Síða 1 af 1

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 2. Nóv. 2009 19:00:33
eftir Eysteinn
Mynd


Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hefur boðið okkur að koma næsta fimmtudagskvöld 5. nóvember í kynningu á nýjustu kennsluflugvélum sínum.

Diamond DA20-C1 vélar Flugakademíu eru smíðaðar úr koltrefjaefnum sem gerir framleiðandanum kleift að gera þær einstaklega straumlínulagaðar og sterkar. Það gerir vélarnar hagkvæmari, umhverfisvænni og að sama skapi hljóðlátari en eldri vélar. Diamond vélar eru knúnar umhverfisvænum og sparneytnum díselhreyflum.


Gert er ráð fyrir því að við förum saman í rútu frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar klukkan 19:00.

Ef þú sér þér fært á að mæta verður þú að boða þáttöku þína með því að senda Eysteini tölvupóst með nafni og kennitölu. Það er nauðsýnlegt til þess að fá aðgang að svæðinu, allir fara svo í gegnum vopnaleit.

eysteinnh@internet.is

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 2. Nóv. 2009 20:56:23
eftir Páll Ágúst
Er þetta aðalfundur? Ef ekki hvenær er hann?

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 2. Nóv. 2009 21:24:41
eftir Eysteinn
[quote=Páll Ágúst]Er þetta aðalfundur? Ef ekki hvenær er hann?[/quote]
Aðalfundurinn verður í lok nóvember og auglýstur síðar.
P.S. það verður ekki vopnaleit á aðalfundinum ;)

Kveðja,
Eysteinn.

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 2. Nóv. 2009 21:47:21
eftir Páll Ágúst
ok, takk :)

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 3. Nóv. 2009 11:05:49
eftir Eysteinn
Hérna er smá myndband:
http://www.vf.is/Frettir/42057/default.aspx

http://www.visir.is/article/2009669653949

Þetta verður afar skemmtileg og fróðleg ferð.
Munið eftir því að senda mér tölvupóst með upplýsingar um nafn og kennitölu ef þið ætlið að mæta.
eysteinnh@internet.is

Kveðja,
Eysteinn

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 3. Nóv. 2009 16:27:21
eftir Eysteinn
Vinsamlegst ath að kók og prins verður selt upp í kostnað á rútufarinu.
Aðeins 500 kr Kók, prins og skoðunarferð.

Ég hvet alla sem ætla að koma með okkur til þess að skrá sig sem allra fyrst.
ALLIR hjartanlega velkomnir.

Nokkrir frá FMS hafa áhuga á að bætast við hópinn og verða þeir teknir upp í rútuna við Silfurhliðið á flugvöllinum.

Silfurhliðið, þangað keyrið þið af Reykjanesbrautinni, til vinstri á Grænásbraut og síðan til hægri í átt að hliðinu.
Munið að tilkynna ykkur sem fyrst með kennitölu til mín á netfangið hér að neðan.
eysteinnh@internet.is

Kveðja,
Eysteinn.

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 4. Nóv. 2009 11:57:00
eftir Eysteinn
Þá er Kári Kárason skólastjóri flugakademíunar búinn að gera dagskrá fyrir okkur:

1. 1930 - Ekið upp í skýli 780
2. 1945 - Stuttlega farið yfir Keili og flugvélakostinn
3. 2000 - Vélarnar opnaðar og skoðaðar – DA-42 vélin verður með rafmagnstengingu svo hægt verði að skoða hin rafrænu flugmælitæki.
4. 2045 - Farið út af flugvallarsvæðinu og niður í Eldey, Byggingu 506.
Þar verður frekari glærukynning og kaffi/meðlæti.

Kveðja,
Eysteinn

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 4. Nóv. 2009 19:50:10
eftir Björn G Leifsson
Ég vil sjá greinargóða frásögn, myndir og helst vídeó.

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 4. Nóv. 2009 22:20:25
eftir Eysteinn
Ég minni menn á að mæta tímanlega. Rútan fer af stað frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar stundvíslega klukkan 19:00.

[quote=Björn G Leifsson]Ég vil sjá greinargóða frásögn, myndir og helst vídeó.[/quote]
Það er alveg öruggt, 43 hafa þegar skráð sig.


Kveðja,
Eysteinn

Re: Nóvemberfundur Þyts 2009

Póstað: 5. Nóv. 2009 13:59:37
eftir Eysteinn
Sælir,

Kári Kárason vill koma eftirfarandi á framfæri:

Ferlið verður þannig að allir þurfa að sýna skilríki (ökuskírteini, vegabréf) og fá þá passa inn á völlinn.

Ekki þarf að fara í gegnum vopnaleit, fjöldinn er of mikill – í stað þess fáum við öryggisvörð með okkur. Þeir héldu víst að þetta væru bara 10 manns eða svo J

Þetta á allt saman eftir að ganga fínt og við hlökkum til að sjá ykkur kl. 1930.

Kveðja, Kári