Spitfire og IL-10

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Spitfire og IL-10

Póstur eftir Gunnarb »

Jæja, ég var rétt í þessu að rífa upp úr kössum þrjár vélar sem voru að koma til mín frá Svíþjóð, einn spitfire fyrir mig og síðan sitthvor IL-10, önnur fyrir mig og hin fyrir Gunna Binna. Vélarnar eru eins og aðrar aircombat vélar í skalanum 1/12 og eru smíðaðar af Lasse nokkrum Lundell. Þessir strákar sem eru að keppa í dogfight smíða sér yfirleitt haug af módelum fyrir hvert season og þegar svona raðsmíði er í gangi eru þeir enga stund að skera efni í nokkrar extra vélar sem fæst keypt fyrir litinn pening.
svona mæta sumir í keppnir:
Mynd

Aðrir selja meira að segja hálfsmíðuð módelkit eða eins og Lasse gerir, alveg klárar vélar.

Fyrir þá sem hafa áhuga er slóðin hjá köllunum sem eru að selja teikningar eða kit : http://aircombat.se/Byggrummet/Ritningar--Kit/

Vélarnar sem ég var að fá eru glettilega vel smíðaðar, sérstaklega með tilliti til þess að þetta er bara frauðplast og brúnn umbóðapappír (og efniskostnaður pr. vél því afskaplega lítill)

Hér er mynd af IL-10 sem Lasse smíðar:

Mynd

Smelli inn mynd af spitfire við tækifæri


Gunnar
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Spitfire og IL-10

Póstur eftir Árni H »

Aha - á að fara í combat? Góð hugmynd... :)
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Spitfire og IL-10

Póstur eftir Gunnarb »

Jamm, núna tökum við þetta föstum tökum :-) Ég veit að þarna úti hafa þeir leyft mönnum að nota hvaða vélar sem er þegar í Dogfight á kynningum, svona meðan menn eru að finna út hvort þeir fíli þetta. Síðan hafa Þeir smellt stuttum "dogfight" kafla inn í aðra dagsskrá (t.d. flugkomur), þannig að þeir sem hafa áhuga geti mátað þetta og þetta er auðvitað frábær skemmtun á að horfa.

Ég er búinn að viða að mér einhverju af teikningum af "foam-vélum" sem hægt er að smíða úr vatnsheldu einangrunarplasti, þannig að ef einhver hefur áhuga er bara að láta vita ...

-G
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Spitfire og IL-10

Póstur eftir Árni H »

Sælir!

Hvernig gengur með combatpælingarnar? Eigum við að smella okkur í smáloftorrustu á Melunum í sumar? Mynd

Kv,
Árni Hrólfur
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Spitfire og IL-10

Póstur eftir Gunnarb »

Sorrí Árni, sá ekki póstinn frá þér fyrr en nú. Klárt mál, ég er sko til í combat anytime :-) Það var eiginlega tilviljun að ég féll fyrir þessum vélum, þetta var það eina sem ég gat flogið uppi í sumarbústað þar sem hvergi fannst slegið tún til að taka á loft/lenda með stærri vélunum. Þessum rellum getur maður lent nánast hvar sem er og þeim er jú kastað í loftið. Ekki skemmir fyrir að það er ekkert mál að fljúga þeim í hávaða roki (eins og verður oft af sólfarsvindum sunnanlands á sumrin). Ég er kominn með nokkuð skemmtilegt safn af þessu (Mig-3, IL-10, Spitfire, Hawker Hurricane, F6F Hellcat, P51-Mustang). Hinsvegar er karakterinn nokkuð misjafn milli véla, þannig að ef maður ætlar að verða almennilega flinkur í þessu ætti maður sennilega að halda sig við sömu vélina sem mest.

-G
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Spitfire og IL-10

Póstur eftir Árni H »

Mér líst vel á að taka slaginn í combat í sumar. Gremlininn er fyrir .25 - .40 mótor. Ég set auðvitað .40 mótor í minn fyrst Gaui setti .25 í sinn ;) Hvaða mótora ætlið þið að nota?

Svo er bara vandamálið með streemera. Í hinu myrka landi Bretlandi nota menn gjarnar vídeóspólur en það hefur þann kost (eða ókost) að maður verður að klippa borðann með proppinum. Það þýðir ekki bara að fljúga í gegnum borðann eins og þegar menn nota bréfborða af einhverju tagi.

Ætli maður fórni ekki einhverri gamalli pornóspólu í þetta með vorinu Mynd

Kv,
Árni H
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Spitfire og IL-10

Póstur eftir Gunnarb »

Þessir skunkar vinir mínir í Svíaríki nota pappírsborða. Ég skal vera búinn að nálgast þetta áður en á hólminn er komið. Vélarnar mínar eru ýmist gerðar fyrir .15 eða .25 mótora þar sem þetta eru allt 1/12 skalamódel. Kosturinn við pappírinn er að það er hægt að klippa þá með vængjunum. Mætum helíllir í sumar í :-)

-G
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Spitfire og IL-10

Póstur eftir Gaui »

Annar kostur við pappírinn er að hann brotnar niður í náttúrunni, en pornóið verður enn á staðnum við heimsendi :)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Spitfire og IL-10

Póstur eftir Árni H »

[quote=Gaui]Annar kostur við pappírinn er að hann brotnar niður í náttúrunni, en pornóið verður enn á staðnum við heimsendi :)[/quote]
Pfff - hver leggur ekki á sig smágönguferð út í náttúruna að tína saman pornó? Mynd
Svara