Síða 1 af 2

Re: Gremlin combat

Póstað: 7. Mar. 2010 15:03:41
eftir Árni H
Fyrr í vetur var ég að lesa módelblöð og þá vakti athygli mína lítil combatvél, sem er smíðuð úr ódýru efni. Uppistaðan í henni er ferkantað niðurfallsrör (1700 kr meterinn - dugar í tvær vélar) og venjulegt hvítt frauð (500 kr í eina vél). Eftir nokkurt japl ákvað ég að smíða svona vél og líka að reyna að fá félaga mína til að gera slíkt hið sama - enda um combatvél að ræða. Ekki skemmdi svo fyrir að sjá nokkru seinna að svipaðar pælingar voru í gangi sunnanlands! http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3490

Þar sem raðsmíði er ekki óþekkt fyrirbrigði að Grísará var auðsótt mál að fá Gaujann og Mummann í þetta djarfa og framsækna verkefni. Teikningin var pöntuð í hvelli og byrjað.

Hér verður stiklað á stóru í smíðinni á þessari fljótsmíðuðu vél:

Mynd
Búið að skera út skrokkinn. Það tók ekki langan tíma með Dremel.

Mynd
Ég smíðaði skurðarboga úr Mahoganíi. Uppdráttinn fann ég á netinu og þessi bogi svínvirkar. Breiddin er u.þ.b. einn meter.

Mynd
Svona líta vængkjarnarnir út. Ég notaði frauð, sem var heldur þéttara en þetta venjulega einangrunarplast.

Mynd
Fram- og afturbrúnir komnar á og bara eftir að pússa. Það kom á óvart hversu vel hvíta plastið pússast. Vængurinn er ekki klæddur með balsa, heldur er filman sett beint á frauðið. Það er svolítið dútl við að fella vængbita og styrkingar niður í frauðið.

Mynd
Mótorfestingin er úr krossvið og skrúfast í botninn á skrokknum. Einfalt!

Mynd
Stélin eru tvö - meira fyrir lúkkið en stöðugleikann. Enginn rudder.

Mynd
Hérna er vélin að skríða saman - vantar bara vænginn.

Mynd
Allt komið saman nema hæðar/hallastýrin vantar. Auðvitað var Gaui fyrstur með sína vél. Hann er alltaf að stelast í skúrinn á kvöldin ;)

Þetta eru ekki fallegustu vélar í heimi en ég hef grun um að skemmtanagildið eigi eftir að vega upp á móti sérkennilegu útliti. Þetta er líka afar fljótsmíðuð vél og ódýr. Efnið fæst í næstu byggingavöruverslun og svo er bara að nota afganga og annað dót til þess að klára dæmið. Mótorstærðin er .25 til .40.

Jæja, svo er bara að fara á netið, finna sér rétta streemera til að hengja aftan í og byrja gamanið! Það er til dæmis tilvalið að koma með nokkrar svona á flugkomur sumarsins sunnanlands og norðan.

Kveðjur bestar,
Árni Hrólfur

Re: Gremlin combat

Póstað: 7. Mar. 2010 17:51:53
eftir Kjartan
Magnað, það stefnir í virkilega fjörugt sumar flott þetta félagar.

Kveðja úr Brekkusíðuni
Kjartan

Re: Gremlin combat

Póstað: 7. Mar. 2010 18:50:27
eftir Árni H
Já, þetta verður gaman! Þessar vélar eiga að víst að vera mjög þægar ef þær eru vel upp settar. Ég séð myndir af þeim með hjólastelli og meira að segja á flotum! Svo ekki sé minnst á tveggja hreyfla Gremlininn, sem ég sá mynd af.

Nokkrar myndir af netinu:
Mynd

Mynd

Maður verður náttúrulega að reyna að forðast svona árekstra en þetta er ástæðan fyrir því að flestir búa sér til aukasett af vængjum, stélum og mótorfestingum!
Mynd

Þetta stefnir í gott sumar!

Kv,
Árni H

Re: Gremlin combat

Póstað: 14. Mar. 2010 10:49:06
eftir Gunnarb
Helvíti er ég ánægður með ykkur :-) Er búið að testfljúga? Hvað settuð þið stóran mótor í vélarnar?

-Gunnar

Re: Gremlin combat

Póstað: 14. Mar. 2010 23:02:59
eftir Gaui
Testflug er ekki enn orðið. Það er ein vél tilbúin, en það er ekki hægt að flúga henni begna þess að mig vantar nippil á hljóðkútinn, en um leið og hann kemur, þá fer hún í loftið.

Mótorstærð er mismunandi: ég er með .25 mótor, en Árni og Mummi ætla að nota .40 mótora. Það verður fróðlegt að sjá hvað flýgur best. Gremlininn er hannaður fyrir .25.

Re: Gremlin combat

Póstað: 15. Mar. 2010 09:34:27
eftir kip
Gaui talandi um nippil, er það nippillinn sem ég fékk hjá þér

Re: Gremlin combat

Póstað: 15. Mar. 2010 11:04:50
eftir Gaui
Jebbs.

Re: Gremlin combat

Póstað: 19. Mar. 2010 13:31:08
eftir kip
Nippillinn er kominn í hús til gauja þannig að nú flýgur vélin vonandi brjáðlega

Re: Gremlin combat

Póstað: 26. Mar. 2010 00:06:55
eftir Árni H
Gremlinsmíðin skotgengur, a.m.k. á minn mælikvarða! Hérna er vængurinn að verða klár, klæddur með þessari líka fallegu, ólívugrænu filmu.
Mynd

Svo var ákveðið að gerast páskalegri í litavali ;)
Mynd

Hérna er svo Gremlininn hans Gauja ásamt mínum. Það er stefnt að testflugi um páskana ef veður leyfir. Það
verður óneitanlega spennandi að fljúga svona combatdóti!
Mynd

Kveðjur bestar,
Árni H

Re: Gremlin combat

Póstað: 26. Mar. 2010 00:21:19
eftir Óli.Njáll
það er bara snild hvað mikið hefur gerst síðan ég var hjá ykkur síðast, svo er að vona það viðri til flugs um páskana