Re: Gremlin combat
Póstað: 7. Mar. 2010 15:03:41
Fyrr í vetur var ég að lesa módelblöð og þá vakti athygli mína lítil combatvél, sem er smíðuð úr ódýru efni. Uppistaðan í henni er ferkantað niðurfallsrör (1700 kr meterinn - dugar í tvær vélar) og venjulegt hvítt frauð (500 kr í eina vél). Eftir nokkurt japl ákvað ég að smíða svona vél og líka að reyna að fá félaga mína til að gera slíkt hið sama - enda um combatvél að ræða. Ekki skemmdi svo fyrir að sjá nokkru seinna að svipaðar pælingar voru í gangi sunnanlands! http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3490
Þar sem raðsmíði er ekki óþekkt fyrirbrigði að Grísará var auðsótt mál að fá Gaujann og Mummann í þetta djarfa og framsækna verkefni. Teikningin var pöntuð í hvelli og byrjað.
Hér verður stiklað á stóru í smíðinni á þessari fljótsmíðuðu vél:
Búið að skera út skrokkinn. Það tók ekki langan tíma með Dremel.
Ég smíðaði skurðarboga úr Mahoganíi. Uppdráttinn fann ég á netinu og þessi bogi svínvirkar. Breiddin er u.þ.b. einn meter.
Svona líta vængkjarnarnir út. Ég notaði frauð, sem var heldur þéttara en þetta venjulega einangrunarplast.
Fram- og afturbrúnir komnar á og bara eftir að pússa. Það kom á óvart hversu vel hvíta plastið pússast. Vængurinn er ekki klæddur með balsa, heldur er filman sett beint á frauðið. Það er svolítið dútl við að fella vængbita og styrkingar niður í frauðið.
Mótorfestingin er úr krossvið og skrúfast í botninn á skrokknum. Einfalt!
Stélin eru tvö - meira fyrir lúkkið en stöðugleikann. Enginn rudder.
Hérna er vélin að skríða saman - vantar bara vænginn.
Allt komið saman nema hæðar/hallastýrin vantar. Auðvitað var Gaui fyrstur með sína vél. Hann er alltaf að stelast í skúrinn á kvöldin
Þetta eru ekki fallegustu vélar í heimi en ég hef grun um að skemmtanagildið eigi eftir að vega upp á móti sérkennilegu útliti. Þetta er líka afar fljótsmíðuð vél og ódýr. Efnið fæst í næstu byggingavöruverslun og svo er bara að nota afganga og annað dót til þess að klára dæmið. Mótorstærðin er .25 til .40.
Jæja, svo er bara að fara á netið, finna sér rétta streemera til að hengja aftan í og byrja gamanið! Það er til dæmis tilvalið að koma með nokkrar svona á flugkomur sumarsins sunnanlands og norðan.
Kveðjur bestar,
Árni Hrólfur
Þar sem raðsmíði er ekki óþekkt fyrirbrigði að Grísará var auðsótt mál að fá Gaujann og Mummann í þetta djarfa og framsækna verkefni. Teikningin var pöntuð í hvelli og byrjað.
Hér verður stiklað á stóru í smíðinni á þessari fljótsmíðuðu vél:
Búið að skera út skrokkinn. Það tók ekki langan tíma með Dremel.
Ég smíðaði skurðarboga úr Mahoganíi. Uppdráttinn fann ég á netinu og þessi bogi svínvirkar. Breiddin er u.þ.b. einn meter.
Svona líta vængkjarnarnir út. Ég notaði frauð, sem var heldur þéttara en þetta venjulega einangrunarplast.
Fram- og afturbrúnir komnar á og bara eftir að pússa. Það kom á óvart hversu vel hvíta plastið pússast. Vængurinn er ekki klæddur með balsa, heldur er filman sett beint á frauðið. Það er svolítið dútl við að fella vængbita og styrkingar niður í frauðið.
Mótorfestingin er úr krossvið og skrúfast í botninn á skrokknum. Einfalt!
Stélin eru tvö - meira fyrir lúkkið en stöðugleikann. Enginn rudder.
Hérna er vélin að skríða saman - vantar bara vænginn.
Allt komið saman nema hæðar/hallastýrin vantar. Auðvitað var Gaui fyrstur með sína vél. Hann er alltaf að stelast í skúrinn á kvöldin
Þetta eru ekki fallegustu vélar í heimi en ég hef grun um að skemmtanagildið eigi eftir að vega upp á móti sérkennilegu útliti. Þetta er líka afar fljótsmíðuð vél og ódýr. Efnið fæst í næstu byggingavöruverslun og svo er bara að nota afganga og annað dót til þess að klára dæmið. Mótorstærðin er .25 til .40.
Jæja, svo er bara að fara á netið, finna sér rétta streemera til að hengja aftan í og byrja gamanið! Það er til dæmis tilvalið að koma með nokkrar svona á flugkomur sumarsins sunnanlands og norðan.
Kveðjur bestar,
Árni Hrólfur