Síða 1 af 1

Re: Má ég hlaða Li-ion batterí með hleðslutæki fyrir Li-Po batterí?

Póstað: 3. Mar. 2010 17:17:12
eftir Árni H
Það týndist hleðslutæki úr Sony myndavél, sem ég er með. Ég fór því að velta fyrir mér hvort ég mætti hlaða myndavélarbatteríið með hleðslutækinu mínu. Það getur vissulega hlaðið Li-Po en hvað með Li-Ion? Hleðslutækið mitt heirir e-STATION 301dx og er afbragð annarra hleðslutækja.

Eða er ég alveg úti á túni með svona tilraunir? Mynd

Kv,
Árni H

Re: Má ég hlaða Li-ion batterí með hleðslutæki fyrir Li-Po batterí?

Póstað: 4. Mar. 2010 06:11:15
eftir Agust
Ef hleðslutækið er með stillingu fyrir Li-Ion, og ef þú stillir á réttan sellufjölda og réttan hámarks hleðslustraum (ca sama tala og milliampersstundirnar miðað við klukkutíma hleðslu), þá ætti ekkert að vera á móti þessu.

Sjálfur hef ég hlaðið rafhlöðuna í minni myndavél þannig þegar ég hef verið utanbæjar og gleymt hleðslutækinu heima. (Canon vasamyndavél, LiIon með einni sellu, 1120 mAH). Ég lagði einfaldlega vír að + og - pólunum á rafhlöðunni og festi með einangrunarbandi.

Bara fara varlega og vita hvað maður er að gera.

Re: Má ég hlaða Li-ion batterí með hleðslutæki fyrir Li-Po batterí?

Póstað: 4. Mar. 2010 18:32:19
eftir Árni H
Takk fyrir það!