Síða 1 af 1

Re: Í smíðum á Grísará

Póstað: 5. Feb. 2006 23:22:45
eftir Gaui
Ég sá í einhverjum pósti að verið var að skora á mig að sýna hvað ég er að smíða (eða er það kannski einhver annar Gaui?) Hvað um það, mér datt íhuga sýna inn í smíða-aðstöðuna að Grísará núna:

Mynd

Þetta er stórt módel og fer langt með að fylla tvöfaldan bílskúr.

gaui

Re: Í smíðum á Grísará

Póstað: 11. Maí. 2006 00:57:59
eftir Sverrir
Á ekki að sýna okkur örlítið meira af Pub-inum Gaui :)

Re: Í smíðum á Grísará

Póstað: 27. Maí. 2006 21:16:11
eftir Gaui
Hérna er smá meira: ég er að klára að sprauta og það verða ekki margar vikur í flug.
Mynd
Það næsta sem gerist er að hjólastellið verður klárað og þegar ég fæ móttakarann. þá stilli ég inn alla stýrifleti. Ég set inn aðra mynd þegar ég set módelið saman úti í garði einhvern góðan veðurdag.

Re: Í smíðum á Grísará

Póstað: 2. Jún. 2006 17:41:01
eftir Gaui
Smá „update“ (uppdagsetning ???):

Mynd

Nú á ég bara eftir að setja „pull-pull“ vír í hæðarstýrin, setja vírkrossa á milli vængstífanna, stilla stangirnar á milli hallastýranna og fá Guðmund til að smíða hljóðkút. Þá verður hægt að fljúga þessum dreka sem fyllir upp í hálfan bílskúrinn hjá mér núna (og hann er tvöfaldur :D )

Re: Í smíðum á Grísará

Póstað: 2. Jún. 2006 22:41:16
eftir Björn G Leifsson
Ooooooooooooooooooooohhhhhhhhhhhhhh..............................

Re: Í smíðum á Grísará

Póstað: 11. Jún. 2006 22:28:35
eftir Gaui
Jæja, þá er allt tilbúið. Ég er búinn að ballansera, það þurfti rúmlega tvö kíló í nefið auk þess sem er þungt en gerir í leiðinni annað gagn (batterý, hljóðkútur)
Mynd
Hérna er verið að ballansera Pupinn. Ég hengdi hann upp á vængnum og setti blý framan á hann þar til hann hallaði rétt. Ég ætla að reyna að fljúga þegar veður gefur.

Re: Í smíðum á Grísará

Póstað: 12. Jún. 2006 01:03:22
eftir Sverrir
Brjóttu útlimi ;)

Re: Í smíðum á Grísará

Póstað: 12. Jún. 2006 21:41:03
eftir Birgir
voaaaaaaaaaaaaaaaa... þvílíkur gripur

muna bara eftir myndavélinni, og helst video vélinni líka....

Til hamingju með gripinn Gaui, hrikalega flott.