Vatnsblandað lakk á módel?

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Agust »

Hefur ekki einhver prófað að nota vatnsblandað lakk á flugmódel? T.d. einhvers konar akrýllakk sem fæst í öllum góðum byggingavöruverslunum? Mér skilst að allir nýir bílar séu sprautaðir með vatnsþynnanlegu lakki, er það ekki rétt hjá mér? Svo ætti að vera auðvelt að fá lakkið blandað í hvaða lit sem er og í ýmsum gljástigum.

Ég hef notað vatnsblandað lakk eða málningu á bárujárnsþak og á timburklætt hús, og hefur það reynst endingarbetra en olíublandaða lakkið. Það er gríðarlegur munur að vera laus við lakklyktina og að geta hreinsað áhöldin með vatni.

Hefur einhver ykkar reynslu af vatnsblönduðum lökkum? Hvernig gengur að sprauta því? Hvaða tegund er best?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Sverrir »

Menn hafa verið að nota þetta úti og það er meira að segja til heil lína fyrir stríðskallanna sem samanstendur af vatnsþynnanlegu lakki.
http://www.warbirdcolors.com/
Í þeirra tilfelli eru þeir með hlut sem þeir kalla crosslinker sem gefur lakkingu viðnám gagnvart módeleldsneytinu.

Það sem ég séð þegar verið er að ræða um aðrir gerðir af vatnslökkum þá er oft notuð glæra með til að loka lakkinu og vernda það fyrir utanaðkomandi efnum.

En tek annars undir það að gaman væri að vita hvort einhver hafi notað vatnsþynnanleg lökk á módelin sín.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Agust »

Ætli metanól-eldsneyti með nítró sé verra fyrir lakkið en venjulegt bílabensín?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Sverrir »

Hugsa að útblástursdrullan frá módeleldsneytinu sé meira ætandi heldur en útblásturinn frá bensínmótor.
Hreint nítró er t.d. mjög gott ef þú þarft að hreinsa sýrulím sem hefur farið á ranga staði ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Þórir T »

hvar nær maður í slíkt efni?
[quote]Hreint nítró er t.d. mjög gott ef þú þarft að hreinsa sýrulím sem hefur farið á ranga staði.[/quote]
þeas hreint nítró...
mbk
Tóti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11598
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Sverrir »

Úff, það gæti borgað sig að spyrja þá sem eru mikið í bílasportinu, nota þeir ekki stundum nítró á torfærutröllunum?
Nítró er frekar dýrt, veit t.d. að í USA þá er það bara selt í gallonavís og kostar stórfé þannig að menn hafa tekið sig saman við kaupin og skipta því svo milli sín.

Ef þú ferð að rannsaka þetta nánar máttu láta mig vita.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Þórir T »

heyrðu mig rámar í eitt mál, Haraldur Sæmundsson módelmaður talaði einu sinni við mig og bað mig um að útvega sér þetta efni, vildi blanda sitt eldsneyti sjálfur.
minntist á þetta við Þröst, man ekki meira hvernig þetta var. Kannski að Haraldur muni og geti frætt okkur um þetta...

mbk
Tóti
Selfossi
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég var einmitt að lesa um Nitromethane og hin efnin í "bensíninu okkar" um daginn í smá kasti af forvitni.

Það er ansi athyglisvert að Gúgla orðið "Nitromethane" og lesa efstu 5-6 greinarnar sem koma upp.

Til dæmis Wikipedia greinina og þá á R/C aircraft Proving grounds en í henni er fjallað um allt sem við þurfum að vita um efnið. Þar er líka útskýrt hvers vegna það er dýrt.

Það á að fara varlega með alla þessa vökva sem við erum að nota, Nítrómetan er lífrænt leysiefni sem er talið geta aukið líkur á krabbameini og sérstaklega ef það mengast af basísku efni (lút) þá getur það verið verulega sprengifimt. Nítromethane var eitt af efnunum sem Oklahoma-bombarinn notaði í sína sprengju og
lestarstarfsmaðurinn sem skellti aftur lokinu á tankvagni fullum af nítrómethane var ekki jarðaður því af honum fannst hvorki tangur né tetur.
Allir vita vonandi líka að aðaluppistaðan í glóðareldsneytinu er tréspíri sem er verulega eitraður ef hann kemst oní mann.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Þórir T »

Er búið að ráða nýjan lestarstarfsmann? alltaf að spá....

En hver af öllum módelmönnum er fróðastur um eldsneytið okkar?
Mig vantar einn slíkann í ca 1-2 tíma..

mbk
Tóti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vatnsblandað lakk á módel?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Þórir T]Er búið að ráða nýjan lestarstarfsmann? alltaf að spá....

En hver af öllum módelmönnum er fróðastur um eldsneytið okkar?
Mig vantar einn slíkann í ca 1-2 tíma..

mbk
Tóti[/quote]
Fróður í hvaða skilningi? Efnafræðilega eða praktískt?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara