Síða 1 af 2

Re: Umræðuþræðir

Póstað: 17. Apr. 2004 04:59:10
eftir Sverrir
Sjáum til hvort að menn vilja nýta sér þennan möguleika :)

Re: Umræðuþræðir

Póstað: 17. Apr. 2004 09:45:06
eftir Böðvar
Góðan daginn :) var að skrá mig hér inn á umræður fréttavefsins, já Sverrir er þetta ekki hið besta mál að hafa þennan möguleika.

Re: Umræðuþræðir

Póstað: 18. Apr. 2004 23:28:27
eftir Sverrir
Við skulum vona það, alltaf gaman að fá smá umræður um hlutina.

Re: Umræðuþræðir

Póstað: 21. Apr. 2004 23:07:42
eftir Böðvar
Nýja heimasíða Smástundar er meiriháttar góð, gaman að skoða hana sést að það er vel hugsað um hana, alltaf eithvað nýtt að sjá bæði til fróðleiks og skemmtunar. Ég nefni bara lítið eitt eins og eins og fjögurahreifla fluguflugvélar og leiðsögn um hvernig best er að veiða mótorana ég meina flugurnar, en spydrWeb (kongulóa vefur) veit allt um fluguveiðar :)

Re: Umræðuþræðir

Póstað: 29. Apr. 2004 22:50:46
eftir Sverrir
Já endilega leyfðu okkur að fylgjast með.
Þú verður útnefndur sérlegur fréttaritari Fréttavefsins á þessum atburði :)

Ég er sjálfur frekar upptekinn þessar vikurnar og hef því miður ekki jafn mikinn tíma til að sinna vefnum og ég vildi en það fer nú að lagast eftir helgina og þá fer vonandi e-ð spennandi að gerast hérna.

Og endilega vera dugleg að segja fólki frá vefnum og láta það líta inn.

Re: Umræðuþræðir

Póstað: 2. Maí. 2004 23:20:15
eftir Gaui K
Sælir ég var að skrá mig inn á þennan umræðulista.Mig langar að forvitnast hvort einhver viti um einhvern sem á fjarstýringu futaba 50th special Limited Edition.
Er í smá basli með að tengjast treinersnúru þe. til að fjartsýringarnar virki eins.betra að ræða þetta í síma eða á vellinum.
kv,Gaui K.

Re: Umræðuþræðir

Póstað: 4. Maí. 2004 15:17:05
eftir Sverrir
Velkominn á vefinn Gaui.
Spurning hvort þú viljir ekki búa til nýjan þráð með þessari spurningu,
myndu eflaust fleiri sjá hana þannig.

Re: Umræðuþræðir

Póstað: 9. Maí. 2004 11:09:17
eftir Böðvar
Það væri gaman að fá upplýsingar um flugmódelfélagið á Akranesi, hvar módelvöllurinn þeira er og hvort það verða haldin mót í sumar ?