Síða 1 af 2

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 9. Okt. 2009 17:05:40
eftir Sverrir
Jæja þá er komið að fyrsta innflugs prufu tímanum í Reykjaneshöllinni. Sunnudaginn 11.október 2009 kl. 18:30 til 19:30. Mæting tímalega með allt hlaðið og tilbúið til flugs. Gríðarlega spennandi!

Athugið! Þeir sem eru á 35 Mhz þurfa að passa upp á tíðnimálin. EKKI kveikja á fjarstýringunni eða módelinu fyrr en búið er að kanna hvort aðrir flugmenn séu á sömu tíðni!
Æskilegt er að þeir sem geti komi með módel á 2.4 Ghz, það minnkar líkurnar á slysum og kemur í veg fyrir loftnetsskylmingar flugmanna. ;)

Reglur
1. Flugmenn eru þarna á eigin ábyrgð. Festist vélar í loftinu þá þurfa flugmenn sjálfir að sjá um að nálgast þær.
2. Rafhlöður má EKKI hlaða í salnum!
3. Snyrtileg umgengni er algjört skilyrði, ekki skilja neitt eftir nema það sé ofan í ruslatunnu.
4. Sé ekki farið eftir þessum reglum og/eða húsreglum, getur viðkomandi átt á hættu að vera vísað út úr húsinu.


Vonast til að sjá sem flesta. Þurfum síðan að funda um framhaldið eftir tímann(KFC í 200 metra fjarlægð).
Mikilvægt að þeir sem voru búnir að láta Magga vita komi.

kv.
Magnús K og Sverrir

Sjáið stærðina á húsinu.
Mynd

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 9. Okt. 2009 20:49:31
eftir Gunnarb
Djöf... bömmer að geta ekki verið með ykkur ...

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 9. Okt. 2009 23:25:02
eftir Ljoni
verður flugið á arnarvelli um morguninn?

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 9. Okt. 2009 23:28:31
eftir Sverrir
Það er alltaf hittingur á sunnudagsmorgnum óháð veðri en ég efast um að við fljúgum mikið nema veðrið seinki sér, vonum það besta.

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 9. Okt. 2009 23:30:21
eftir Ljoni
það er spáð 2 vindstigum kl 9 og 4 kl 12

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 10. Okt. 2009 13:22:01
eftir Gunni Binni
[quote=Sverrir]Jæja þá er komið að fyrsta innflugs prufu tímanum í Reykjaneshöllinni. Sunnudaginn 11.október 2009 kl. 18:30 til 19:30. Mæting tímalega með allt hlaðið og tilbúið til flugs. Gríðarlega spennandi!

Athugið! Þeir sem eru á 35 Mhz þurfa að passa upp á tíðnimálin. EKKI kveikja á fjarstýringunni eða módelinu fyrr en búið er að kanna hvort aðrir flugmenn séu á sömu tíðni!
Æskilegt er að þeir sem geti komi með módel á 2.4 Ghz, það minnkar líkurnar á slysum og kemur í veg fyrir loftnetsskylmingar flugmanna. ;)[/quote]
Þið eruð snillingar FMS-menn!
Tekur ekki einhver litlu tíðnitöfluna ykkar með sér svo að við þessir við þessir lúserarnir sem enn notum 35 MHz getum verið á öruggu nótunum :)

Gríðarlega spennandi :D

Kveðja
Gunni Binni

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 10. Okt. 2009 14:06:15
eftir Sverrir
[quote=Gunni Binni]Tekur ekki einhver litlu tíðnitöfluna ykkar með sér svo að við þessir við þessir lúserarnir sem enn notum 35 MHz getum verið á öruggu nótunum :)[/quote]
Skal reyna að muna eftir henni. En ég man nú ekki betur en þú eigir alla veganna eina stýringu á 2.4. ;)

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 10. Okt. 2009 15:06:30
eftir maggikri
Já það er mæting á Arnarvöll um morguninn. Hvort sem að það sé flugveður eða ekki(ég verð á vakt) Síðasti sunnudagur út á Arnarvelli var frábær og gerist varla betri.

Svo er það prufutíminn á inniflugið í RN-Höllinni. Það er hellings pæling í því. Ég gróf upp "Indoor flying Rules & Guides" sem gæti verið gaman að glugga í.
http://www.hstore.com.au/Indoor%20Flyin ... July08.pdf
Það þarf að huga að ýmsum hlutum vel.

Skemmtileg síða.
http://www.fai.org/node/693

kv
MK

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 11. Okt. 2009 13:36:32
eftir Sverrir
Minni á inniflugið í kvöld, ekki er að skylda að vera með vélar og allir sem áhuga hafa eru velkomnir á svæðið til að kynna sér málið.

Re: Inniflug sunnudaginn 11.október kl.18:30-19:30

Póstað: 11. Okt. 2009 14:32:23
eftir maggikri
Hérna er skemmtileg síða er varðar inniflugsvélar. Þarna er hægt að niðurhala teikningum og leiðbeiningum um samsetningu á slíkum vélum. Einng hvernig hægt er að nota bandspotta í stað kevlarstanga til að styrkja módelið.
http://www.foamyfactory.com/
Allt á þessari vefsíðu, bara að skoða vel!
kv
MK