B-25 frá YT

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Þórir T »

Þetta lítur alltaf flottara og flottar út....!

mbk
Tóti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Sverrir »

[quote=kip]Hvenær mætir þessi á melana? :D[/quote]
Ætli það verði fyrr en á næsta ári ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, kemst þótt hægt fari ;)

Hér er verið að undirbúa að festa pönnuna á vænginn og verður það gert með Fix All.
Límbandið hjálpar til við að verja klæðninguna þar sem eitthvað á eftir að sprautast undan þegar pönnunni verður þrýst niður.
Athugið að hér á eftir að skera frá klæðningu svo pannan festist beint á balsaklæðninguna en ekki texið.
Mynd

Hér er pannan komin á og búið að fergja hana með 1993 árgangi af RCM blöðum.
Mynd

Þar sem ég ákvað að breyta festingunni á vélarhlífunum þá bætti ég við þessum kubbum og setti smá Fix All með þeim til styrkingar.
Mynd

Master mask frá Hobbico var borið á gróðurhúsin sem átti að mála.
Mynd

Búið að skera Master Mask af þeim þeim flötum sem verða málaðir.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Messarinn »

Flott hjá þér Sverrir þetta er allt að koma hjá þér
Hvernig virkar þetta quick mask? er það laust á? hvar fékkstu það? :cool:
ég þarf að fá mér svoleiðs endilega

Messarinn
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Sverrir »

Takk fyrir það Gummi og takk fyrir síðast :)

Þegar ég fór að leita að maskinu góða þá komst ég að því að það er komið nýtt nafn á það, Master Mask en þetta er einnig þekkt sem liquid mask og sjálfsagt undir öðrum heitum, allt eftir því frá hverjum það er.

Þetta er í fljótandi formi, hægt að þynna það með vatni og sprauta á hlutina eða pensla beint úr dollunni. Ég bar ekki á allan hlutina þar sem ég ætla að pensla þetta.
Því er svo leyft að þorna, þá verður það glærara, nema þar sem þú hefur borið það óþarflega þykkt á, svo er skorið í það munstur sem á að fjarlægja og það tekið upp.
Svo er bara að koma málningunni á, leyfa henni að þorna örlítið og plokka restina upp.

Þetta er til frá nokkrum aðilum, það sem ég er með er frá Hobbico.
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXL483&P=7
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... XC099&P=ML
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXC099&P=7
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXJMF2&P=7


Gróðurhúsið á Stuka var t.d. gert með þessu undraefni nema þar gerði ég þetta innan í gróðurhúsið.

Mynd

Einnig var þetta gert á FW-190D sem hefur sést áður hér á vefnum.

Mynd
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Messarinn »

Verði þér að góðu.
Ég skellti mér á Tower Hobbies og verslaði mér tvær dollur af Master Mask í hvelli
koma eftir 10-30 daga
Hlakka mikið til að prófa þetta. Það er nebbilega svo leiðinlegt að maska með límbandi.

Mynd

Messarinn
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Sverrir »

Nohh, já það er frekar leiðinlegt þó atvinnumennirnir láti það líta út fyrir að vera lítið mál.

Svona lítur þetta út í dag, smellpassar, eini gallinn er aftast þar sem línurnar passa ekki alveg 100% en það er svo lítið að við förum ekki að stressa okkur á því.
Mynd

Hér má sjá glóðarapparatið frá SMServices og tengingar í kringum það
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Árni H »

Listmálarar nota líka svona gúmmímask - þú getur hugsanlega fengið þetta í þeirra röðum. BTW vélin er flott!
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Helgi Helgason »

Sverrir getur þú notað þetta til að búa til renndur yfir málingu s.s. eins og þegar þú málar búkinn kannski hvítan og ætlar að setja renndur yfir. Rífur þetta malinguna upp?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: B-25 frá YT

Póstur eftir Sverrir »

Já þú getur notað Master Mask í það.
Icelandic Volcano Yeti
Svara