Góðan dag. Frábært veður í dag. Sunnudagsmætingin er að skila sér býsna vel. Fullt af fólki. Sverrir testflaug Mr. Dualsky innivélinni sinni og gekk það mjög vel. Guðni, Bjarki, Gústi, Jói flug, Sverrir, Maggi K, Sigurður Sindri, Mikael Orri, Árni Óla og Kjartan, Árni Brynjólfsson og Bjarni Bergmaður, eftirlitsmaður kíkti við á reiðskjótanum sínum.
Youtube video koma svo inn fljótlega!
kv
MK
Re: Arnarvöllur - 1.nóvember 2009
Póstað: 1. Nóv. 2009 16:32:06
eftir Sverrir
Já það hefur aldeilis leikið við okkur veðrið síðustu helgar, megi það halda því áfram sem allra lengst!
Annars er gott veður ekki skilyrði í sunnudagshittingnum hjá okkur, ef ekki viðrar þá er bara drukkið kaffi og sögur sagðar frá kl.10 á hverjum sunnudagsmorgni!
Hvar ert þú kl.10 á sunnudagsmorgnum!?
Re: Arnarvöllur - 1.nóvember 2009
Póstað: 1. Nóv. 2009 18:47:13
eftir Ólafur
Já við feðgarnir vorum svolitið busy i morgun en komum seinnipartin og tókum nokkur flug.
Þórir fékk að gripa i fyrsta sinn i Aircorin og gekk bara vel miðað við aldur.
Hann er að verða búin að ná ágætis tökum á fluginu i hermunum heima en hann hangir vel i þeim af og til og mig langaði að sjá hvort hann gæti flogið jafn vel i alvöruni.
Hann var alveg ótrúlega seigur þó svo hann hafi ekki flogið jafn vel og i hermunum en hermarnir sanna gildið sin hérna en hann er aðeins 6 ára gamall.
Re: Arnarvöllur - 1.nóvember 2009
Póstað: 1. Nóv. 2009 20:03:07
eftir Sverrir
Komið inn vídeó af frumfluginu á hr. Breeze.
Re: Arnarvöllur - 1.nóvember 2009
Póstað: 1. Nóv. 2009 21:10:34
eftir maggikri
Kveðjur til Gunna MX og Björn Geirs Flugdoktors sem eru í útlöndum.
kv
MK
Re: Arnarvöllur - 1.nóvember 2009
Póstað: 1. Nóv. 2009 21:27:30
eftir Björn G Leifsson
Hehe... þið þurfið ekkert að veifa nammi til að fá mann til að sakna ykkar.
Grienilega betra veður á Reykjanesi en á Skáni.
kv
Björn Geir
Re: Arnarvöllur - 1.nóvember 2009
Póstað: 1. Nóv. 2009 22:08:16
eftir maggikri
kv
MK
Re: Arnarvöllur - 1.nóvember 2009
Póstað: 1. Nóv. 2009 22:09:40
eftir maggikri
[quote=Björn G Leifsson]Hehe... þið þurfið ekkert að veifa nammi til að fá mann til að sakna ykkar.