Síða 1 af 1
Re: Últra Sport + 40
Póstað: 15. Okt. 2009 20:21:47
eftir Siggi Dags
Hóf smíði á Ultra sport. Má telja fyrstu smíði, fyrir utan eitthvað fikt á gelgjunni.
Þetta er kit frá Great Planes.
Re: Últra Sport + 40
Póstað: 15. Okt. 2009 20:33:27
eftir Sverrir
Snilldarvél, verður ekki svikinn af henni!
Re: Últra Sport + 40
Póstað: 25. Okt. 2009 22:58:52
eftir Siggi Dags
Kláraði að klæða stélið. Hvað er gott að nota sem fylliefni í sprungur o.s.f.
Hvað hefur svipaðan þéttleika og balsa?
Re: Últra Sport + 40
Póstað: 25. Okt. 2009 23:00:51
eftir Siggi Dags
Hélt svo áfram með vænginn. Geri mitt besta til að hafa hann réttan
Re: Últra Sport + 40
Póstað: 25. Okt. 2009 23:05:42
eftir Sverrir
[quote=Pegasus]Kláraði að klæða stélið. Hvað er gott að nota sem fylliefni í sprungur o.s.f.
Hvað hefur svipaðan þéttleika og balsa?[/quote]
Red Devil One Time >
http://www.tlc-direct.co.uk/Products/FXRMF1.html
Húsasmiðjan selur það hér heima.
Re: Últra Sport + 40
Póstað: 25. Okt. 2009 23:16:52
eftir Siggi Dags
Ok, takk prófa þetta.
Re: Últra Sport + 40
Póstað: 26. Okt. 2009 15:13:20
eftir Gaui
Sammála Sverri - One Time Spackling frá Red Devil er það besta sem þú færð á balsann. Láttu það samt þorna vel (10-12 tíma) og passaðu þig þegar þú byrjar að pússa það: þá vill stundum rúllast upp undan sandpappírnum þegar maður byrjar, sérstaklega ef hann er mjög fínn. Ég fer alltaf fyrst með 80 pappír fyrst til að ná niður mestu hrúgunum og fer svo í fínna (220) í lokin. Þú getur endað í 400, en það fer eftir því hvaða klæðningu þú notar.