Du Pont lakk hjá O.S.G

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Sverrir »

Sæll Erling

Fyrir okkur fáfróða, er hægt að fá lakkið á spreybrúsum?
Hver væri líftími á svoleiðis blöndu?
Þarf glæru með því til að gera það bensínhellt(nítró)?
Hvernig er með litasýni, er hægt að koma með hvað sem er til að finna rétta litinn?

Kv. Sverrir
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir ErlingJ »

Sællir Flugbræður
Já það er hægt að fá lakk á spreyi, en það er ekki nítro helt.
Þá þarf að setja glæru yfir, en ekki dugar að setja glæru úr spreyi heldur verður það að vera herðis glæra sprautað úr könnu.
Líftímin á spreybrúsum hjá okkur er góður, þetta er svipað lakk og fæst út í búð tibúið (Akríl).
En best er að nota trukkalakkslínuna hjá okkur, þetta er lakkið sem Skjöldur notar mikið blandað með herði, þynni og sprautað úr könnu eða airbrush.
Við erum líka með svoleiðis græjur.
Með litgreiningu getum við skannað liti, enn þá þarf ég að fá gott sýni,
helst sléttan flöt sem er ekki minni en 5*5 cm.
við erum líka með fult af litaprufum sem við berum við til að fá réttan lit.
Aldrei er hægt að fá 100% réttan lit eins og profilm og lakk en mjög nálagt.
Vonandi nýtið þið ykkur þessa þjónustu,
einnig er hægt að hringja í mig
Sími: 699-8969 Erling eða 535-8800 og biðja um mig.
Ég minni á að flugmódelmenn fá 20% afslaf blönduðu lakki ef þeir tala við mig.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Sverrir »

Svei mér þá. Það er um auðugan garð að gresja. Held að stefnan verði bara tekin á heimsókn fljótlega. :D

Hvernig er það annars með svona grunngræjur til að byrja að sprauta. Hvað ætli við séum að tala um í peningum?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir ErlingJ »

Mynd
Mynd
þetta er um 25 þús

Mynd
Mynd
og þetta er um 80 þús profesonal bílasrauta

Mynd

Mynd
gett pantað þetta tekur um 3-4 vikur
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Agust »

Sælir

Mig minnir að það hafi komið fram á fundinum um daginn að besta lakkið fyrir okkur væri tveggja þátta vélalakk frá Orku. Er það ekki rétt munað. Hvað kallast það nákvæmlega?

Er það bara kallað trukkalakk?

Er hægt að bera það á með pensli?

Hver er minnsti skammtur af sérblönduðu lakki?

Er litaskanninn hjá Orku í lagi, þannig að ég geti komið með prufu af Oracover/Profilm?

Þarf ég nauðsynlega að grunna undir lakkið?

Hvar fæ ég örblöðru-fylliefni (microballoons)?




Bestu kveðjur

Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir ErlingJ »

Sæll Ágúst
trukkalakið heitir imeron 700.
Það er ægt að bera á með pensli en gefur ekki góða áferð.
Minsti skamtur er 1/4 liter og kostar að mig minnir 1300kr -afsl sem ég hef verið að gefa 20% til modelmanna svo vantar herðir 1/4 liter er um 1000kr og dugar út í 1 liter af lakki.
Þetta með skannann þá datt hann í gólvið og er bilaður enn við erum með fullt af litaspjöldum sem hægt er að bera við.
Þetta með grunninn þá fer það eftir því hvað er undir áður enn þú lakkar.
Microballoons held ég að þú fáir bara af netinu usa eða uk.
vonanadi hjálpar þetta eithvað,
svo er bara að líta til mín upp í búð er þar alla daga nema Laugardaga og sunnudaga.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Agust »

Ég var að kaupa mér smávegis af lakki hjá Orku-Paulsen http://www.orka.is

Ég lenti í smá villum þegar ég ætlaði að finna búðina, en síðast þegar ég kom þangað var hún fyrir austan Elliðaár. Núna er hún í Skeifunni 2, þar sem Fjöðrin var áður.

Þarna er mikið úrval verkfæra sem áhugaverð eru fyrir okkur módelfíklana, fyrir utan allt lakkið sem þeir selja. Sem sagt, góð verslun með liprum og góðum starfsmönnum
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Sverrir »

Já óhætt að taka undir það, þetta er snilldarbúð, svo skemmir afslátturinn alls ekki fyrir. Á að fara að mála eitthvað módelkyns?

Gat hins vegar ekki annað en brosað þegar ég fór inn á vefinn þeirra áðan, held að margir sem séu að vinna með vefsíður kannist við að hafa nýtt sér svipuð „trix“ einhvern tímann á ferlinum ;)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Agust »

Ég er bara að fara að mála skrokkinn á gömlu dráttarvélinni minni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Sverrir »

Á að birta fyrir og eftir myndir?
Icelandic Volcano Yeti
Svara