Síða 1 af 2

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 8. Jan. 2010 21:22:42
eftir Agust
Flestar fjarstýringar virka bara á annan veginn, þ.e. merki eru send frá sendinum að viðtækinu í flugvélinni.

Hvers vegna ekki að láta fjarstýringarnar vinna gagnvirkt, þ.e. láta viðtækið í flugvélinni senda upplýsingar t.d. um rafhlöðuspennu eða flughæð inn á skjá sendisins?

Er það hægt. Vissulega og þannig fjarstýribúnaður er til, og er meira að segja ekki mjög dýr.

Til dæmis framleiðir Jeti 2,4 GHz sendieiningar og viðtæki sem setja má í ýmsar gerðir fjarstýringa. Tækin koma tilbúin með spennuvöktun fyrir rafhlöðuna í flugvélinni og flautar sendirinn þegar hún er komin niður fyrir hættuleg mörk. Síðan er hægt að fá alls konar viðbótarbúnað til að mæla hinar og þessar stærðir, og jafnvel skjá til að birta upplýsingarnar frá flugvélinni.

Þessi videómynd fjallar bæði um þennan búnað frá Jeti sem komið er fyrir í venjulegum Futaba sendi (35 MHz sendieiningunni einfaldlega skipt út) og rafmagns kennsluvél frá Multiplex.



http://www.youtube.com/watch?v=v2YH2bBJ8FY

Búnaðinn má t.d. sjá hér hjá Puffin Models:

http://www.puffinmodels.com/category.php?dept=202

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 8. Jan. 2010 21:38:54
eftir Sverrir
Þetta er líka í Weatronic 2.4. Framtíðin er spennandi í sportinu. :)

Mynd Mynd Mynd

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 8. Jan. 2010 22:16:25
eftir Haraldur
Þetta er reyndar ekkert nýtt.
Það var gaur með svona gagnavirkt dót fyrir flugvélina sýna þegar ég var í Danmörku fyrir 2001. Það var reyndar ekki innbyggt í farstýringuna heldur annar sendir í vélinni. Þannig gat hann fylgst með ýmsu sem var að gerast um borð í vélinni.

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 8. Jan. 2010 22:29:46
eftir Agust
Haraldur. Hér er munurinn sá að viðtækið virkar sem sendir. Það er það sniðuga við þessi gagnvirku örbylgjukerfi,

Svo er gaman að sjá að sendieiningin í Weatronic er með patch loftnetum. Engin gamaldax loftnetsstöng :)

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 8. Jan. 2010 22:53:03
eftir Sverrir
Weatronic og félagar eru að gera spennandi hluti. Þeir eru komnir i samstarf við Graupner, það verður gaman að sjá hvort það komi nýr sendir úr því.

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 9. Jan. 2010 09:13:35
eftir Agust
Svo eru það hinar frábæru Multiplex gagnvirku fjarstýringar með M-LINK



Sjá þennan bækling:
http://www.multiplex-rc.de/cms/vorschau ... ink_gb.pdf

Möguleiki á samtímis allt að 16 skynjurum í flugvélinni. Nokkrir skynjarar eru á blaðsíðu 23 í bæklingnum.

Svo má ekki gleyma gagnvirkum búnaði sem framleiddur var á Íslandi fyrir aldarfjórðungi :)
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3290



Mynd


Mynd
Skjárinn á fjarstýringunni sýnir mæligildi frá flugvélinni


Mynd
Gagnvirkt viðtæki




http://www.multiplex-rc.de/

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 9. Jan. 2010 11:20:55
eftir Haraldur
[quote=Agust]Haraldur. Hér er munurinn sá að viðtækið virkar sem sendir. Það er það sniðuga við þessi gagnvirku örbylgjukerfi.[/quote]
Ég gerði mér grein fyrir því.
En getum við þá kallað þetta viðtæki? Er það ekki frekar transceiver?

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 9. Jan. 2010 14:56:15
eftir Gaui
Þið athugið að möguleikinn á þessu er álíka gamall og fjarstýriningarnar sjálfar. Þá vaknar spurningin hver vegna þetta hafi aldrei verið gert fyrr. Svarið er einfalt: vegna þess að slík tæki eru bönnuð i allri keppni. FAI reglur (t.d.) taka skýrt fram að ekki megi taka við boðsendingum frá módeli til flugmanns.

Hvernig ætti þetta að hafa áhrif á framleiðslu á fjarstýringum handa almenningi? heyri ég að sumir spyrja. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að nota svona þó það sé bannað í keppni?

Svarið liggur í sölumöguleikum og auglýsingum. Framleiðendur fjarstýringa hafa alveg fram á þennan dag nýtt sér lýðhilli þeirra sem skara fram úr til að selja vörur sínar. Bestu flugmenn í heimi hafa fengið stýringar ókeypis, eða á verulega niðursettu verði, svo framarlega sem þeir láta sjást að þeir nota þessa tegund en ekki hina. Afleiðingin af því hefur hingað til verið, að framleiðendur hafa ekki framleitt eða auglýst mjög ákaft búnað sem sendir boð og upplýsingar frá módeli til flugmanns.

Hugsanlega breytist þetta núna þar sem mjög auðvelt og ódýrt virðist vera að gera svona, en ég sé ekki fyrir mér að keppnisreglurnar muni breytast.

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 10. Jan. 2010 22:10:00
eftir einarak
[quote=Gaui]Þið athugið að möguleikinn á þessu er álíka gamall og fjarstýriningarnar sjálfar. Þá vaknar spurningin hver vegna þetta hafi aldrei verið gert fyrr. Svarið er einfalt: vegna þess að slík tæki eru bönnuð i allri keppni. FAI reglur (t.d.) taka skýrt fram að ekki megi taka við boðsendingum frá módeli til flugmanns.

Hvernig ætti þetta að hafa áhrif á framleiðslu á fjarstýringum handa almenningi? heyri ég að sumir spyrja. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að nota svona þó það sé bannað í keppni?

Svarið liggur í sölumöguleikum og auglýsingum. Framleiðendur fjarstýringa hafa alveg fram á þennan dag nýtt sér lýðhilli þeirra sem skara fram úr til að selja vörur sínar. Bestu flugmenn í heimi hafa fengið stýringar ókeypis, eða á verulega niðursettu verði, svo framarlega sem þeir láta sjást að þeir nota þessa tegund en ekki hina. Afleiðingin af því hefur hingað til verið, að framleiðendur hafa ekki framleitt eða auglýst mjög ákaft búnað sem sendir boð og upplýsingar frá módeli til flugmanns.

Hugsanlega breytist þetta núna þar sem mjög auðvelt og ódýrt virðist vera að gera svona, en ég sé ekki fyrir mér að keppnisreglurnar muni breytast.[/quote]
örugglega þess vegna er þetta utaná lyggjandi modul á jeti stýringunni sem er þá hægt að fjarlægja við þær aðstæður sem banna slíkan búnað

Re: Gagnvirkar fjarstýringar

Póstað: 10. Jan. 2010 22:47:08
eftir Sverrir
Jeti framleiðir ekki fjarstýringar. ;)