Síða 1 af 1

Re: Fjarstýringamál

Póstað: 6. Nóv. 2009 15:36:27
eftir Sverrir
Flestir eiga fjarstýringar sem þeir geta notað fyrir inniflugið en aðrir eru að íhuga að vera með sér fjarstýringar eingöngu í því. Hér eru nokkrar sem gætu komið til greina.

Spektrum(JR)
5 rása stýringin fæst frá £35 hjá Al's Hobbies en gallinn við hana er kannski helst sá að dual rate er fyrirfram ákveðið fyrir þig, 100% og 70% af hreyfingu servóanna.

6 rása stýringin er komin upp í £87+ en er aftur á móti fullvaxin stýring, skör lægra en sjöan, með dual rate og exponential.

7 rása kostar svo frá £161 en fyrir áhugasama Ali aðdáendur þá er það stýringin sem hann notaði tvö síðustu flugtímabil.

Futaba
6 rása stýringin kostar svo frá £70 og bíður upp á þetta helsta, dual rate og exponential. Menn ættu hins vegar að huga að því að kaupa auka rafhlöðu fyrir sendinn um leið því það hefur fylgt þeim í gegnum tíðina að rafhlaðan sem kemur með þeim er frekar slöpp svo vægt sé til orða tekið.

7 rása stýringin er komin upp í £274 svo hún er varla inni í myndinni nema menn séu að fá sér nýja fjarstýringu fyrir allan pakkann.

Assan
Þeir sem eiga modular stýringar geta líka skoða vörurnar frá Assan sem ódýran kost í inniflugið. Ég var að prófa módúl í 388 stýringunni minni á sínum tíma og virkaði þetta mjög vel. Sjá nánar hér > http://hobbyking.com/hobbycity/store/uh ... entCat=190


Svo má benda á góðvini okkar í Hong Kong en þeir selja flesta þá hluti sem hafa verið taldir upp hér að ofan, stundum á betra verði, stundum ekki. Svo það er um að gera að kanna markaðinn áður en menn fara að nota greiðslukortin. ;)

Re: Fjarstýringamál

Póstað: 6. Nóv. 2009 15:45:23
eftir Eysteinn
Hvort kerfið erum við með I eða II (hægri/vinstri) væntanlega II = vinstri??

Mynd

Kveðja,
Eysteinn

Re: Fjarstýringamál

Póstað: 6. Nóv. 2009 17:23:39
eftir Sverrir
Mode 2 notum við.

Re: Fjarstýringamál

Póstað: 7. Nóv. 2009 10:57:08
eftir Gaui
Left hand = inngjöfin er vinstra megin