Síða 1 af 2
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 11. Apr. 2010 01:01:07
eftir INE
Í ár gaf Páska Kanínan mér Ultra Stick 40 ásamt því sem til þarf:
Byrjaði að setja saman í gærkveldi.
Sýrulamir settar í væng:
Ailerons & Flaps komið á sinn stað:
Vængurinn límdur samann ( hefði mátt ganga betur en vonandi innann skekjumarka)
Plata fyrir vængbolta límd (boltarnir á myndinni voru einungis notaðir fyrir límingu):
Filmuræma strauð á með straujárni konunar:
Vængur langt kominn fyrir utan servoin, þau mega ekki koma fyrr en á bls 20
Þetta var afrakstur fyrsta kvöldsins, meira seinna.
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 11. Apr. 2010 12:40:23
eftir Sverrir
Lofar góðu, verður gaman að sjá þessa í eigin persónu!
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 11. Apr. 2010 19:53:27
eftir Árni H
Frábærar páskakanínur þarna í Grindavík. Til hamingju með Stikkinn - þetta eru snilldarvélar!
Kv,
Árni H
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 20. Apr. 2010 00:02:00
eftir INE
Þá er Ultra Stick samansettur og mótor tilkeyrður í dag. Ófloginn en búinn að að fara í sína fyrstu viðgerð eftir að einn of sonum mínum hljóp hann niður af vinnuborðinu með þeim afleiðingum að stélflöturinn brotnaði. Var frekar gleyminn að taka myndir en hér koma nokkrar á ýmsum stigum samsetningar:
Elevator, Rudder og throttle servo komin í:
Elevator og Rudder er frágenginn:
Vængurinn tilbúinn:
Mótorinn kominn í:
Þyngdarpunkturinn reyndist vera of framarlega og var það leyst með að setja lóð fyrir aftan elevator og rudder servo:
Ultra Stick 40 frá Hangar 9 fullkláruð:
Og að lokum, komin á rétta hillu:
Nú er bara að bíða eftir rétta veðrinu og fá Sverri með sér í Test Flug...
Kveðja,
Ingólfur.
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 20. Apr. 2010 00:35:19
eftir Sverrir
Líst vel á það, en endilega hringdu en ekki senda sms, þau duga skammt um átta leytið!
Er þetta „hljóðkútur“ lengst til vinstri á myndinni!? :rolleyes:
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 20. Apr. 2010 07:39:49
eftir Gaui K
Alveg sammála INE :Snildar vélar ,ég smíðaði einn Stick í vetru og búinn að fljúga honum tvisvar.Frábært leiktæki !
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 20. Apr. 2010 09:19:15
eftir Gaui
Stikkararnir rúla ! -- það bara vantar að taka bogalínurnar í stýrin eins og á "alvöru" stick
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 20. Apr. 2010 09:51:26
eftir maggikri
Sæll INE
Á ekki að koma með þennan á kynninguna á Ásbrú á fimmtudaginn
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3788
kv
MK
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 20. Apr. 2010 12:28:31
eftir INE
Kemst ekki í Ásbrú, er að vinna frá morgni til kvölds. Þeas ef að askan verði ekki til ama.
Kveðja,
Ingólfur.
Re: H9 Ultra Stick 40
Póstað: 20. Apr. 2010 16:08:31
eftir Árni H
Þetta er flottur Stick. Ég held að það væri hins vegar gott að ganga betur frá blýinu og jafnvel færa það aftur í stél. Við blönduðum þunnt epoxý, settum út í það blýhögl (Hlað 42 gr #2), helltum aftur í skrokkinn á Stikkunum okkar, hengdum upp og létum stífna. Svínvirkar og þá ertu að bæta eins lítilli þyngd við skrokkinn og mögulegt er!
Kv,
Árni H