Síða 1 af 6

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 13. Feb. 2010 17:35:59
eftir Gaui K
Ég hafði nú ekki hugsað mér að hafa þetta fyrir allra augum:) en læt það bara vaða samt:
þetta er sem sagt 1/4 scali af Super Decathlon sem mér tókst að grenja út úr Einari Páli.Í stuttu máli þá var búið að taka dúkin af vængjum og skrokk að mestu,svo ég hélt afram og kláraði það, setti nýjar vængfestingar sem Einar var nú reyndar byrjaður áen ég breytti því nú aftur í þriðju útgáfuna ! (vona þú fyrirgefir mér það Einar Páll) og fleira sem eftir er að laga til og kannski breyta .Meira um það síðar.Mig hefur langað í svona vél svooo lengi að nú varð það bara að ske :)

Settar nýjar vængfestingar svo skrúfur sjást bara innan frá
Mynd

Hjóla hlífar eru uppi í skáp enn sem komið er
Mynd

næsta mál er að líma aðeins betur inn í væng og loka svo með balsa
Mynd

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 13. Feb. 2010 17:41:27
eftir Sverrir
Lofar góðu, alla veganna litalega séð. ;)

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 13. Feb. 2010 18:07:03
eftir Gaui K
Já, þetta er liturinn sem var á henni.Ég er jafnvel að spá í að breyta honum, af því að eftir því sem ég kemst næst þá er bara einn Decathlon til á landinu og þá kannski tilvalið að setja hana í þann búning.

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 13. Feb. 2010 18:46:15
eftir Sverrir
Fínasti gripur.
Mynd

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 16. Sep. 2010 22:53:40
eftir Gaui K
Jæja þá er það klárt. hún verður bara í sömu litum og hún var .En þá er þetta ekki lengur Decathlon heldur citabria :) ekki erfitt að breita því !
Mynd

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 17. Sep. 2010 22:07:48
eftir Ágúst Borgþórsson
Þetta líst mér vel á :) Hvaða mótor á svo að setja í hana?

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 17. Sep. 2010 23:09:30
eftir Flugvelapabbi
Jæja Gaui a að svikja lit, þu malar velina eins og Deathelon ekki eins og einhverja kerlinga vel, hvað er að gerast þarna fyrir austan ?
Jæja gangi þer vel með þetta allt i letta
Kv
Einar

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 17. Sep. 2010 23:14:02
eftir Pétur Hjálmars
Þetta er flott vél.
Svona vélar fá sál hjá eiganda sínum.

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 18. Sep. 2010 08:08:37
eftir Gaui K
Mótorinn heitir RCG 26cc pantaði hann í vetur frá Hobby King.Tók þar séns því ég veit ekkert um þessa mótora ,en hann var ódýr svo ég ákvað að láta vaða.Ef hann virkar ekki þá .......já þá fæ ég mér bara annan.
Mynd
Já þetta kallast nú eiginlega að svíkja lit í orðsins fyllstu! Vona að þú fyrirgefir mér það Einar :) málið er að ég bara þorði ekki í að mála þessar stjörnu og krúsidúllur svo þetta varð lendingin.
sem sagt búið að dúka en allt smotterýið eftir það kemur í ljós hvað mikil nenna verður í þvíMynd Mynd

Re: Bellanca Decathlon

Póstað: 18. Sep. 2010 08:22:31
eftir Flugvelapabbi
Þetta var sma grin, hver og einn verður að raða litum a sin model, gangi þer vel með verkefnið.
Eg keypti kinverskan DL 30 i litla Yakinn minn og hann virkar mjög vel, skilar finu afli.
Kv. Einar