Síða 1 af 2

Re: Veit einhver um einhverjar módelverslanir í New York ?

Póstað: 6. Mar. 2006 11:53:44
eftir maggikri
Sæll Þessi hérna er góð Americas Hobby Center http://www.ahc1931.com/index.php

263 w 30th st.
New York, NY 10001-2801
(212) 244-0525
Located one block away from MSG/Penn Station
Between 7th and 8th.
Store hours:
Mon-Fri: 9:00am-5:30pm
Sat: 9:00am-3:30pm


*Closed Sundays*

Re: Veit einhver um einhverjar módelverslanir í New York ?

Póstað: 12. Maí. 2010 23:51:54
eftir Björn G Leifsson
Jæja... þá er ég á leið í stóra eplið og ætla auðvitað að svipast um eftir dótabúð.

Finn þessa á netinu, sem liggur úti á Löngueyju rétt hjá þar sem við áttum heima einu sinni fyrir löngu. Ef mér tekst að fá það samþykkt hjá konunni þá ætla ég að keyra framhjá. Við ætlum að skreppa í bíltúr þangað úteftir á laugardaginn.

Sú sem MaggiKri benti á hér fyrir ofan virðist flutt spottakorn upp á 35. stræti samkvæmt símaskránni en heimasíðu finn ég ekki.

En eru menn með fleiri ábendingar handa mér?

Re: Veit einhver um einhverjar módelverslanir í New York ?

Póstað: 13. Maí. 2010 05:58:15
eftir maggikri
Sæll Flugdoktor!

Gunni Binni Aircoredoktor var þarna um daginn og hann sagði að þessi búð sem ég er að tala um sé ekki lengur þarna. Gæti verið að þú þyrftir að fara yfir Hudson River til að fá almennilega búð. Kannski Gunni Binni viti um fleiri þarna á svæðinu.
kv
MK

Re: Veit einhver um einhverjar módelverslanir í New York ?

Póstað: 13. Maí. 2010 21:31:44
eftir Björn G Leifsson
Hehe Formaður.

Var búinn að skrifa smá PS. til þín um að ég nennti ekki að fara yfir til New Jersey en strikaði það svo út :D
Vissi að þú mundir nefna það.
Eins og ég sagði þá sýnist mér að Americas hobby shop sé flutt fimm götur norður á 225W 35th street. Hins vegar er maður að sjá 30th str. adressuna víða þar sem Gúgel frændi finnur síður.
Ojæja.

Hvað finnst ykkur ég ætti að draga með mér heim?;)
(PS. ég nenni ekki að bera með mér Aircore :D)

Re: Veit einhver um einhverjar módelverslanir í New York ?

Póstað: 13. Maí. 2010 22:05:43
eftir maggikri
[quote=Björn G Leifsson]Hehe Formaður.

Var búinn að skrifa smá PS. til þín um að ég nennti ekki að fara yfir til New Jersey en strikaði það svo út :D
Vissi að þú mundir nefna það.
Eins og ég sagði þá sýnist mér að Americas hobby shop sé flutt fimm götur norður á 225W 35th street. Hins vegar er maður að sjá 30th str. adressuna víða þar sem Gúgel frændi finnur síður.
Ojæja.

Hvað finnst ykkur ég ætti að draga með mér heim?;)
(PS. ég nenni ekki að bera með mér Aircore :D)[/quote]
Flugdoktor!

Þessi er handhæg með sér heim og flott.
http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/WT ... LE1041&P=1
eða eitthvað af þessum tilbúin í inniflugið í haust
http://www.towerhobbies.com/products/techone/index.html

svo er nýji Zlin 525 frá GP flottur.

kv
MK

Re: Veit einhver um einhverjar módelverslanir í New York ?

Póstað: 15. Maí. 2010 01:08:43
eftir Gunni Binni
Blessaður Björn Geir!
Vertu duglegur að leita og láttu vita ef þú finnur eitthvað.....
Ég hringdi í gaurana í AHC þegar ég var í NY í mars og þeir sögðust hafa lokað Manhattanbúðinni fyrir 3 áum en væru enn í New Jersey.
Kveðja
Gunni Binni

Re: Veit einhver um einhverjar módelverslanir í New York ?

Póstað: 21. Maí. 2010 17:19:36
eftir Björn G Leifsson
[quote=Gunni Binni]Blessaður Björn Geir!
Vertu duglegur að leita og láttu vita ef þú finnur eitthvað.....
Ég hringdi í gaurana í AHC þegar ég var í NY í mars og þeir sögðust hafa lokað Manhattanbúðinni fyrir 3 áum en væru enn í New Jersey.
Kveðja
Gunni Binni[/quote]
Áður var auglýsingin fyrir Yellow Pages: "Let your fingers do the walking" Nú gæti það heitið: "Let Google do the walking" :

225 W 35th street gjörðu svo vel:
Mynd

Það virðist bara ekki vera nein svona búð hér í Ðö bigg appúl en svona "bæ ðö vei" (eins og sagt er á Smíðará) þá heimsótti ég gríðarlega fjölsótta búð í gær, við suðausturhorn Miðgarðs, sem var virkilega áhugavert að koma í:


Mynd

Mynd

"Eigum við að ræða það eitthvað nánar?" Hehe... :D

Re: Veit einhver um einhverjar módelverslanir í New York ?

Póstað: 21. Maí. 2010 18:08:09
eftir Sverrir
Nei, nei, keyptirðu ekki einn eða tvo iPadda á mannskapinn?