Síða 1 af 1

Re: Margt býr í myrkrinu

Póstað: 18. Feb. 2006 03:46:31
eftir Sverrir
Á ferð sinni um borg óttans rakst fréttaritari okkar á þessi skuggalegu viðskipti sem áttu sér stað í dimmu baksundi djúpt inn í alræmdu iðnarhverfi hér í borg.

Mynd

Re: Margt býr í myrkrinu

Póstað: 18. Feb. 2006 09:47:41
eftir Björn G Leifsson
Balsa-díler á ferð? :cool:

Re: Margt býr í myrkrinu

Póstað: 19. Feb. 2006 00:19:37
eftir Þórir T
þessi módelbransi er alltaf að verða snúnari og snúnari, má maður fara að reikna með handrukkurum sem setja 5 mín epoxy útí morgunkornið hjá manni og fara að panta allskonar vitleysu á netinu og láta senda heim til manns????

Maður bara spyr, hvar endar þessi vitleysa eiginlega???

mbk
Tóti

PS einhversstaðar þarf nú að finna staði til að braska á!!

Re: Margt býr í myrkrinu

Póstað: 19. Feb. 2006 14:27:43
eftir Agust
Hverjir eiga þessa skuggalegu númeraplötulausu bíla?

Re: Margt býr í myrkrinu

Póstað: 19. Feb. 2006 16:15:59
eftir Sverrir
Ég myndi alla veganna ekki vilja hitta eigendurna í dimmu húsasundi ;)

Re: Margt býr í myrkrinu

Póstað: 19. Feb. 2006 22:06:25
eftir Þórir T
og varla heldur í björtu kannski...

kannski að umferðarstofa geti hjálpað með númerin á bílunum...

mbk
Tóti

Re: Margt býr í myrkrinu

Póstað: 20. Feb. 2006 00:50:09
eftir Sverrir
Það ætti alla veganna ekki að vera margir bílar af þessum gerðum án númeraplata ;)