Álsuða...

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Álsuða...

Póstur eftir benedikt »

Er einhver hér með aðstöðu til að sjóða Ál.

Ég er með smá project í hinu hobbýinu (amatörradíó), smíða kassa utan um power magnara..

Vætnanlega er þá TIG AC vél til staðar + hlífðargas, eða þekkir einhver aðra aðferð við álsuðu ?

- Benni
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Álsuða...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það er til snilldar efni sem hægt er að nota til að lóða ál með (satt... lóða!!) Fékk stöng af því hjá þeim sem voru einu sinni í húsinu við hliðina á Tómó.
Svínvirkar og tiltölulega auðvelt í notkun. Maður þarf ekkert nema ryðfrían vírbursta og góðan brennara á venjulegu bútan/própan.
Það er til staður á netinu em ég er að leita að ....

Þarna kom það: http://durafix.com/
skoðaðu myndbandið. Hef prófað þetta og það virkar vel.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Álsuða...

Póstur eftir benedikt »

hmm..áhugavert...

ég var búinn að rekast á þetta..

man einhver hvað fyrirtækið heitir/hét sem var þarna í nethyl..
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Álsuða...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Man nú ekki nafnið. Náunginn í búðinni (Axel minnir mig hann heiti?) hafði fengið nokkrar stangir af þessu á einhverri sýningu og ég fékk eina til að prófa. Ég held hann hafi ekki náð í meira af þessu sjálfur.
Það ætti að vera hæt að panta frá þeim. Langar eiginlega til að eiga nokkrar því þetta er alveg nothæft og aldrei að vita þegar maður þarf að nota það.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Álsuða...

Póstur eftir benedikt »

Pantaði 10x durafix stangir frá svíþjóð.. þetta verður fróðlegt.
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Eiður
Póstar: 116
Skráður: 17. Ágú. 2006 20:24:44

Re: Álsuða...

Póstur eftir Eiður »

það er hægt að nota tig og mig aðferð við suðu á áli
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Álsuða...

Póstur eftir benedikt »

Eiður.. já.. en aðeins TIG-AC.. þú getur keypt TIG-DC stöð undir 100þús, sem er í raun bara sama og pinnauðugræja (inverter), með TIG haus. En, TIG AC græjurnar byrja í 250-300þús og liggja ekki á lausu, og fæst verkstæði eiga þær.

En, ég prófaði þetta Durafix dæmi og var að klára að "brasa" þetta saman, og þetta bara virkar ansi vel. Þetta er í raun sama og að lóða, álið sem festa á saman verður að vera orðið nægilega heitt svo vírinn bráðni á því, ekki undir loganum. Þetta er ansi sterkt og verður að passa að hreinsa oxunar húðina vel t.d. með dremil/sandpappír. Það fylgir reyndar vírbusti.

Eitt sem er nokkuð fyndið, dæmi sem tekið er um notkun á þessu, er viðgerðir á proppum á full size, en þetta virkar sérstaklega vel ef fylla þarf á göt og skurði.
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Eiður
Póstar: 116
Skráður: 17. Ágú. 2006 20:24:44

Re: Álsuða...

Póstur eftir Eiður »

já þetta er tær snild er alveg sami styrkur í þessari suðu eins og í tig og mig
hvar er hægt að kaupa víra í þetta ??
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Álsuða...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Eiður... Ég er að hugsa um að kapa slatta af þessu úti í Svíþjóð. Á ég að hafa þig í huga?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Eiður
Póstar: 116
Skráður: 17. Ágú. 2006 20:24:44

Re: Álsuða...

Póstur eftir Eiður »

já það væri fínt að fá svona vír hjá þér björn .
þú hefur númerið hér 8991113

það er alveg nauðsinlegt að eiga svona til að redda málum
Svara