Dualsky Breeze Pro

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir Sverrir »

Er ekki upplagt að skella hér einum smíðaþræði fyrir eitt stykki innivél. :) Ég nennti ekki að bíða eftir Ameríkubiðpóstinum svo ég pantaði þessa vél frá Ali og co. á mánudaginn var og náði í hana í gær. Hefði klárað hana í gærkvöldi ef APC hefði ekki verið að læðupúkast með nýja gerð af spaða þannig að menn þurfa ekki að rýma til í dagatalinu ef þeir ætla að setja saman innivél. ;)

Fyrir valinu varð Breeze Pro frá Dualsky, þeir leggja einnig til mótor og hraðastilli.

Helstu tölur
Vænghaf: 78cm
Lengd: 85 cm
Þyngd: 130-165 grömm

Þetta kom vel pakkað inn.
Mynd

Nauðsynlegt að hafa þetta, móttakari og rafhlöður komu frá HK fyrir nokkrum vikum. Takið eftir APC spaðanum og hvernig hann liggur í pakkanum.
Mynd

Hér sést svo innihaldið úr pakkanum.
Mynd

Tape-ið góða.
Mynd

Smádótið.
Mynd

Byrjum á að líma vængina á skrokkinn.
Mynd

Svo er skorið upp í skrokkinn fyrir carbonstyrkingum sem liggja eftir frambrún vængsins.
Mynd

Einnig er skorið upp í vængendann.
Mynd

Svo eru hallastýrin og hæðarstýrið lamað með Blenderm. Heil rönd að ofan. Passið að hafa smá bil á milli flatanna.
Mynd

Þrír minni bútar að neðan.
Mynd

Ég þurfti aðeins að taka af skrokknum til að fá nóga hreyfingu á hæðarstýrið.
Mynd

Fergjum vængina á meðan við stífum þá af með carbonstöngum.
Mynd

Hlutar hjólastellsins.
Mynd

Styrkingar fyrir leggina.
Mynd

Leggirnir komnir á sinn stað.
Mynd

Ég vék frá leiðbeiningunum og rúnaði hliðarstýrið og lamaði eins og hina stýrifletina.
Mynd

Hér er búið að líma stjórnhornin á stýrifletina.
Mynd

Hér sjást servóin á sínum stað. Hliðar-, hæðar- og hallastýri. Bæði hliðar- og hæðarstýri eru pull-pull.
Mynd

Skellti servótengi á mótorinn og hraðastillinn, ef mig skyldi langa í öflugri mótor í framtíðinni. Ég hefði getað sparað mér þessa „aukaþyngd“ með því að lóða vírana saman.
Mynd

Hér sést ný gerð af spaða frá APC. ;)
Mynd

Eina „skemmdin“ sem á módelinu, svo sem ekki slæmt miðað við hversu vel tókst að beygla pakkann í póstinum.
Mynd

Mótorinn á sínum stað með spaðanum sem Gústi lánaði mér, takk Gústi minn. :)
Eini gallinn er sá að hann er 2 grömmum þyngri en APC spaðinn en það hlítur að reddast. ;)
Mynd

Móttakarinn á sínum stað, hér sjást einnig götin sem ég gerði til að koma servósnúrunum á einn stað.
Mynd

Virðist vera þokkalega hornrétt. :)
Mynd

Hér sjást stífingar á stélinu og stélskíðið, hér vék ég líka örlítið frá leiðbeiningunum og skar ofan í skrokkinn fyrir skíðinu.
Mynd

Hér sést hraðastillirinn og minni rafhlöðupakkinn, hér er vélin 162 grömm með öllu sem er innan viðmiðunarmarka.
Mynd

Hér sést hvar stærri pakkinn þarf að fara, hér er vélin 178 grömm.
Mynd

Og hér er gripurinn tilbúinn til flugs! Ég þurfti að sitja á honum stóra mínum að fara ekki að fljúga henni inni í stofu en hún fékk að voka aðeins með smá stuðningi. ;)
Mynd

Einhverjar fleiri myndir má sjá í myndasafninu ef menn hafa áhuga.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir maggikri »

Flottur, ekki lengi að þessu kallinn!
kv
MK
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Glæsilegt :) Það eru semsagt not fyrir þessar bækur :rolleyes:
Kv.
Gústi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir Sverrir »

Mesta furða... svo má nota tímarita- og dagblaðastafla til að fergja vængskinn í límingu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir Jónas J »

Flott vél Sverrir. :) Ekki lengi að þessu !!!
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir Haraldur »

Smá athugasemd. Það er mælt með því að batteríið sé hægra megin og móttakarinn vinstra meginn, eitthvað að gera með snúninginn á mótornum að það minnki áhættuna að módelið reyni að snúa upp á sig. Eða svo segir gaurinn í vídeóinu.
sjá: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic. ... 654#p20654


Límirðu stangarnar með heitu lími?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir Sverrir »

Vélin er í mjög góðum hliðarballans með litlu rafhlöðunni, ég kem því bara ekki við með þeirri stærri með góðu móti útaf hallastýrisservóinu, en þær eiga nú bara að vera til bráðabirgða á meðan ég bíð eftir fleiri litlum svo ég vona að það sleppi. :)

Við sjáum svo til hvernig hún hegðar sér í loftinu hvort það verði ástæða til að færa litlu rafhlöðuna yfir... en ég hugsa samt að ég taki hliðarballansinn fram yfir.

Sýrulím á stöngunum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir Haraldur »

Þú getur hugsanlega notað hita til að laga skemdina, en það er hægt með Acromasterinn.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Flott fluga. Nú vil ég fá að sjá vídéó.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Dualsky Breeze Pro

Póstur eftir Sverrir »

Maggi var á vídeóinu í morgun svo ég reikna með því að það birtist eitthvað von bráðar.

Vélin er mjög fín og skemmtileg á 360 pakkanum, 610 pakkinn er fínn nema í voki þá er vantar örlítið upp á að það sé hægt að kýla hana út úr því af nógu miklum krafti. Nú er bara að ná sér í fleiri pakka. Það er til 460 pakki sem ég er dálítið spenntur fyrir að prófa.
Icelandic Volcano Yeti
Svara