Síða 1 af 1

Re: Brúarsmíði

Póstað: 1. Apr. 2010 17:40:33
eftir Björn G Leifsson
Það hefur lítið gerst í flugvélasmiðjunni í Dalhúsum síðastliðin ár, tvær-þrjár halfsmíðaðar flugvélar en mér tekst verr og verr að halda mér heima meira nokkra daga í senn. Aðalstarfið er nú orðið í útlöndum og brjálað að gera. Mikið hlakka ég til þegar hægist um.
Ojæja...
En það var þó límdur balsi hér um daginn þó ekki væri þar um flygildi að ræða.

Það mun vera klassískt verkefni í burðarþolsfræðinni á fyrsta ári í verkfræði að hanna og smíða brú úr balsa. Hún á að standast ákveðin mál, þola 250kg þunga, vera minna en 150 grömm og hægt að "keyra" töflupúða gegnum hana.

Hjörtur Geir og félagi hans byggðu þessa og hún stóðst víst öll mát.

Spurning hvort hægt sé að bæta á hana vængjum og mótor??
Mynd

Re: Brúarsmíði

Póstað: 1. Apr. 2010 18:59:28
eftir Ólafur
Afhverju er þetta merkt Istak?

Re: Brúarsmíði

Póstað: 1. Apr. 2010 19:41:05
eftir Björn G Leifsson
[quote=Ólafur]Afhverju er þetta merkt Istak?[/quote]
Hehe.. ég held þú verðir að spyrja brúarsmiðiðina að því.

Re: Brúarsmíði

Póstað: 1. Apr. 2010 20:11:39
eftir Ólafur
Spyr af einskærri forvitnni. Vinn sjálfur hjá Istak :)

Re: Brúarsmíði

Póstað: 1. Apr. 2010 21:36:46
eftir Guðjón
frændi minn vann einsinni keppni í háskólanum í svona brúarsmíðum

Re: Brúarsmíði

Póstað: 2. Apr. 2010 00:07:19
eftir Gaui
Þarna skiptir líka máli að þekkja lím og geta notað Zap í staðinn fyrir þung trélím !

Re: Brúarsmíði

Póstað: 10. Apr. 2010 22:37:59
eftir kip
Þetta er tær snilld. Ég er að grafa út hjá mér kjallarann og það er ekki járnabundin platan þannig að ég sá fyrir mér að þurfa setja "I" bita í loftið, mega vesen, en nú er það leyst, ég nota bara balsa!

Re: Brúarsmíði

Póstað: 10. Apr. 2010 22:57:34
eftir Sverrir
Enda er balsi harðviður!