búinn að sjá mynd af vélinni þar sem hún er órans á litinn og var í smá tíma að losa mig við ógleðina. Ég er nú farinn að venjast þessu útliti, en samt ekki nóg til að nota það.

Hin myndin er af vélinni eins og hún er í dag. Þarna er búið að gera ýmsar breytingar á henni og sú mest áberandi er framrúðan. Hægt var að fá kúlurúðu sem gerði mögulegt að setja slá með einhverjum ljótum mælum beint fyrir framan flugmanninn. Svo var búið að modda glerin sem reanna upp og niður til hliðar þaqnnig að þau gætu ekki floppað út í miðju flugi og það væri hægt að læsa kokkpittinu.

Að síðust -- og það sést ekki á myndinni -- þá er búið að aftengja hallastýrin og hliðarstýrin og setja pedala í gólfið og setja alls konar mæl, radíó, flugleiðsögutæki og ljós a´hjólastellið sem var þar ekki áður. Hvort þessar breytingar eru til bóta skal ósagt látið, en ég er hrifnari af Ercoupe eins og hann kom af færibandinu árið 1946.

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 9. Okt. 2009 10:38:35
eftir Fridrik
Var ekki Ercoupe smíðuð fyrir fótalausa hermenn ?

Finnst þetta ekki skemmtileg flugvél að fljúga í fullum skala

kv
Friðrik

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 9. Okt. 2009 12:24:00
eftir Steinar
Ætlar þú ekki að fara alla leið og mixa saman ailerons og rudder. ??

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 9. Okt. 2009 13:50:02
eftir Gaui
[quote=Fridrik]Var ekki Ercoupe smíðuð fyrir fótalausa hermenn ?[/quote]
Nei, það var ímynd sem komst á hana eftir stríðið. Ég hef meira að segja ekki fundið neina umfjöllun um það. Aðal hugmyndin var að reyna að selja þeim flugvél sem héldu að þeir gætu ekki lært að fljúga.

Ef það var sérstaklega búin til flugvél fyrir fótalausa hermenn, hvað með þá sem misstu handleggi?

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 9. Okt. 2009 13:51:07
eftir Gaui
[quote=Steinar]Ætlar þú ekki að fara alla leið og mixa saman ailerons og rudder. ??[/quote]
Það væri einfaldleikinn einn og upp málaður í þeim tölvugræjum sem maður hefur í höndunum í dag. Við skulum bara sjá til. Það fer eftir því hvernig hún flýgur.

Re: Ercoupe TF-EHA

Póstað: 9. Okt. 2009 15:43:08
eftir Björn G Leifsson
Allir búnir að glema henni Jessicu ??